Æskan - 01.04.1989, Síða 32
Tölvur Koma á kynnum
Börn í íslenskum grunnskólum kynnast dönskum nemendum með aðstoð tölvutækni
Nokkrir áhugasamir nemendur í Hjallaskóla, ásamt Kristínu Steinarsdóttur kerfisfræð-
ingi hjá IBM, við tækjabúnaðinn sem skólinn hlaut að gjöf frá IBM á íslandi - /' tengslum
við íslenskt-danskt samskiptaverkefni. Hjallaskóli, Foldaskóli, Grunnskólinn í Þorláks-
höfn og Hallormsstaðaskóli tengjast beint við erlendar námsstofnanir með þessum
tölvubúnaði.
Tæknin gerir okkur ýmislegt ótrúlegt
kleift. Núna geta krakkar í fjórum íslensk-
um grunnskólum „talað við“ jafnaldra sína
í Danmörku gegnum tölvur. Með þessu
komast krakkarnir í náið samband hverjir
við aðra þó að fjarlægðin á milli landa þeirra
sé mikil. Þeir kynnast áhugamálum og
starfi danskra skólabarna og siðum og venj-
um fólks í Danmörku. íslensku nemend-
urnir fá líka tækifæri til að bæta dönsku-
kunnáttu sína og reyna kannski að kenna
dönskum félögum sínum nokkur vel valin
orð í íslensku.
Það var IBM á íslandi sem í janúar sl. gaf
Hjallaskóla í Kópavogi, Foldaskóla í
Reykjavík, Grunnskólanum í Þorlákshöfn
og Hallormsstaðaskóla tölvu og annan bún-
að til að gera þessi samskipti möguleg.
Nemendur í 6.-9. bekk í þessum skólum
hafa tekið upp samband við nemendur í
Danmörku. Einnig geta skólarnir fjórir haft
samband sín á milli og byggt upp íslensk
„tölvuvináttusambönd". Með IBM tölvun-
um í grunnskólunum fjórum fá nemendur
og kennarar tækifæri til að kynnast saman
kostum og möguleikum tölvunnar við
kennslu.
Ánægður
nemendahópur
Það var mjög ánægður hópur nemenda
og kennara við Hjallaskóla sem tók form-
lega við þessari góðu gjöf frá IBM. Við-
staddir afhendinguna voru einnig fuiltrúar
hinna skólana og fylgdust allir viðstaddir
áhugasamir með tölvuskjánum þegar nem-
endur Hjallaskóla töluðu við jafnaldra sína í
Hallormsstaðaskóla um daginn og veginn.
Tölvur eiga ótvírætt erindi inn í grunn-
skóla landsins. Flestir sjá í þeim hagnýt
vinnutæki fyrir kennara og stjórnendur
skóla en færri gera sér grein fyrir að þar er á
ferðinni öflugt hjálpartæki fyrir nemendur.
„Hermilíkön" eru
nýtt tölvunámsefni
Um leið og IBM afhenti tölvurnar var
kynnt nýtt tölvunámsefni sem komið er á
markaðinn. Er það kennsluforritið „hermi-
Iíkön“ sem sýnir með aðstoð tölvu hvernig
hægt er að líkja eftir vissum aðstæðum.
Líkön eru notuð alls staðar í kringum okk-
ur. Þegar við notum landakort eða kort af
götum borgarinnar erum við að nota líkan
af raunveruleikanum. Teikning af húsi er
einnig líkan. Með hermilíkani er hægt að
láta tölvuna líkja eftir breytingum á mann-
fjölda á íslandi langt fram í tímann. Við
getum t.d. séð hve margir krakkar verða á
skólaaldri á íslandi árið 2030. Eins er hægj
að láta tölvuna líkja eftir ferli sjúkdóma, 11
að mynda er hægt að láta hana líkja eftir m-
flúensufaraldri í skólabekk.
Hermilíkön geta sýnt margt, marg1
fleira. En þegar við notum þau til að líkla
eftir einhverju úr daglega lífinu getur töh'-
an ekki gefið svör svo að engu skeiki. Þegaf
raunveruleikinn er annars vegar getum V1
sjaldan fengið alveg óyggjandi svör. Engu
að síður geta hermilíkön verið mjög gagnleg
og oft líka skemmtileg.
í bókinni Hermilíkön er lýst notkun seX
hermiforrita; ævilengd íslendinga, ntann
þöldaspá, aðstæðum úr umferðinni, biðro
um við afgreiðslukassa í stórmörkuðunt;
smithættu í skólabekk og „rúllettu“.
32ÆSKAN