Æskan

Volume

Æskan - 01.07.1989, Page 17

Æskan - 01.07.1989, Page 17
beim ferðum? »Kannski hve þetta voru miklar Vegalengdir,“ segir hún eftir dálitla um- ^ugsun. „Við ókum oft í 8-10 klukku- 1 stundir samfellt. Mig rámar líka í að við 1 þurftum einhvern tíma að aka í loft- | köstum undan fíl, - og í annað sinn 1 höfðum við vinkona mín kjánast til að | ^ara út úr bílnum, heyrðum þá í hlé- § barða og hlupum í ofboði til baka. | ^arna eru villt dýr, rándýr, og bannað | fara úr bílunum.“ | ~ Eignaðist þú ekki vini í skólanum? i „Jú, jú. Nemendur voru frá ýmsum I löndum, böm fólks sem vann við þró- = unarhjálp. Ég kynntist best breskri i stúlku sem heitir Helena. Hún kom i uingað í heimsókn í fyrra. Vinafólk i °kkar vann í Kenya og við fórum oft til 1 Pess um jól og páska. Þangað var fjög- í Urra stunda akstur. Hildur, dóttirin á i keirnilinu, er góð vinkona mín. Hún i korn hingað snemma í sumar en foreldr- i ar hennar eru nýkomnir.“ ~ Hver em helstu áhugamál þín? „Þau em afar mörg, til að mynda að | *esa og hlusta á tónlist.“ | ~ Hvaða nám hyggst þú stunda að | °knum menntaskóla? I „Eg hef ekki ákveðið það, bara að | ®ra eins mikið og ég get - helst í skóla | erlendis.“ i Ef hann hlýðir mér. . . ~ Var mikið ónæði á heimilinu eftir 1 Vningu sjónvarpsmyndarinnar um | ^°nna og Manna? | „Símhringingar voru alveg óþolandi | en8i á eftir. Við gátum varla farið frá 1 Slnianum. f fyrstu svaraði Einar Örn oft | ^el9a Soffía með Ringó - í Arvsha 1986. = en fékk alveg nóg af því. Það var alltaf | sPtirt sömu spurninganna. Ef ég svaraði | °8 sagði að hann væri ekki heima vildu | stelpumar ekki trúa því og héldu bara = áfram að tala. Stundum vissu þær ekk- ert hvað þær ættu að segja og þögðu bara lengi. Það komu ótrúlega mörg bréf og eru enn að berast en í mesta lagi tvö á dag. Það er líka hringt stöku sinn- um. Já, það eru oftast krakkar sem hringja, sumir sem hringja erlendis frá virðast þó vera á unglingsaldri.“ - Hefur þér fundist Einar Örn breyt- ast eitthvað við þetta? „Nei, hann hefur ekkert breyst. Hann er nákvæmlega eins. Ég get ekki greint annað. Já, okkur kemur ágætlega saman - að minnsta kosti ef hann hlýð- ir mér!“ - Þú sagðist hafa tekið þátt í leik- starfsemi í skólanum í Tansaníu. Lang- ar þig til að verða leikkona? „Ég hafði gaman af því þá en það er | engin ástríða.“ f - Blaðamenn erlendra tímarita hafa | komið hingað og tekið Einar Örn tali. | Vildu þeir fá að vita eitthvað um þig | líka? | „Já, sumir. Þeir tóku líka stundum | myndir af okkur öllum, því miður! Ég | er lítið hrifin af að láta taka af mér | myndir. . .“ - Einar Örn hefur ekki látið „frægð- | ina“ stíga sér til höfuðs - eða þið hin? | „Við höfum tekið þessu létt og ekki | látið það hafa áhrif á okkur. Okkur | kom auðvitað á óvart hve mikið fylgdi í | kjölfar myndarinnar. Strákunum of- | bauð líka alveg þegar þeir fóru til 1 | Þýskalands í sambandi við vörukynn- | ingu. Það voru feikna læti þegar stelpur | þyrptust að sýningarbásnum. Þeir urðu | að lokum að flýja. . .!“ | - Hafa krakkar sóst eftir kunnings- | skap við þig vegna þessa - eða vinir | snúið við þér baki? „Nei, ekkert slíkt.“ - Hefur þú orðið fyrir nokkrum óþægindum utan heimilis? „Nei, ekki neinum. Ég heyrði stund- um hvíslað þegar ég fór úr unglinga- deildinni í gengum barnadeildina: „Hún er systir hans Einars.“ Annað hefur það ekki verið.“ - Hafa strákarnir haldið vinskap síð- an þeir léku saman - og fjölskyldur ykkar? „Já, þeir eru ágætir vinir og hittast stundum. Mamma Garðars kemur líka í heimsókn til okkar annað veifið. Já, það er aldursmunur á þeim. . . en samt eru þeir dálítið líkir.“ - I aðdáendabréfum var því lýst mörgum orðum hve sætir strákamir væm. Hefur þú fallið í stafi yfir brosi Garðars Thors eins og stúlkurnar sem skrifuðu þau? „Mér finnst mestu skipta hvort fólk er vel gert og skemmtilegt. Ef svo er finnst mér það frítt. Það fólk sem mér fellur vel við og er vinir mínir finnst mér gott og fallegt.“ Texti: Kh Ljósm.: HÓ Helga Soffía: „Ég hefði ekkert á móti því að fara aftur til Afríku." ÆSKAJST 17

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.