Æskan - 01.04.1989, Síða 34
Kallaður Halli. . .
Kæri Æskupóstur!
Ég ætla að lýsa draumaprinsinum
mínum. Hann er skolhærður með blá
augu (held ég). Hann er í 6. Ó.S. í
Seljaskóla. Hann spilar í Lúðrasveit
Árbæjar og Breiðholts. Hann leikur á
trommur og æfði knattspyrnu hjá ÍR.
Hann heitir Haraldur og er kallaður
Halli.
M.
Hringdu bara. . .
Kæra Æska!
Ég þakka fyrir gott blað. Ég sendi
þér nokkrar skrýtlur:
- Læknir, mér finnst ég vera epli.
- Komdu nær. Ég bít ekki!
Vitið þið af hverju öskubílunum í
Hafnarfirði er ekið geysihratt?
Ökumennirnir halda að það verði
stolið úr þeim. . .
Eitt sinn voru tvær ær á beit. Þá
sagði önnur: - Meee.
- Ég ætlaði einmitt að fara að segja
þetta! ansaði hin.
- Heyrðu, Jói! Hvert er símanúmer-
ið hjá Magga?
- Það man ég ekki. Hringdu bara og
spurðu hann. . .!
Helga Einarsdóttir 9 ára,
Melshorni, Djúpavogi.
í StykKishólmi
Kæri Æskupóstur!
Ég ætla að skrifa um félagslífið í
Stykkishólmi.
Félagsmiðstöðin er opin alla virka
daga - fyrir einn bekk í einu, 6.-10.
bekk. Á miðvikudags- og laugardags-
kvöldum er hún opin fyrir 7.-10.
bekk.
Hér er hægt að stunda körfuknatt-
leik og frjálsar íþróttir á veturna en á
sumrin er iðkuð knattspyrna og
frjálsar íþróttir.
Hér er líka tónlistarskóli, lúðra-
sveit, barnakór, bjöllukór og að sjálf-
sögðu barnastúka.
Að endingu: Hvað lestu úr skrift-
inni og hvað er ég gömul?
Ein í Hólminum.
Svar:
Hvað ég les úr skriftinni fer eftir
því hvað þú ert gömul. . . Hve gömul
ertu? (Mér dettur í hug að þú sért á
tólfta ári, dável dugleg, opinská og
ákveðin. . .)
Pennavinaklúbbur
Kæri Æskupóstur!
Undanfarið hefur verið spurt í
Æskupóstinum hvar sé hægt að fá er-
lenda pennavini. Ég er í fmnskum
pennavinaklúbbi og á nokkur eyðu-
blöð frá honum þar sem hægt er að
panta pennavini frá mörgum löndum.
35 kr. þarf að greiða fyrir hvert heim-
ilisfang. Upplýsingar eru skráðar á
eyðublað - en ekki má tilgreina færri
en fjögur lönd sem óskað er eftir
pennavinum í. Ef einhver kærir sig
ekki um að eignast pennavin nema í
einu landi getur hann látið vini sína
fylla út blaðið með sér.
Ég er fús að senda þeim sem óska
eintak af eyðublaðinu - en á aðeins
fá . . . Ég get líka gefið upp heimilis-
fang klúbbsins ef einhver vill fá frek-
ari upplýsingar en hér eru gefnar.
Nanna Jónsdóttir,
Rauðumýri 8, 600 Akureyri.
Rauðir hundar
Ágæta Æska!
Ég sendi þér skrýtlu og uppskrift.
Tvær litlar telpur komu í heim-
sókn til Ingu og hittu pabba hennar.
- Má Inga ekki koma út?
- Nei, hún er með rauðu hundana.
- Hún getur haft þá með sér út. . .
Kókos-makkarón ur
1 egg - 80 g sykur - 100 g kókosmjöl
Eggið er þeytt vel með sykrinum-
Kókosmjölinu blandað saman við-
Látið á vel smurða plötu. Bakað við
200 stiga hita í 8-10 mínútur.
Eftir að kökurnar eru orðnar kald-
ar er gott að dýfa þeim ofan í bráðið
súkkulaði.
Leikarinn
Tom Hulce
Æskupóstur!
Mig langar til að fá upplýsingar um
leikara og ákvað að best væri að skrna
Æskunni. Ég veit ekkert um hann
annað en það að hann lék Wolfgan®
Amadeus Mozart í myndinni Ama
deus. Getur þú leyst úr þessu?
Leikaraaðdáandi
Svar:
Það var bandariski leikarinn To"1
Hulce sem brá sér ígervi Amadeusar-
Tom leikur einnig ungan, þroskahej
an mann í myndinni Nicky og Giu° e
þegar þetta er skrifað er verið að syn°
hana í kvikmyndaliúsinu Regnboga"
um í Reykjavík.
Tom (hér eftir Tómas) þykir óiga‘tí,r
leikari og fékk tilnefningu til Óskars
verðlauna fyrir túlkun sína á " • '
Mozart. Hann hefur einnig fe"8l
góða dóma sem Dominick ~ 11
Nicky.
Friðjón Guðmundsson sýni"gnr
stjóri Háskólabíós útvegaði góðj"
lega heimildir um Tómas og kvt
myndirnar. Þar er þó ekki getió
fœðingardag, hjúskaparstöðu cl .
heimilisfang aðdáendaklúbbs I ót"aS^
ar, en það fýsir þig að vita. Lysi"8
ferli hans fylgdi gögnunt um wjnrfmn
ar en þar fer tvennum sögum "J J‘
ingarstað hans. í öðrum bœkliug"
segir að hann sé fceddur að Hvíta'" '^
(White Water) i Wisconsin en 1
er ncfnd borgin Detroit í ^‘C^‘^afí
Þeim ber þó saman um að han"
J
34 ÆSKALT