Æskan

Volume

Æskan - 01.06.1990, Page 46

Æskan - 01.06.1990, Page 46
Vetur, sumar, vor og haust eru börn og unglingar um allt land að æfa og leika sér í ótal íþróttagrein- um. Það er holl, þroskandi og skemmtileg tómstundaiðja. í þessum þætti - Unglingar í íþróttum - hyggjumst við kynna krakka sem eru á „lesenda-aldri“ Æskunnar og stunda íþróttir. Sumarið er tími frjálsíþróttanna. Pó að líka sé keppt í þeim á öðrum árstím- um, einkum innanhúss, er auðvitað mest að gerast á sumarmánuðum. Pess vegna tökum við nú tali unglinga sem náð hafa góðum árangri í spjót- kasti og hástökki, Vigdísi Quðjónsdóttur og Róbert Jensson. Þau eru bæði í Hér- aðssambandinu Skarphéðni (HSK) en innan vébanda þess eru ungmennafélög í Árnes- og Rangárvallasýslu. HSK hef- ur oftast unnið í stigakeppni Landsmóts ungmennafélaganna, 12 sinnum. Sigur- gangan á landsmótum hófst 1949 og hefur verið óslitin síðan að undanskildu mótinu á Akranesi 1975, þá vann Clng- mennasamband Kjalarnesþings eftir harða keppni. (Petta er ritað í lok júní - framundan er 20. landsmótið ...) Langar að reyna við tugþraut Róbert Jensson er 15 ára, f. 25. 5. 1975. Hann á heima að Laugarási í Biskupstungum í Árnessýslu. Eg ræddi við hann í síma 24. júní en þá var hann nýkominn af íþróttahátíð Skarphéðins. (Héraðsmóti sambandsins) Hann stökk þar 1.83 m í hástökki, sigraði í sínum aldursflokki (15-16 ára) og setti per- sónulegt met. Eftir að ég hafði óskað Róbert til hamingju með árangurinn spurði ég hann hvenær hann hefði byrjað að æfa íþróttir og hvaða greinar hann hafi stundað... „Ég byrjaði 1984, þegar ég var níu ára. Ég hef verið með í flestum greinum frjálsíþrótta en nú keppi ég einkum í stökkum og spretthlaupum. Ég hef iíka verið dálítið í knattspyrnu, sundi og körfubolta." - Gætir þú hugsaö þér aí> keppa í tug- þraut? (í tugþraut er keppt í tíu greinum, hlaupa-, stökk- og kastgreinum, og ár- angurinn metinn i stigum) „Já, mig langar raunar að reyna mig í tugþraut. Mér finnst gaman að öllum greinum." - Þú hefur tekiö þátt í mörgum íslands- mótum í þínum aldursflokki. Hoernig hef- ur þér gengiö? „Ég hef keppt í þeim síðan ég var tíu ára. Ég varð Islandsmeistari í hástökki í vetur, stökk 1.80 m. Pegar ég var 12 ára vann ég í 60 m hlaupi, langstökki og kúluvarpi - og aftur í langstökki 14 ára. Ég hef nokkrum sinnum hafnað í 2. og 3. sæti.“ - Ertu fæddur og uppalinn í Laugarási? (Laugarás er lítill byggöakjarni í Biskups- tungum) „Nei, ég er fæddur í Reykjavík en fluttist til Danmerkur þegar ég var þriggja ára. Hingað kom ég sjö ára.“ - Áttu systkini? „Ég á tvo bræður, tíu og fjögurra ára, og nítjan ára hálfsystur. - Já, sá sem er tíu ára er farinn að sprikla dálít' íþróttum." - Er skóli í Laugarási? „Nei, þetta er lítill staður og hér e ^ fáir krakkar. Ég er sá eini í mínuh1 ^ gangi, tveir strákar hér eru ári elón^ ég en nokkrir krakkar ári yngri- erum í skóla í Reykholti. Pangað eru ^ km. Við förum daglega með skólah' milli.“ - Hoaö starfar þú á sumrin? , „Ég vinn í gróðurhúsi og hef gert anfarin sumur. Par er ræktuð blómate und sem nefnist Krúsi. Við erun íþróttaiM' byrja að rækta jólastjörnur." - Áttu önnur áhugamál en íj „Ég hef gaman af að dansa og hluS á tónlist. Ég var farinn að laera ^ þegar ég var í Danmörku og hef ver ^ námskeiðum í skólanum. - Ég hlus ^ margs konar tónlist. Ég hef dá g Bítlunum og Elvis Presley en þyh'r ef gaman að ýmsu þungarokki, þó ek # aðeins er leikið á gítara og trommUr- . - Hefuröu ákoeöiö í hoaöa nám þú að loknum grunnskóla? , á „Nei, ekki til fulls, en mér litist ve að læra rafvirkjun." , - Og tekur stefnu á too metra 1 stökki...? . ta „Pað má reyna. Ég held að m'n kosti áfram að æfa og keppa.“ Er að temja Skúr ár3' Vigdís Guðjónsdóttir er fimmtan - ^ fædd 27. júní 1975. Hún á heim^ Húsatóftum á Skeiðum í Árnessý Vigdís hefur náð góðum árangri í ^ kasti. Lengst hefur hún kastað 39-

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.