Æskan

Volume

Æskan - 01.04.1989, Page 36

Æskan - 01.04.1989, Page 36
Mjallhvít Mjallhvít var prinsessa. Móðir hennar lést er hún var ungbarn. Kon- ungurinn, faðir hennar, kvæntist aftur fáum árum síðar. Stjúpa Mjall- hvítar var mjög fögur en hún var illgjörn og göldrótt. Hún stóð tímun- um saman fyrir framan töfraspegil sinn, dáðist að mynd sinni og sagði: „Góði spegill, seg þú mér - hver af öllum konum ber?“ Og spegillinn svaraði: „Fagra drottning, fullvíst er - að fegurst allra eruð þér.“ - En dag einn, þá var Mjallhvít fullvaxta, svaraði hann: „Fríðleik yðar fagna ber - en fegurri þó Mjallhvít er.“ Drottningin varð fokreið og skipaði einum veiðimanna sinna að fara með Mjallhvít út í skóg og deyða hana. En sakleysi og fegurð Mjallhvít- ar snart veiðimanninn og hann sleppti henni. Hún flýði langt inn í skóginn og nam ekki staðar fyrr en hún kom að litlum kofa. Þar áttu heima sjö litlir dvergar sem grófu gull úr fjalli í grenndinni. Er Mjall- hvít haíði sagt þeim sögu sína buðu þeir henni að dveljast með sér í kofanum. Þar undu þau glöð við sitt um sinn. Dag nokkurn spurði drottningin illa spegil sinn hver væri fegurst í heimi. Þá svaraði spegillinn: „Fríðleik yðar fagna ber- en samt ég segi, trúið mér: - Hjá dvergum sjö í skógi hér - fegurst allra Mjallhvít er.“ Drottningin varð hamslaus af bræði. Hún skildi að hún hafði verið göbbuð. Hún varð enn ákveðnari en fyrr að koma Mjallhvít fyrir kattar- nef. Hún eitraði epli, dulbjó sig sem sígaunakerlingu og gaf Mjallhvít eplið. Hún beit í það og datt jafnskjótt niður sem dauð væri. Dvergarn- ir syrgðu hana ákaft. Þeir gátu ekki hugsað sér að grafa hana og lögðu hana í glerkistu. En Mjallhvít var ekki dáin. Hún var slegin töfrum sem koss frá konungssyni gat einn leyst. Konungssonur nokkur heyrði söguna um Mjallhvít og hélt af stað til að leita hennar. En drottningin reyndi allt sem hún gat til að koma í veg fyrir að hann fyndi hana. . . Kóngssonur verður að finna Mjallhvít til að vekja hana með kossi. Þú ert efiaust boðin(n) og búin(n) til að hjálpa honum - þó að þetta sé ekki verðlaunaþraut. . . Tilvalið er að lita myndirnar og bœta þannig tveim litsíðum við!

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.