Æskan - 15.12.1925, Blaðsíða 8
100
Æ S K A N
kytrunni, en nýi bóndinn bygði sér bæ
við hliðina. Hún var ern og vann fyrir
sér að mestu leyti og margir urðu til
þess að greiða fyrir benni, því hún var
vel kynt. Stína og Siggi voru í miklu
dálæti hjá henni, enda var hún mjög
barngóð.
í*au voru ekki lengi á leiðinni heim
En hvað gat hann verið að éta þarna?
Pað var þeim fullkomin ráðgáta. Loks-
ins teygði Siggi litli sig ofurhægt að
eyranu á systur sinni og hvíslar:
»Hann skyldi þó aldrei vera að éta
hana Gunnu gömlu?«
Eftir þetta skulfu þau hreint og beint
af hræðslu. Stína gat engu svarað, en
til hennar, því það var ekki steinsnar
á milli bæjanna. Þau flýttu sér inn
göngin og ætluðu rakleitt inn i eldhús,
því þar bjuggust þau við að hitta Gunnu,
en þegar þau voru rétt komin að eld-
húsdyrunum, brá þeim heldur en ekki
í brún, því þau sjá þá kolsvartan kött
slanda þar í kryppunni við vegginn og
vera að háma eitthvað í sig. Ekki var
hann á stærð við venjulegan kött, heldur
á að gizka eins og kálfur. þau þóttust
nú vita með vissu, að þetta væri jóla-
kötturinn og þorðu ekki að hreyfa sig
úr sporunum og varla draga andann.
fanst með sjálfri sér að jólakötturinn
væri óþarflega matbráður, að geta ekki
beðið lengur en þetta. Hún var þess þó
fullviss, að mamma sín mundi gefa
Gunnu eitthvað þetta jólakveld eins og
vant var, til þess að jólakötturinn tæki
hana ekki.
Til allrar hamingju fyrir þau fór
Gunna að raula jólavers inni í eldhús-
inu; þá biðu þau ekki boðanna, heldur
ruddust inn til hennar og kölluðu hvort
í kapp við annað: »Góða Gunna, hjálp-
aðu okkur, jólakötturinn hefir náð í
einhvern og ætlar lika að taka okkur!«