Kyndill - 01.03.1933, Side 19
Nazisminn og forráðamennirnir
Kymdiil
lokum algerlega bönnuð. Og á kosningadaginn var ekk-
ert leyft að minna á hvorki jafnaðarmannaflokkinn eða
kommúnistaflokkinn. Að eins maður með listanúmer
jafnaðarmanna fyrir kjörstöðum, en ekki einu sinni
dafn flokksins. Pað er opinberlega á vitund alls heims-
ins, að löngu áður en til kosninga kom var búið að
snúa kosningabaráttunni upp í vopnað stríð af hálfu
nazista gegn jafnaðarmönnum. 20. febr. gaf Göring
Prússnesku lögreglunni skipan, sem pýddi ekki annað
en að skjóta skyldi, í tíma og ótíma. Þar segir: Lög-
reglumenn, sem neyta skotvopnanna við skylduverk
sín, skulu njóta verndar míns háa embættis, hverjar
sem afleiðingarnar verða. Peir, sem hika við slíkt, mega
búast við að verða látnir sæta ábyrgð. Sérhver lögreglu-
niaður verður ávalt að muna, að undanfærsla^ í því að
Pota skotvopnin mun vega þyngra gegn honum heldur
en yfirsjón drýgð' í ;notkun þeirra.
Næsta dag endurtók Levetsow lögreglustjóri' í Berlín
svipuð ummæli. Og næstu dagana voru hin pólitísku
félög Hitlers, sem Brúning hafði bannað, löggilt af
Göring sem lögregluhjálparlið.
Síðan hófst ógnarstjórn. í Þýzkalandi, sem vafalaust
verður litið á sem hina ógeðfeldustu í Evrópu. Hún er
öafsakanleg með öllu og verður að eins skýrð út frá
skapgerð mannanna, sem stýrðu henni. Enginn þessara
^Panna hafði verið ofsóttur. Pvert á móti voru sumir
Þeirra sakamenn, sem fyrri stjórnir höfðu farið allt of
^tildilega með. Að því er snertir kommúnistahættuna,
sem hér var notuð fyrir afsökun, þá var það kerlinga-
13