Æskan - 01.07.1989, Side 26
Frá lesendum
Ferðalag
a
hættuslóðum
eftir Evu Dís Pálmadóttur 11 ára.
Tvö börn, sem hétu Siggi og
Stína, höfðu ákveðið að fara í
ferðalag með hundinn sinn, Dínó.
Þau fóru langt í burtu frá
mannabyggðum.
Þau voru með mikið af farangri
svo að jafnvel Dínó bar pakka. í
honum voru tvíbökur. Dínó
stansaði og reyndi að losa sig við
böggulinn.
„Til hvers að bera þetta,“
hugsaði Dínó, „þegar miklu
sniðugra er að eta það?“
Þegar kvölda tók komu þau að
dimmum helli sem þau ákváðu að
sofa í. Stína bjó til tvö fleti úr
lyngi í einu horninu og fóru þau
svo að sofa.
Um nóttina vaknaði Siggi við
ógurlegan hávaða og vakti Stínu.
Þau litu út og sáu margar skrítnar
verur á sveimi í kringum mjög
einkennilegan hlut. Þegar verurnar
Fía í frumskógmum
eftir Ásrúnu Ingvarsdóttur 11 ára.
í Afríku heyrðist eitt sinn svo
hátt barnsöskur að sjálft ljónið varð
hrætt og fílarnir urðu svo skelfdir
að óttinn varð meiri en þegar þeir
sjá mús.
En komum okkur beint að
efninu: Nú var Fía litla Fúsadóttir
fædd og háu barnsöskrin voru frá
henni. Faðir hennar var höfðingi í
Zizzibúlaættflokknum. Móðir
hennar var góð kona og annaðist
vel um litla öskurbarnið sitt.
Arin liðu og Fía var búin að læra
stríðsdansinn ógurlega,
regndansinn og auðvitað að ganga,
hlaupa og tala. Hún gat einnig
sveiflað sér í trjánum eins og api,
öskrað hærra en ljón og synt eins
og selur.
Nú var nótt, dimm nótt. Um
nóttina var stolið verndargrip
Zizzibúlaættflokksins. Fía vaknaði,
fór á fætur og læddist að kofanum
er verndargripurinn og þjófurinn
voru í. Hún læddist að honum og
fór í ljónsbúninginn sem hún hafði
fengið frá galdramanninum Ziz.
Hún laumast nú alveg að honum
og öskrar svo hátt að þjófurinn
tekur til fótanna og hún á eftir.
Það vildi svo heppilega til að
tennurnar á ljónsbúningum voru
ósviknar ljónstennur. Hún beit
þjófinn í rassinn og æpti og vakti
allan Zizzibúlaættflokkinn.
Þegar Fúsi, pabbi hennar,
vaknaði og sá Fíu elta mann sem
annað slagið rak upp öskur sendi
hann stríðsmennina af stað til
hjálpar henni. Klukkutíma síðar
var þjófurinn bundinn við staur og
Fía stóð við staurinn og allur
Zizzibúlaættflokkurinn í kringum
þau.
Hún sagði frá öllu sem hafði
sáu börnin trylltust þær og réðust a
þau. Þær fóru með þau inn í
skrítna hlutinn. Hluturinn þaut
upp í loftið í áttina til Mars.
Þegar þau voru búin að ferðast
lengi í þessum skrítna hlut komu
þau á Mars. Verurnar fóru með
krakkana inn í lítinn klefa og læstu
honum.
„Ég vildi að við gætum komist
hér út,“ sagði Siggi og horfði á
geimverurnar dansa skrítinn dans 1
kringum tvær geimverur, karl og
konu með kórónu.
„Hei!“ sagði Stína, „við látum
Dínó grafa fyrir okkur göng út og
sleppum þannig.“
Dínó fór nú að grafa og börnin
eltu hann. Á leiðinni fann Siggi
fallegan stein sem hann tók með
sér.
Þegar þau komu út laumuðust
þau að skrítna tækinu og fóru í þvl
til jarðar. Á jörðinni seldu þau
steininn, sem var demantur, og
skrítna tækið á 200 milljónir og
þóttu það merkir gripir.
gerst og var fanginn látinn vinna
sem þræll í mánuð. Að því loknu
var honum sleppt og tók hann þa
til fótanna frelsinu feginn.
Fía var verðlaunuð með unguru
fola fyrir afrek sitt. Hún nefndi
hestinn Öskur og eftir afrekið með
þjófinn var hún kölluð Fía
ljónstönn.
26 ÆSKAN