Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1925, Blaðsíða 12

Æskan - 15.12.1925, Blaðsíða 12
104 Æ S K A N um á jakkagarmi sínum og sat þarna allur í kút með húfuna á höfðinu. Með annari hendi hagræddi hann Þorsteini; hin var á kafi í buxnavasanum. Þarna sat hann, grafkyr og hljóður sem skuggi, og svona hafði hann setið tímunum saman. — Hríðina herti. Það var eins og blýfarg legðist á bæinn, og jafnvel á Ijósinu sáusl þess merki, svo að enn meir dimdi; en drengurinn á rúminu gaf því engan gaum. Hann horfði dap- urlega og líkast sem í leiðslu á föður sinn, því að þetta var hann Nonni litli. Nonni litli kiptist við; Klukkan á þil- inu fór að urra, loks sló hún eitt þung- lamalegt högg og aftur eitt. Ósköp var nóttin lengi að líða — og þetta — sjálf jólanóttin! Gömlum minningum tók nú að skjóta upp í huga drengsins, en máðust jafn- harðan út. Þar var þó ein, sem skygði á allar hinar. Nonni litli starði úl í bláinn og aug- un fyltust af tárum. Tvö þeirra drupu ofurbægt niður á treyjubarminn hans. — Og nú hann pabbi! Gat það verið að Guð tæki hann líka? — Lága hvískrið, sem hækkaði og breyttist i óskiljanlegt kvak, hafði ekki megnað að vekja á sér athygli drengs- ins. En nú reis Porsteinn snögglega upp við dogg. Hann starði út í rjáfrið með votu gljáandi augunum og breiddi út faðminn: »Anna mín, loksins ertu komin!« Nonni litli hélt í sér andanum og leit við í sömu átt, en þar var ekkert að sjá — ekkert nema sótugar sperrurnar. Pá skildist honum til fulls, hve veikur pabbi hans var. Hann lagði kalda höndina á enni hans og reyndi að róa hann, en það bar engan árangur. Dauðvona maðurinn hélt áfram ó- ráðshjali sínu. Þá kafnaði lágt andvarp í veður- gnýnum. Aftur var Kári einn um harma- söng sinn. — Þangað til sár stuna barst um bæinn, svo óhemju sár, aö hvert steinhjarta hefði komist við — þá var sem allar raddir náttúrunnar hyrfu í svip, því að örvæntingin hafði gagntekið drenginn litla. Með hvellu gjallandi hljóði kastaði hann sér fram á beð föður sins, þung og hálfbæld grátsogin liðu í aigjöru samræmi inn í tryllingslegar vindhviöurnar. Skömmu síðar var hann steinsofnaður. En kringum kofann rauk drifhvít mjöllin, og vindurinn réðist á burstina, svo grimdarlega, að hvein í. Svo tók hann að væla ömurlega og lognaðist loks út af — þar til næsta hryna hófst. Nonni þóltist staddur á hólnum fyrir ofan bæinn. Veðrið var himneskt, og varpaði máninn bláleitri slikju yfir glitr- andi fannabreiðurnar. En hátt uppi á skafheiðríkum himninum tindruðu ótal stjörnur og alla vega litar. Nonni leit heim að bænum sínum, þar skein skæil Ijós í glugganum og kom krossmynd á snjóinn fyrir utan. í*á leit hann niður í dalverpið, og þar var líka alt uppljómað. En enginn skarkali rauf kyrðina, enginn 'hlátur, ekkert hljóð. Slík helgi virtist hvila yfir þessari undurfögru nótt, að ekkert vildi hana rjúfa. Þá skildi Nonni litli, að þetta var jólanóltin, og hann draup höfði í lotn- ingu. En hvað var þetta? t'arna opnuðust kofadyrnar, og engill kom út. Og eng- illinn leiddi pabba hans. Nonni litli varð hálf- skelkaður. Hver vissi nú nema þetta væri engill dauðans. — Nei, það gat nú annars ekki verið dauðinn — svona í hvítum fötum! Og Nonni litli laumaðist til pabba síns og stakk hend- inni i lófa hans. Þá tók engillinn upp hljóðpípu úr gulli og bar að vörum sér: Draumþýðar hljóðöldur bylgjuðust um ljósvakann. Aldrei — hvorki fyr né síðar — hafa mannleg eyru notið slfks unaðar.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.