Kyndill - 01.03.1933, Side 8

Kyndill - 01.03.1933, Side 8
Kyndill Stjórnarskráin og íhaldið vanpóknun sinni og andúð á því, að slík fjarstæða sem þessi krafa Jóns skyldi flutt á alþingi. Má gerla sjá tóninn í umræðunum og hug íhaldsins til þessa rétt- lætismáls á því, sem Jakob Möller — efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Rvík við nýafstaðnar kosn- ingar — sagði þá (Alþt.). Virtist hann (J. M.;) í fyrstu sanngjarnari en ýmsir aðrir íhaldsmenn, en hringlaði síðan fram og aftur, og urðu orð hans að lokum svart- asti bletturinn í umræðunum um þetta mál. Þessi orð Jakobs Möllers eru öyggjandi vottur um andspyrnuvilja hans og íhaldsins yfirleitt gegn þessu máli. En Alþýðuflokkurinn lét ekki sókn sína niður falla. Og barátta hans vakti eftirtekt um allt land og fann hljómgrunn í brjóstum æ fleiri og fleiri manna. Einkum fylkti æskulýðurinn sér fast um kröfurnar. Ungir jafnaðarmenn hófu samtök sín árið 1927. SIó þá felmtri á íhaldið, sem von var, því að það hafði sýnt æskunni og málefnum hennar alveg sérstaka vansæmd og fjandskap. Og felmtur þessi og hræðsla leiddi til þess, að aðalforsprakkar íhaldsins í Reykjavík gengust fyrir stofnun félaga ungra Sjálfstæðismanna, sem þeir nefndu svo. Uppistaðan í þeim félagsskap voru synir kveldúlfa og stórburgeisa Reykjavíkur og þeirra nótar. Puntuðu þeir upp á félögin með stefnuskrá fagurlega orðaðri, en saga þessara félaga geymir ekkert annað en danzleiki og aðrar slíkar dægradvalir iðjulausrar burg- eisaæsku. En í annan stað skerptu félög ungra jafnaðar- manna baráttuna fyrir 21 árs kosningaraldri og nú var almenningsálitið farið að reka á eftir. Þá loksins sneypt- 2

x

Kyndill

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kyndill
https://timarit.is/publication/386

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.