Æskan - 01.07.1989, Síða 28
eftir Ragnar Tómasson
lögfræðing
og hestamann...
Ein vinsælasta tómstundaiðja
ungs fóks um þessar mundir er
hestamennska. Það er ekki ýkja
langt síðan íslenski reiðhestur-
inn var á hröðu undanhaldi fyrir
bílnum og vinnuhesturinn varð
að víkja fyrir dráttarvélinni.
Smám saman fór unga fólkið
að fá áhuga á að prófa hesta-
mennsku með þeim fáu full-
orðnu sem enn þá notuðu hest-
inn til útreiða. Nú er svo komið
að íslenski hesturinn er ekki að-
eins orðinn eftirlæti Islendinga
heldur er hann orðinn einhver
besti fulltrúi íslensku þjóðarinn-
ar í öðrum löndum.
Einn af höfuðkostum hesta-
mennskunnar er fjölbreytni
hennar og hvernig einn getur
stundað hestamennsku sér til
yndis og ánægju á allt annan
hátt en annar. Við skulum að-
eins velta því fyrir okkur hve
hestamennska er stunduð á
margvíslegan hátt.
Ræktun
Forsenda allrar hesta-
mennsku er að til eru hestar
sem hafa þá eiginleika að geta
með tamningu orðið að góðum
og skemmtilegum reiðhestum.
Fjölmargir stunda ræktun á
reiðhestum, leggja sig fram um
að eignast góðar hryssur sem
búa yfir þeim eiginleikum sem
þeim finnst vera eftirsóknar-
verðir. Þó að mörgu megi fá
áorkað með tamningu þá eru
meðfæddir eiginleikar hestsins
það sem mestu ræður um
hvernig úr þeim vinnst. Sumir
hestar eru skapgóðir, auðsveipir
og vingjarnlegir, aðrir frekir,
kargir eða slægir og hrekkjóttir.
Litir eru fjölbreyttir. Þeir eru
stórir eða litlir, viljugir og latir,
fjölhæfir í gangi eða einhæfir.
Ræktunarmaðurinn temur
hryssur sínar og kynnist þannig
eiginleikum þeirra. Síðan kem-
ur hann þeim til þeirra stóð-
hesta sem hann telur að hæfi
þeim best með tilliti til þess sem
hann stefnir að í ræktun sinni.
Það er aðallega fólk í sveitum
sem getur stundað ræktun
hrossa því að auðvitað þarf að
hafa góða haga fyrir hrossin og
mikið rými.
leyfinu í óbyggðaferð á hestum.
Þannig kynnist það landinu bet-
ur en með nokkrum öðrum
hætti og það kynnist líka hest-
unum sínum betur og öðru vísi
en í venjulegum útreiðartúrum
innan bæjar. Hestarnir verða
keppni við um miðja öldina.
Síðustu 10-15 árin hafa svokall-
aðar hestaíþróttir rutt sér til
rúms bæði á íslandi og meðal
þeirra erlendu þjóða sem hvað
mest dálæti hafa á íslenska hest-
inum. Annað hvert ár eru hald-
Utreiðar
Trúlega er sá hópur hesta-
manna stærstur sem stundar út-
reiðar sér til ánægju. Það er
hressandi að vera úti á hestbaki.
Það er spennandi að komast að
raun um hvernig á að fá hestinn
til þess að gera nákvæmlega það
sem maður vill að hann geri.
Hesturinn er geysilega mæmur
fyrir öllum bendingum knapans
og er svo hlýðinn í eðli sínu og
námfús að góður knapi lærir
smám saman hvernig hann get-
ur fengið hestinn til þess að gera
sitt besta. I útreiðartúrum
kynnist fólk mörgu fólki og
auðvitað er maður alltaf manns
gaman.
Ferðalög
Æ fleira fólk hlakkar til þess
allan veturinn að fara í sumar-
alltaf betri og betri með hverj-
um deginum sem líður. Fegurð
íslenskrar náttúru er stórbrotin
og ólík öllu því sem fólk þekkir
annars staðar frá.
Hestaíþróttir
Þá fjölgar ört því unga fólki
og reyndar fólki á öllum aldri
sem leggur stund á ýmsar grein-
ar hestaíþrótta.
I fornöld voru háð hér á landi
svokölluð hestaöt. Það var
grimmur leikur og harður og
fólst í því að tveimur stóðhest-
um var att saman en auðvelt er
að æsa stóðhesta til átaka. Þeim
harða leik lauk oft ekki á annan
veg en þann að sá minni máttar
mátti gjalda með lífi sínu.
í byrjun þessarar aldar voru
það aðallega kappreiðar sem
menn sóttu spennu í. Síðan
bættist svokölluð gæðinga-
in Evrópumót í hestaíþróttum
þar sem eigendur íslenskra
hesta frá mörgum löndum leiða
saman hesta sína í orðsins
fyllstu merkingu.
Þá má geta þess að margn'
hafa ómælda ánægju af þvl a
stússa við hesta, jafnvel þó a
þeir fari aldrei á bak. Þeir ge*a
þeim og snyrta, moka út ue
hesthúsinu og hafa mikið ynUl
af því einu að snúast í kringurn
þá.
Sameiginlegt öllu þessu fól^1
er mikið dálæti á hestinum. I,a
getur talað um hesta og hesta
mennsku tímunum saman °S
þrýtur aldrei umræðuefni. Fyrir
þá sem ekki hafa fengið hesta
delluna geta hestamenn ÞV1
sennilega verið afskaplega
þreytandi. . .!
28ÆSKAH