Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1989, Síða 26

Æskan - 01.04.1989, Síða 26
Litla systir | eftir Petrínu Soffíu [ Þórarinsdóttur 11 ára. f Atli gekk eftir götunni og sparkaði í | alla steina sem hann sá. Hann var svo | reiður að hann hefði hclst viljað berja 1 litlu systur sína - en þá hefði mamma | hans orðið reið. | Þetta byrjaði allt í gær. Þá átti Atli i sex ára afmæli. Hann fékk afar, afar í fallega liti og litabók frá afa og ömmu. Þegar hann þakkaði þeim fyrir sagði afí að hann þyrfti að eignast þetta af því að hann væri orðinn stór strákur. í morgun hafði hann litað tvær fal- ! legar myndir. Hann vandaði sig mjög mikið því að hann ætlaði að sýna afa og ömmu hve vel hann gæti litað - þegar þau kæmu í heimsókn. Þegar hann var að enda við að lita seinni myndina kall- aði mamma hans á hann í mat. Hann fór fram og fékk sér að borða. Hann fékk eftirlætismatinn sinn, rjúpur. Þess vegna tók hann sér tvisvar á diskinn. Ósk, litla systir hans, var fljótust að borða. Hún var það alltaf af því að hún borðaði lang-minnst. Hún var líka yngst í fjölskyldunni. Mamma tók hana úr stólnum og sagði henni að fara að leika sér. Ósk hlýddi því. Þegar Atli var búinn að borða ætlaði hann að ganga frá litunum og bókinni. Er hann kom inn í herbergið sá hann Ósk sitjandi á gólfínu í afar góðu skapi! í kringum hana lágu litirnir hans möl- brotnir. Þarna voru líka einhverjar tætlur. Þegar betur var að gáð sást að þær voru úr nýju litabókinni. Atli var ólýsanlega reiður. Hvað hún Ósk gat verið heimsk! Hann hljóp til mömmu sinnar og klagaði. Hún fór með honum inn í herbergi. Þar sat Ósk hin kátasta. Mamma tók haná upp og sagði um leið að þetta væri honum sjálfum að kenna. Hann hefði skilið herbergið eftir opið og þetta á gólfinu. Það væri ekki hægt að kenna eins árs óvita um þetta. Hún hefði áreiðanlega ekki sagt þetta ef hann hefði brotið kristalsvasann sem hún fékk í brúðkaupsgjöf. Hún hefði flengt hann og lokað hann inni í her- bergi. Það var hann alveg viss um. Þetta var ósanngjarnt. Þetta var í fimmta - nei, sjötta skiptið - sem Ósk eyðilagði eitthvað fyrir honum. Hún hafði brotið leikfangahestinn hans, gert gat á sundboltann hans, rifið vegg- myndina af Strumpaþorpinu, sprengt blöðrurnar sem hann hafði fest á vegg- inn, brotið litina og rifíð litabókina. Þetta var heil-langur listi. Hvað hafði hann skemmt af hennar leikföngum? Hann þurfti ekki að hugsa sig um - ekkert. ekki taka. Ég veit að hún skemmdi lit- ina og bókina en þú getur engum um kennt nema sjálfum þér. Þú ert orðinn svo stór að þú ættir að skilja þetta. Þú varst líka svona þegar þú varst lítill - ef ekki verri en þetta.“ Atli trúði henni ekki. Hann hélt að hún segði þetta til að afsaka Ósk. Hann bað hana að segja frá einhverju einu skipti þegar hann hefði skemmt eitt- hvað. Mamma hugsaði sig um en sagði síð- an: „Einu sinni fékk ég myndir sendar 1 pósti og lagði þær á bekk. Þá var dyra- bjöllunni hringt. Getur þú ímyndað þér hvað þú varst búinn að gera þegar ég kom til baka? Rífa allar myndirnar i tætlur. Hverjum gat ég kennt um?“ Nú heyrðu þau að Ósk var farin að skæla. Mamma fór til hennar. Efw' skamma stund kom Atli fram, settist a Af hverju þurfti hún endilega að eyðileggja litina og litabókina? Hann sem hafði ætlað að sýna ömmu og afa hvað hann litaði vel í bókina sem þau gáfu honum. Hann fór að gráta. Mamma hans heyrði í honum og kom inn. Hún settist hjá honum og tók hann í fangið. „Þú verður að skilja að Ósk veit ekki hvað hún gerir. Þess vegna verður maður að gæta vel að því sem hún má | gólfíð og fór að leika við Ósk. Litlar | hendur komu brátt og rifu í hárið a | honum. Hann var að hugsa uffl ar) | verða reiður en hætti við það. HanI1 | varð að vera þolinmóður. Hún var litL | systir hans og honum þótti vænna nnl | hana en nokkra liti og litabók. = (Sagan hlaut aukaverðlaun í smásagnasamkepP111 í Æskunnar og Barnaútvarpsins 1988) 26 ÆSKAN

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.