Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1985, Síða 46

Æskan - 01.02.1985, Síða 46
{ FRÁ BANDALAGI KVENNA í REYKJAVÍK - KIRKJUMÁLANEFND Umsjón: Hrefna Tynes SVIK Ríkur maður fól eitt sinn manni nokkrum að byggja fyrir sig hús. Hann sagðist verða eitt ár í burtu og húsið ætti að vera tilbúið og frá- gengið bæði utan og innan þegar hann kæmi aftur. Þeir ræddu þetta um stund og at- huguðu teikningarnar. Ríki mað- urinn sagði að verðið skipti engu, húsið ætti bara að vera fallegt og traust. Þeir sömdu nú um þetta og afhenti ríki maðurinn smiðnum mikla peningaupphæð sem hann sagði honum að nota í bygginguna, ekkert mætti spara til þess að gera húsið fullkomið. Ríki maðurinn fór sína leið en hinn stóð þarna með peningana, teikningarnar og svo auðvitað lóð- ina. Nú var hafist handa og byrjað að byggja. Þá brá svo við að ljótar hugs- anir fóru að læða sér inn í hugskot mannsins. „Þú þarft nú ekki endilega að hafa allt úr fínasta og dýrasta efni. Reyndu að græða svolítið meira heldur en ríki maðurinn ætlaði að borga þér. Notaðu lélegt efni í það sem ekki sést. Hvað kemur það þér við þó að innviðir séu maðkétnir og eyði stoðunum svona smátt og smátt?“ Og vesalings smiðurinn féll fyrir freistingunni. Hann keypti gallað efni í það sem var á milli veggja og ýmislegt annað sem var gljáandi hið ytra en lélegt hið innra. Hann stakk í eigin vasa eins miklu og hann gat. Hann huggaði sig við það, að þetta gæti enginn séð eða varað sig á. Árið var á enda, byggingu hússins var lokið. Þarna stóð það reisulegt og fallegt á að líta. Allir sem fram hjá gengu dáðust að því, enginn tók eftir göllum þess og enginn vissi að það myndi aðeins geta staðið í nokk- ur ár þá færu gallarnir að koma í ljós. Og nú kom ríki maðurinn heim. Hann dáðist mjög að húsinu og lof- aði verk smiðsins. Smiðnum létti. Þetta ætlaði að ganga vel, ríki mað- urinn myndi mæla með honum við aðra og hann gæti haldið þessari iðju sinni áfram - að svíkja og pretta náungann - og enginn myndi taka eftir neinu. Þá tók ríki maðurinn til máls og sagði: „Vinur. Ég ætla að gefa þér þetta hús. Nú skalt þú sjálf- ur njóta verka þinna.“ Þá var smiðnum öllum lokið. „Hvað hefi ég gert? Ó, að ég hefði vandað bygginguna mína betur.“ Á hverjum degi erum við öll að vinna að byggingunni okkar og hugsa ég þá helst til ykkar, æskufólk. Við notum vísvitandi eða ómeðvitað hverja stund. — Oft höfum við sagt eða hugsað: Hefði ég nú bara nennt að lesa betur fyrir prófið - fylgst betur með í tímunum — komið fyrr heim á kvöldin — ekki svikist um að gera það sem mér var fyrir bestu - hefði ég bara ekki hlustað á þá sem vildu tæla mig að gera það sem ég vissi að var rangt — já hefði ég bara . . . Það eru svo margir „innviðir“ sem við reynum að fela, bæði eldri og yngri. En hið alsjáandi auga Guðs sér allt — röddin, sem við köllum samvisku í brjósti okkar, er rödd Guðs sem vill benda okkur á hvað sé rétt og hvað sé rangt eða þetta var mér kennt þegar ég var að alast upp. Og það var gott að vita að allt var í hendi hans sem skapaði okkur og ber umhyggju fyrir okkur. Ég er hrædd um að búið sé að kæfa þessa rödd í brjósti margra eða að minnsta kosti mörgum hafi aldrei 4ó ÆSKAN

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.