Æskan - 01.07.1989, Blaðsíða 8
Um veggmyndir. ..
Elsku, besti Æskupóstur!
Mig langar til að byrja á að þakka
fyrir meiriháttar og gott blað. Mér
finnst það að flestu leyti gott en hef
þó mest dálæti á Æskupóstinum,
Poppþættinum og Æskuvanda.
Raunar mættu líka vera sögur (bæði
smásögur og framhaldssögur) fyrir
stálpaða lesendur - og þrautirnar
mættu vera erfiðari.
Mér þætti vænt um að fá vegg-
mynd af Tom Cruise og River Phoen-
ix eða límmiða með þeim. Þeir eru í
miklu eftirlæti hjá mér.
X í Breidholti.
Margir skrifa og biðja um vegg-
myndir af þeim sem þeir hafa dálceti
á. Val okkar fer eftir því hve margir
biðja um mynd af hinu vinsœla fólki
- oftast tónlistarmönnum, íþróttahetj-
um eða leikurum. Þér hefur orðið að
ósk þinni en því miður getum við ekki
uppfyllt óskir allra. Svo mörg nöfn
eru nefnd að ekki er hœgt að verða
við öllum beiðnum. Bréfin eru þó
geymd og ef til vill kemur einhvern
tíma að því að „goðið“ birtist á vegg-
mynd.
Præðsla um
skaðsemi áfengis
Kæra Æska!
Mig langar til að biðja um meiri
áfengisfræðslu í blaðið. Einstöku
sinnum hafa birst greinar um hvaða
áhrif áfengi hefur á fólk en mig lang-
ar til að vita hvernig áfengi skaðar
líkama og sál.
Það er staðreynd að stórlega hefur
dregið úr reykingum unglinga eftir að
farið var að fræða ítarlega um skað-
semi tóbaks. En mér fínnst brenni-
vínið alveg hafa gleymst. Miklu,
miklu fleiri krakkar drekka en reykja
og flestir krakkar segja: „Það er allt í
lagi að drekka en ekki að reykja.“
Væri ekki tilvalið, kæra Æska, að
þú tækir málið að þér og birtir a.m.k.
nokkrar greinar um hvernig áfengi og
eiturefni geta farið með mann? Næst-
um allir kunningjar mínir drekka
áfengi en einungis einn tíundi .hluti
þeirra reykir.
Ég er pottþétt á því að miklu færri
unglingar byrjuðu að drekka en nú er
raunin ef áróður gegn áfengisfræðslu
yrði eins mikill og hann hefur verið
gegn reykingum að undanförnu. Nóg
um það.
Mig langar til að þakka fyrir yfir-
lýsinguna frá Poppþættinum um að
Bubba og Gramminu hafi ekki verið
hampað meira en öðrum í þættinum.
Það var hrakið með góðum rökstuðn-
ingi. Bubbi Morthens er einn besti og
vinsælasti tónlistarmaður á íslandi.
Af hverju í ósköpunum getur Steinar
hf. ekki endurútgefið gömlu, góðu
plöturnar, t.d. Utangarðsmannaplöt-
urnar og gömlu einleiksplöturnar?
Tinna.
Es.: Þú hefur heyrt þessa spurningu
milljón sinnum - en hvað lestu úr
skriftinni?
Svar:
í Æskunni birtast iðulega greinar
er minna á kosti heilbrigðra lífshátta
og að áfengi er óþarft og skaðlegt.
Frœðsluþœttir hafa þó ekki verið í
blaðinu að undanförnu að kalla megi.
í þessu tölublaði birtum við grein eftir
Arna Einarsson, starfsmann nefndar
um átak í áfengisvörnum, - um það
að áfengisneysla og íþróttaiðkun eiga
ekki samleið.
Ýmsir telja að frœðsla hafi á stund-
um öfug áhrif, vekji t.a.m. forvitni og
ýti undir áfengisneyslu. Nauðsynlegt
er þó að allir viti skil á skemmandi
áhrifum áfengis og hcettu sem fylgir
tímabundinni og varanlegri lömun
heilastarfsemi vegna eituráhrifa þess.
Við munum lýsa því í nœstu blöðum.
Mér kœmi ekki á óvart að þú vcerir
athafnasöm stúlka, viljasterk og fist
fyrir, hrein og bein í framkomu, eftil
vill dálítið ráðrík. Gott er að þú útt
þér hugsjón að berjast fyrir. Þanmg
líður þér sennilega best. Þú munt vera
heiðarleg og einlceg. . .
Mjög sætar
og skemmtilegar...
Kæra Æska!
Við erum tveir drengir í Mete'
skóla. Okkur fannst félagslífið í
bekk í vetur sem leið ekki nógu fiöl'
breytt. Við vonum að það verði lífleg1
í 6. bekk.
Draumaprinsessurnar okkar eru
mjög sætar og skemmtilegar og ág*r_
ar í knattspyrnu. Önnur er ljóshær
og heitir Inga M. en hin er skolhær
og heitir Guðný. Við vonum a
ruslafatan sé full því að við viljuin
gjarna að þær sjái þetta.
Tommi og Dustin H.
Faldi tennurnar. ..
Kæri Æskupóstur!
Ég sendi þér skrýtlu:
Eiginmaðurinn: Loksins gat ég van1.^
konuna mína af því að naga á se
neglurnar.
Nágranninn: Hvernig fórstu að þvl'
Eiginmaðurinn: Ég faldi tennumar
hennar!
Ég ætla líka að lýsa draumapnnS’n
um mínum. Hann er brúneygður
dökkhærður og æðislega sætur. Hann
er kallaður Berti og fer í 7. be
Seljaskóla í haust.
Lísa.