Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1925, Blaðsíða 25

Æskan - 15.12.1925, Blaðsíða 25
Æ S K A N 117 sagði annar. »En hann ívarl Hann var nú glettilega góður«. »Góður var hann, en Magnús var óskeikulli á fluginu«. »t*að er ekki alt undir þvi komið«, sagði einhver. Öllum kom saman um það, að annar- hvor þeirra Magnúsar eða ívars hlylu að fá fyrstu verðlaun. Sjáum nú hvað setur. Magnús og ívar fylgdust heim að skólanum. Peir komu á síðustu stundu, svo að lítill tími var til að masa við þá. En er þeir höfðu nálgast skólann, leit Magnús til ívars og sagði: »Ég þakka þér innilega fyrir skíðalánið«. Hann var hress í huga og blóðrjóður í framan. ívar nam staðar. »Pér gekk ágætlega. Eg er viss um að þú færð fyrstu verðlaun«. »Nei, nei, þú slóðst þig líka vel. Og ég gæti bezt trúað, að þú fengir fyrstu verðlaun«. »En heyrðu, Magnús, þú barst þig svo dæmalaust vel á fluginu«. Magnús dró djúpt andann og var hýr á svipinn. »En svo er þetta nú síð- asta flugið mitt, því að nú er ég skíða- laus«. »Pú skalt fá alla peningana fyrir rjúpurnar, sem við fáum í snörurnar. Og það verður dálitið upp í skíði«. wPað kemur nú ekki til nokkurra mála, þú verður að hafa það sem þér ber«. »En heldurðu, að það sé nokkurt vit, að þú sért skíðalaus, annar eins skíða- maður«. Rétt í þessu kallaði kennarinn á börnin inn í skólahúsið, svo að ekki var lengur næði til að tala saman. Skólasalurinn var allur ljósum prýdd- ur og fagurlega skreyttur. Fánanum var sveipað um kennaraborðið. Kertaljós log- uðu i fallegum ljósastjökum. Grænum greinum var fest á veggina, kringum allar myndir. Pað var hátíðlegt þetta kveld. Skólanefnd var viðstödd, og margir for- eldrar voru mættir. Athöfnin byrjaði. Allir sungu. Börn- unum fanst þessi stund mjög hátíðleg og voru hrifin af gleði. Kennarinn gekk upp í ræðustóliun og lalaði nokkur orð til barnanna. Hrósaði hann þeim fyrir kapp þeirra og ástund- un. Kvað hann marga drengina efni í íþr.óttamenn. »Pað er ánægjulegt að sjá börn svona hress, glöð og fjörug. Vona ég að þér haldið í horfi og hverfið ekki frá uppteknun hætti«, sagði kennarinn. »Það verður yður áreiðanlega að gagni og öðr- um gleðiefni. Pér verðið hraust kynslóð og harðger, siðferðisstyrk og sjálfstæð«. Nú átti að fara að afhenda verðlaunin. Börnin tyltu sér á tá, störðu á kennarann og biðu með óþreyju. »Magnús frá Bjargi hefir fengið fyrstu verölaun«, sagði kennarinn. Magnús leit upp, fyrst á kennarann og svo á Ivar. »Þú stóðst þig vel, Magnús minn. Þú rendir þér laglega, og á fluginu varstu eins og fugl. Komdu nú hingað og taktu á móti verðlaununum þínum«, sagði kennarinn brosandi. Magnús gekk inn til kennarans. »Hérna færðu nú ný skiði úr bezta viði og á- gæta stöng« Magnús beygði sig og þrýsli skíðunum upp að sér. Skíðin mín! Er þetta vaka eða draumur? Hann brosti og hneigði sig aftur. Síðan gekk hann beint fram til ívars. »Önnur verðlaun hlaut Ivar frá Ási«, sagði kennarinn. »Aldrei fór það svo, að þetta yrðl síð- asta skíðaförin mín«, hvíslaði Magnús að ívari rétt í því að hann vatt sér inn að kennaraborðinu, til að taka á móti fáðum beltisknífi í glitrandi skeiðum. Iiallgrimur Jónsson ritaði á íslenzku.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.