Æskan - 01.07.1989, Blaðsíða 35
°g svo lafhræddir að þeir höfðu ekki
mátt til að taka til fótanna. Andartak
leið án þess að drengirnir hreyfðu legg
eða lið en allt í einu þrumaði há karl-
mannsrödd:
»Látið þið litlu telpuna mína vera.“
Lað varð þögn, aðeins dauft hljóð frá
b.íl í fjarska. Hár karlmaður kom fram á
sjónarsviðið. Hann horfði ákveðinn á
strákana sem stóðu eins og steinar úr
bðrum heimi og góndu á manninn en
vissu ekki hvort þeir ættu að hræðast
bann. Mér fannst sem hugur minn
var að brjótast í gegnum stórt skýja-
þykkni. Sterkir geislar hennar vöfðu sig
um mig og yljuðu mér. Eða voru það
ekki þeir heldur ef til vill einhver orð
með djúpa merkingu?
Eg gekk í leiðslu heim. Þegar ég kom
að pollinum og sá bleiku slaufurnar,
sem enn voru að reyna að komast upp á
bakkann, nam ég staðar og horfði á
þær. Einhverra hluta vegna gekk ég
ekki fram hjá þeim heldur tók þær upp
og lagði þær á grátt malbikið, hlið við
hlið.
b®mi þjótandi aftur og tæki sér bólfestu
1 höfði mínu. Ég stóð gapandi og eld-
rauð eins og nýtísku stytta. Ég vissi
''arla hvort ég átti að hlæja eða gráta.
:.lver var þessi maður sem kallaði mig
stúlkuna sína?
»Snáfið í burt, strákakríli, og látið
tebuna mína vera,“ sagði maðurinn aft-
Eftir örskamma stund var allt orðið
bótt aftur á vellinum og strákarnir á
bak og burt.
Maðurinn beygði sig niður að mér og
e8 horfði í augu hans stór og græn,
SLnsandi eins og stjörnur á svörtum
bimni.
»Það væri dásamlegt,“ hugsaði ég,
:,ef eg gæti alltaf horft í þessi augu og
atið þau dáleiða mig.“
Skyndilega breyttist svipur mannsins
°g bar vott um vonleysi. Án þess að
aegja orð sneri hann sér við og gekk
h$gt á brott.
Eg stóð ein eftir, opinmynnt, augun
~aft leitandi. Lengi á eftir sá ég græn
ailgu hans fyrir mér og heyrði rödd
ans hljóma í eyrum mér:
»Látið þið litlu stúlkuna mína vera.“
Eg litaðist um og tók eftir því að sólin
Ég hrökk upp af hugsunum mínum
við að mamma skellti aftur útidyrahurð-
inni. Hún gekk hratt inn ganginn og
leit sem snöggvast inn í stofuna, horfði
mæðulega á mig og henti til mín dag-
blaði.
Ég starði á blaðið. Stórar fyrirsagnir
teygðu sig í allar áttir en virtust aðeins
vera svartar blekklessur í fjarlægð.
Allt í einu kallaði mamma rámri
röddu:
„Súla, komdu inn í eldhús andar-
tak.“
Orð hennar dóu einkennilega út og
urðu að hálfgerðu hvísli. Ég reis á fætur
og gekk þungum skrefum inn í eldhús.
Mamma sat á stól og hallaði sér að
veggnum. Á borðinu var fölgrænt um-
slag og blað með ókunnuglegri skrift.
Mamma horfði á mig flöktandi augna-
ráði. Hún var föl og virtist óttaslegin.
Ég bjóst við öllu illu, jafnvel að ég yrði
send í burtu. Mér var raunar sama. Ég
gæti aldrei orðið ánægð í lífinu. Ég var
ljót og heimsk og þreytt á að lifa. Eng-
um þótti vænt um mig og mér þótti
ekki vænt um neinn.
Birtu lagði inn um lítinn glugga í
loftinu. Á borðinu var umslagið, blaða-
bunki og hnífasamstæða í furustæði.
Það glampaði einkum á einn hnífinn,
stóran og breiðan. Væri ekki best að
taka hann og binda enda á þetta leiðin-
lega líf? Ég stakk fingri ósjálfrátt upp í
mig og nagaði nöglina taugaóstyrk. Ég
horfði ýmist á mömmu, bréfið á borð-
inu eða hnífana. Það var þögn langa
stund. Loks sagði mamma hálfklökk:
„Súla mín! Ég hef aldrei sýnt þér
mikla umhyggju og okkur hefur aldrei
komið vel saman. Þú áttir föður í
Bandaríkjunum. Hann ætlaði alltaf að
koma hingað til þín en ekkert varð úr
því. Eitt sinn kom hann hingað til ís-
lands en hitti þig víst aldrei. Ég held að
hann hafi séð þig í skólanum en þar
beið hann stundum eftir þér. En nú er
hann dáinn. Ég var að fá bréf frá móður
hans. Hún vill endilega fá þig til sín.“
Ég starði fram fyrir mig. Sama til-
finning og fyrir sjö árum gagntók mig.
Mér fannst höfuðið vera að springa og
sá allt í móðu. Rödd mömmu hljómaði
um allt, veggirnir hringsnerust og allt
varð fjólublátt. Ég grét ekki en leit á
hnífinn, lokaði síðan augunum og hvísl-
aði:
„Nei, ég ætla að berjast fyrir pabba.“
Röddin hljómaði fyrir eyrum mér:
„Látið litlu telpuna mína vera.“
Grænu augun birtust mér. Ég féll
fram fram á borðið.
Viku síðar sveif stór þota upp í him-
ininn og hvarf inn í skýin. í henni var
ung stúlka reiðubúin að takast á við öll
vandamál þó að hún væri með lummu-
læri.
(Sagan hlaut aukaverðlaun í samkeppni Æskunn-
ar og Barnaútvarpsins 1988)
ÆSKAJST 35