Æskan

Årgang

Æskan - 01.06.1990, Side 38

Æskan - 01.06.1990, Side 38
Frá lcscndum Björn Ingvarsson 13 ára. Litli blóm- álfurinn eftir Elínu Dögg Guðmundsdóttur 10 ára Einu sinni var lítill strákur af hinni miklu Allt ætt. Hann hét Magnús Ver. Þegar hann var sjö ára fór hann að æfa knattspyrnu en hann var svo lélegur að hann komst aldrei í liðið. Þá ákvað hann að æfa sig í stöðu markmanns. Eftir tvö ár var hann orðinn svo góður að hann komst í meistaraflokk eins og skot. Tveimur vikum síðar lék lið hans, Afturelding, vináttuleik gegn Liverpool. Afturelding hefði áreiðanlega tapað ef Magnús Ver hefði ekki ver- ið með því að hann varði hvert skotið af öðru. Magnúsi fannst ákaflega gaman að æfa knattspyrnu því að hann varð svo hraustur og sterkur af því. Ári síðar sáu leikmenn í liði A. C. Milan Magga vera að skutla sér og þeir urðu alveg steinhissa. „Vá! Að tíu ára drengur skuli geta allt þetta,“ sagði einn. „Já, en heppilegt að við skyldum rekast á þennan einmitt þegar markvörðurinn okkar er að hætta sökum elli,“ sagði annar. Og þeir buðu honum gull og græna skóga og enn þá meira gull. Maggi sagði bara „allt í lagi“ og daginn eftir lögðu þeir af stað til Italíu. Jæja, nú er stóra stundin runnin upp. A. C. Milan er að keppa við Napólí í úrslitaleiknum. Maggi hefur varið af snilld nokkur skot frá Maradonna og átt frábærlega góðar sendingar til Vans Bastens. Það er aðeins ein mínúta eftir. Maggi á að spyrna frá marki. Hann spyrnir svo óskaplega fast að knötturinn lendir í þremur mönnum, brýtur þann fyrsta, brákar annan og lendir í maganum á mark- manninum sem hendist inn í markið og nær ekki andanum lengi á eftir! Maggi var hetja leiksins og þjálfarinn sagði bara: „Hann Magnús minn er góður strákur því að Magnús ver allt!“ Einu sinni var stelpa sem Erna. Hún lék sér oft úti í nióa og skoðaði blómin um leiÖ- Hún bjó sér til hús í móanurh þar sem hún gat borðað nest' ið sitt. Einn dag þegar Erna var að skoða blómin sá hún að eitt blómið sveiflaðist til og frá. Hvað getur þetta verið? Erna færði sig nær blóminu til að sjá þetta betur en Þa hætti það að sveiflast. Hún le' á blómið aftur og skoðaði þae vel. Hún leit inn í blómið þar var þá lítill blómálfur. „Blómálfur!" hrópaði Erna upp yfir sig. Hún náði álfinum úr blómiu^ og hljóp með hann heim t> sín. Þegar hún kom heim sett' hún álfinn í fallegasta blómi sem mamma hennar átti. Si an skírði hún hann Blóma- Erna átti Blóma í mörg ár bjó hann í sama blóminu Þa til hann dó. 42 Æskan

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.