Kyndill - 01.03.1933, Qupperneq 30
Kyndill
Nazisminn og forráðamennimir
í Margarine Union, stórfirma í Berlín, var reksturs-
ráðsfulltrúi tekinn á dögunum fyrir að hafa greitt fyrir
blaði, sem nazistar vilja ekki láta verkamenn lesa. Hann
var laminn þangað til hann var nær dauða en lífi, án
þess þó að játast undir villimenskuna. Þá skáru föður-
landsvinirnir hakakross út á enninu á honum, breiðan
og snotran, og rifu skinnið upp úr skurðinum. Hann
ber merki vort samt. Pað er um að gera að vinna sálir
verkamannanna, segir Reventlow greifi.
Prentari er tekinn á götu og laminn nálega í hel fyrir
að dreifa flugmiðum. Pegar hann ætlar að flýja, er
hann skotinn í bakið. Á sjúkrahúsinu þar sem hann
liggur fékk kona hans ekkert annað að vita en að
hann hefði orðið fyrir slysi!
í Elsner prentsmiðjunni voru tveir verkamannafulltrú-
ar teknir af áhlaupasveitarmönnum og færðir. í General
Papenstrasze. Par voru þeir lokaðir inni ásamt 30 stétt-
arbræðrum .Peir urðu að standa samkvæmt skipun
böðlanna og halda höndurn fram eins og í Hitlerkveðju.
Einu sinni á dag var farið með þá inn: í herbergi þar
sem sagi var stráð um allt gólf og afklæddir. Par voru
þeir hýddir með hundasvipum þangað til lagaði úr
þeim blóðið. Sumdr í yfirliði, aðrir blóðug, æpandi kös.
Einn verkamaður réði sér bana. í örvæntingu sinni með
því að æða á vegg svo hann hausbrotnaði. Annar fór
að þessari sálgæzlu lokinni á vitfirringahælið í Irrenau.
Vonandi ber hann gæfu til þess að verða þar það sem
eftir er æfinnar.
Dæmin hrúgast upp, viðurstyggð, meiðingar, grimd,
24