Æskan - 01.04.1989, Side 39
skoðunar á rokkhljómplötur. Þau
vildu láta banna sölu á bárujárns-
rokkplötum til fólks undir 18 ára
aldri. Sömuleiðis kröfðust þau þess
að rokkplötur væru merktar aðvörun-
armiðum á borð við: „Varúð! Djöfla-
dýrkun!" - „Varúð! Klám!“ - „Var-
úð! Ofbeldi!“ - o.s.frv. Samtökin
fóru í harða áróðursherferð gegn
bárujárnsrokki og reyndu að sann-
færa almenning um að bárujárnsrokk
stuðlaði að sjálfsmorðum og ofbeldi.
Herferð Verndarsamtakanna kom
af stað háværri umræðu í Bandaríkj-
unum og víðar um bárujárnsrokk.
Afleiðingin varð sú að nú er báru-
járnsrokkið vinsælasti músíkstíllinn í
Bandarkjunum. Kiss-kvartettinn
naut góðs af þessari umræðu eins og
aðrar bárujárnsrokksveitir. Kiss hef-
ur endurheimt fyrri vinsældir, rétt
eins og Ozzy Osborne, Def Leppard,
Whitesnake og fleiri þungarokkarar.
Eftir Kiss liggja um tveir tugir
platna.
Duran Duran
Kæra Popphólf Æskunnar!
Mér datt í hug að gefa ykkur upplýsing-
ar um Duran Duran. Flestir vita líklega
um það sem á daga hljómsvcitarinnar
dreif þcgar hún var sem vinsælust. Ég er
því ekkert að tíunda það. En ég vil benda
á bók um Duran sem bókaútgáfan Forlag-
ið gaf út 1988. Það væri líka gaman að fá
veggmynd með hljómsveitinni.
Hér koma upplýsingarnar:
Duran-Duran-ævintýrið hefst 1981. Fá
kom fyrsta DD-platan á markað, sam-
nefnd hljómsveitinni. Nokkur lög af
henni náðu efstu sætum evrópskra vin-
sældalista.
DD-kvintettinn kom fram á sjónarsvið-
ið á besta tíma. Spandau Ballett, Ultravox
°- fl- höfðu komið inn á nýbylgjumarkað-
tnn breska með poppað og aðgcngilegt cn
þó ferskt afbrigði af þýsku tölvupoppi.
Afbrigðið kallaðist nýrómantík vegna
þeirrar ofuráherslu scm flytjcndurnir
lögðu á útlitið. Víð og vönduð jakkaföt,
hárliðunarvökvar, hárlitir, strípur og jafn-
Vcl andlitsfarði virtust skipta jafnmiklu
máii og sjálf músíkin. Músíkmyndbönd
voru að ryðja sér til rúms. Þau gáfu sjón-
rænni hlið poppvettvangsins mciri athygli
en nokkru öðru. DD-kvintettinn markaði
sér strax braut innan nýrómantíkurinnar.
Vönduð myndbönd DD opnuðu hljóm-
sveitinni fljótlega lcið út fyrir Evrópu-
markaðinn.
Á hljómleikum DD var komið fyrir
risastórum sjónvarpsskermum til að ná
myndbandsímyndinni sem bcst. Auk þcss
var söngvari DD Símon Le Bon, lærður
dansari (og leikari). Það kom sér bctur í
nýrómantíkinni en miklir sönghæfileikar.
Satt að segja vantaði nokkuð upp á það
að Símon væri góður söngvari.
DD var með fyrstu poppurum til að
gefa út löng myndbönd, sérstaklega ætluð
til sölu í hljómplötuverslunum.
sældakosningum Æskunnar. Það væri
gaman að fá Duran til íslands og að sjá
mcira skrifað um hljómsveitina í Æsk-
unni.
Kær kveðja,
Duran-addáandi.
Svar:
Kærar þakkir fyrir upplýsingarnar. Því
miður varð að stytta pistilinn en hann ætti
þó að gefa lesendum mynd af þcssari vel
kynntú nýrómantísku sveit frá Englandi.
Ef margir biðja um veggmynd er næsta
víst að orðið verður við þeirri bón.
1985 var DD-kvintcttinn fcnginn til að
semja titillag James Bond-kvikmyndar-
innar „A Vicw To a Kill“. Þcir DD-piltar
sömdu fleiri lög fyrir kvikmyndina. Þau
lög voru flutt af sinfóníuhljómsveit. Allt
um síauknar vinsældir var komin viss
þreyta í samstarf fimm-menninganna. Til
að komast út úr þeirri stöðnun, sem
þreytunni fyigdi, var DD skipt í tvær
hljómsveitir, Powcr Station og Arcadia.
Hvorug sveitin náði sömu vinsældum og
DD naut.
1986 var rcynt að sameina DD á nýjan
leik. En Roger Taylor (úr Arcadia) og
Andy Taylor (úr Power Station) voru
búnir að missa áhugann. Símon, Nick
Rhodes og John Taylor hafa þó starfað
saman undir Duran-nafninu. Reyndar er
nafn tríósins nú skrifað sem eitt orð, Dur-
anduran. Tríóið hefur ekki haldið vin-
sældum kvintettsins í Evrópu. En í
Bandaríkjunum og Japan njóta þeir
óskertra vinsælda.
Plötulisti:
Duran Duran 1981 - Rio 1982
- 7 & The Ragget Tiger 1983
- Arena 1984
- A View To a Kill 1985 - Notorius 1986
- Big Thing 1988.
DD-kvintcttinn kom oft vel út úr vin-
R.E.M.
Kæra Popphólf!
Getið þið birt vcggmynd og upplýsingar
um hljómsveitina R.E.M.?
R.E.M.- aðdáandi
Svar:
R.E.M.-kvartcttinn var stofnaður sem
menntaskólahljómsveit í Athens í Banda-
ríkjunum 1981. 1 upphaft lék kvartcttinn
lög eftir breskar pönksveitir, á borð við
Sex Pistols, og bandaríska þjóðlagarokk-
ara, s.s. Sonny & Cher og Byrds. Þegar
R.E.M.-piltarnir fóru að flytja eigin söng-
lög virðast Byrds-lögin hafa skilið mest
eftir. Áhrif frá bresku pönkbylgjunni eru
líka greinanleg. Fyrir bragðið var músík-
stíll R.E.M. kallaður kántrí- (sveita-)
pönk í fyrstu en á síðari árum er oftast
rætt um R.E.M. sem forystusvcit banda-
rískra gítar-nýrokksveita. Sú skilgreining
táknar að (frckar lítið rafmagnaður) gít-
arleikur sé aðalatriði, hljómborð aðeins í
aukahlutvcrki (ef þau eru á annað borð
með í lciknum), áhrif frá þjóðlagastíl
Woodys Guthries séu sterk en flutningur
að öðru leyti all-hrár og óheflaður. Af öðr-
um kunnum bandarískum gítar-nýrokk-
ÆSKAJST 39