Æskan

Årgang

Æskan - 01.02.1985, Side 51

Æskan - 01.02.1985, Side 51
o andi og þroskandi ■iK*-4'- ■■ Félag okkar fer líka í ferðalög á eigin vegum. í fyrra fórum við í þrjár helgarferðir og eina sex daga ferð um Akureyri og austur að Eiðum þar sem við vorum á æskulýðsmóti. Trúarlíf Já það er margt sér til gamans gert í æskulýðsfélagi Bústaðakirkju en krakkarnir gleyma ekki heldur á hvaða grunni þau byggja líf sitt því að trúarlíf er snar þáttur í starfi þeirra. Þau gera sér grein fyrir því hverju þau lofuðu á fermingardag- inn: að hafa frelsara sinn Jesú Krist að leiðtoga lífs síns. Þau lesa bænir og ritningarlestra í guðsþjónustum, ásamt kvenfélagi og bræðrafélagi kirkjunnar, og sjá unt að aðstoða á annan hátt við safnaðarstarfið. Fyrir sum þeirra er kirkjan orðið annað heimili. í lok hvers fundar setjast krakk- arnir á gólfið í hring og einn þeirra kveikir á kertum: hið fyrsta er tendr- að fyrir Guð, annað fyrir náungann og hið þriðja fyrir ættjörðina. Þá er lesið úr Biblíunni og rætt saman um hvaða merkingu boðskapur hennar hafi fyrir daglegt líf okkar allra. Að því loknu er bænastund þar sem sér- hver fer með bænavers eða bæn frá eigin brjósti. í lok bænastundar er farið með Faðir vor og allir syngja saman: í bljúgri bæn. Endurnærð af Guðs anda göngum við saman út í kvöldmyrkrið og hugs- um um það hversu dýrmætt það er fyrir unglinga að vera í félagsskap sem byggir þá upp í trúnni. Því að það er samfélagið við aðra kristna menn sem gerir Krist svo raunveru- legan og kveikir í okkur þrána til að þjóna honum og vera góð hvert við annað. Og það var til þess sem Krist- ur stofnaði kirkjuna að við gætum átt samfélag um orð hans og í bæn til hans. Sólveig Lára Umsjón: Gunnar Ingimundarson Pétur Þorsteinsson Olafur Jóhannsson Sólveig L. Guðmundsdóttir ÆSKAN 51

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.