Kyndill - 01.03.1933, Page 32

Kyndill - 01.03.1933, Page 32
Kyndill Sig. B. Gröndal: Falskar ávfisanir Morð á samvizkunni, hugsaði Bernharð. — Nei, ó- mögulegt, sannfærði hann sjálfan sig. — Hungurmorðingi — hvíslaði hanns innri maður. Bernharð svitnaði af þessari tilhugsun. — Hungurmorðingi, endurtók sig í sál hans. Hann varð óstyrkur. — Fannst jörðin ætla að klofna undir fótum sér. Þetta var voðalegt ástand. — Morðingi. — Honum fannst fólkið stara á sig. — Menn gengu fram hjá, brostu, tóku ofan, — en honum sýndist eins og ásökun skína út úr hverju andliti. — Hann var á leiðinni niður í Landsbanka. — Dýrð sé þér — hugsaði Bernharð. — Hann var þá kominn. Sveittur og óstyrkur gekk hann inn, í hið veglega for- dyri bankans, ogj í þeim svifum urðu átta-skifti í höfð- inu á honum. — Hann var framtakssamur business-maður og þurfti að fá sér nýjan rekstrar-víxil. — 1 stiganum, sem liggur upp á loftið til bankastjóranna, staðnæmdist Bernharð. — Þá greip það hann aftur. — Morðingi. .26

x

Kyndill

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kyndill
https://timarit.is/publication/386

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.