Kyndill - 01.03.1933, Page 33

Kyndill - 01.03.1933, Page 33
Falskar ávísanir Kyndill Það hlaut að vera rétt, það gat ekki ásótt hann svona annars. — Honum virtist sem allur heimurinn vissi petta. — Hann snéri sér við! í stiganum og leit yfir hópinn. — Bankaritararnir. — Góðir reikningsmenn, nota aldrei samlagningarvélar. — Snyrtilegir menn, — Kaldir — gera allt af skyldu sína. — Telja peninga, færa bækur af einu borði á annað, — skrifa, reikna, — tala 'við viðskiptamennina, — leiðbeina þeim. — Taka á móti kaupinu sínu í nýjum seðlum við hver mánaðamót. — Sorglaus tilvera — hugsaði Bernharð. — Viðskiptamennirnir að norðanverðu við afgreiðslu- borðið. — Kulda-megin. — Það skín sjaldan sól inn um norðurgluggana á neðstu hæð bankans. — Brosandi andlit. — Róleg samvizka. — Maður að leggja nokkrar krónuíi í sparisjóðsbók. Það eru ekki arðrændar krónur. — Féhirðir kallar upp nafn, Sigmundur Sveinsson. — Maður skálmar að borðinu, telur fram peninga, — lítur í kring um sig, lítur í bókina, brosir, — hitnar ;um ^jartaræturnar, leggur bókina aftur, — stingur henni í vasann. — Það voru fimm núll fyrir aftan fremsta stafinn. — Aftur kallar féhirðir upp nafn. Kona gengur að af- greiðsluborðinu. — Tekur við peningum, brýtur þá og lætur í töskuna sína, leggur bókina aftur, gengur burt. Hún þarf að flýta sér og má ekki gleyma læknislyfjun- 1101 í íyfjabúðinni. — Féhirðirinn, — undarlegur maður. — Steingervingur. 27

x

Kyndill

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kyndill
https://timarit.is/publication/386

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.