Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.06.1990, Qupperneq 16

Æskan - 01.06.1990, Qupperneq 16
„Hann spurði hvort við könnuðumst við að hafa pantað allt þetta kjöt... líka svo óhollt ...!“ - Kunniröu vel viö þig í Þýska- landi? „Já, ég kunni afar vel við mig í Pýskalandi. Eg og fjöiskylda mín vorum nokkurs konar miðstöð á svæðinu í kringum Köln og oft pöntuðum við Is- lendingarnir kjöt og fisk frá íslandi og var það þá sent heim til okkar hjón- anna. Einu sinni var komið með rúm- lega áttatíu skrokka af lambakjöti og bíistjórinn átti að koma með kjötið heim til mín klukkan tvö. Hann kom ekki fyrr en nærri fjórum tímum seinna. Pá spurði hann hvort við könnuðumst við að hafa pantað allt þetta kjöt. Pegar við svöruðum játandi sagðist hann ekki hafa trúað að sendingin ætti að fara í heimahús og hann hafði ekið um hverf- ið í fjóra tíma í leit að vörumarkaði! En svona höfðum við þetta. Síðan höfðum við ákveðið að hinir íslendingarnir, kannski 30-40 manns, kæmi á ákveðn- um tíma næsta dag heim til okkar og sæktu sitt kjöt. Pað sama gilti um fisk- inn. Við pöntuðum hann líka að heim- an.“ Fyrst vildi ég bara íslenskan mat - Söknuöuö þiö þá mest lamba- kjötsins og fisksins? „Já, ég saknaði þess allan tímann. Ég vandist þó fljótt á að borða aðrar mat- vörur. Fyrst þegar ég kom til Þýska- lands hafði ég með mér íslenskt smjör og annan íslenskan mat. Pá vildi ég bara hafa allt íslenskt! Maður verður miklu meiri Islendingur í sér þegar maður dvelst í útlöndum. Þá finnst manni Island svo fallegt. Meira að segja í úrhellisrigningu!" - Hver er eftirlætisknattspyrnumaö- ur þinn? „Ætli það sé ekki Búbbi bróðir." - En eftirlætis liöiö? „Ég er ægilega mikill Valsmaður í mér en nú er ég búinn að skipta yfir og kominn í K.R. svo að nú er K.R. eftir- lætislið mitt - ásamt Val!“ - Var ekki erfitt aö komast í hóp at- vinnuknattspyrnumanna? „Pað geta allir orðið atvinnumenn sem vilja það. Pað er eins með það og yfirleitt allt annað sem maður gerir að maður getur það sem maður er ákveð- inn í að gera. Pá er bara að hafa karakt- erinn (persónuleikann) í lagi. Pað er erfiðast. 70% af árangrinum er maður sjálfur - hvað sem aðrir segja - og 30% eru hæfileikarnir." - Á móti hvaöa leikmanni hefur þér þótt erfiöast aö leika? „Þeir eru nú margir erfiðir og sparka í mann allan leikinn. Svo eru aðrir sem plata mann upp úr skónum ... En það er mjög gaman að leika á móti sumum því að þeir gera þetta aldrei. Pað er því enginn sérstakur sem mér finnst erfið- ast að leika á móti.“ - Hver eru aöaláhugamál þín fyrir utan knattspyrnuna? „Pað er aðallega að þróa fjölskyldu- tengslin og vera með konunni minni, Steinunni Guðnadóttur, og börnunum, Agli, sem er átta ára, og Sif fimm ára. Ég hef verið á ferðalagi síðustu tíu arl og nú er bara að hafa tíma fyrir k°nu' börn, vini og kunningja." Alls 64 landsleikir og yfir 100 mörk - Er erfitt að vera atvinnum^ur 1 knattspyrnu? „Já. Pað er allt erfitt. Ef maður getu^ staðið upp og hlaupið tíu kílómetr^ þegar þjálfarinn segir manni að hla V tiu kílómetra og hlaupið tuttugu ki 0^ metra þegar hann segir manni að 9 það - þá er þetta ekki mjög erfitt' En ekkert er erfitt ef maður ætlar ser gera hlutina.“ , - Hvaö hefuröu leikiö marga land ' leiki meö íslenska landsliöinu? t „ „Ég hef leikið 61 landsleik með þvl- ^ - En hvaö hefuröu leikið rnar^ landsleiki samtals, einnig meö u lingalandsliöinu? „Samtals eru það 64 landsleikir. - Hvaö hefurðu skoraö mörg 070 sem atvinnumaöur? .. \ „Ég skoraði 60 mörk í Pýskalan n1—y otxuiuui iuui i\ i r j ofli deildakeppni, fimm mörk í deildakepF í Tyrklandi. Hér á íslandi hef ég s^°r ^ um 40 mörk svo að þetta fer vel Y 100mörk.“ - Hvenær lékstu fyrsta lands e þinn? ^ „Það var árið 1977 þegar við kepp „ á móti Færeyingum. Við unnum - Hvernig er Tyrkland? „Tyrkland er allt öðruvísi en m halda. Petta er mjög fallegt land oQ |É| 6-1- arðir íka m|H ,fo hálfu er mikil gestrisni. Par er iir° - ^ stéttaskipting, mjög ríkt fólk og svo sem á ekki peninga fyrir öðru en franskbrauði á dag til að lifa á.“ - Geturðu gefið krökkum, 5 stunda íþróttir, einhver ráö? , |jfj „Já, það þarf að stunda íþróttir a og sál. Peir sem vilja stunda íþróttk^ verða að vera reglusamir og 1X13 verður alltaf að trúa á sjálfan sig- . -j - Komu íslendingar oft aö boH þá leiki sem þú lékst í Þýskalan°l' u „Já, ef íslendingar voru í nágrerirl^0 komu þeir öðru hverju á leikina °ð komu vinir og kunningjar." Margar hættur á götun111 Æfa börnin þín knattspyrnu? ^ „Já, Egill æfði ytra og þar ser^aph erum að flytja í Hafnarfjörðinn er ^lt byrjaður að æfa með FH. Fyrst 16 Æskan

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.