Kyndill - 01.03.1933, Side 34
Kyndill
Falskar ávísanir
— Allt af jafn rólegur, honum liggur ekkert á. Pening-
unum verður eytt, sem hann lætur frá sér, og þeir, sem
hann tekur við, komast á sinn stað.
Nýir víxlar keyptir, peningar taldir, hlegið á meðan.
—■* Menn skálma frá borðinu með fullar hendur af
peningum. —
Féhirðir stimplar nóturnar og lætur hvert plagg á
sinn stað. Pá er allt gott. —
Afborgun af víxli, — lítil upphæð borguð af, — stór
upphæð borguð í vexti. — Laun bankastjóranna, — af-
borganir af erlendum lánum.
Víxlar eru afsagðir. Heilmikið málaþras, engin mis-
kunn. — Maðurinn ekki meira en svo vel kynntur. —-
Takið hann frá afsögn' í nokkra daga, segir hann. Nei. —
Bankaritararnir ákveðnir menn, gera skyldu sína. —
1 hjarta mannsins lifnar ákvörðun, hann reikar út.
Nýr vixill afsagður. — Illa skrifað með blýanti:
„Víxillinn kaupist ekki.“ — Efalaust hin virðulega rit-
hönd einhvers af bankastjórunum.
— Mér hafði verið sagt, að víxillinn yrði keyptur —
segir maðurinn.
Bankaritararnir hrista höfuðin. Þeir eru þarna hinir
sannfærandi milliliðir. —
Viðkomandi gengur út.
Spilaborgir hrynja, gamlar skuldir eldast. — Hlaupa'
reikningar stórkarlanna, — yfirdregin konto. —
Bankaritararnir brosa og færa sínar bækur.
— Falskar ávísanir! — Ritarinn veifar ávísuninni og
kallar nafn viðkomanda. — Ekkert til fyrir upphæðinni-
28