Kyndill - 01.03.1933, Blaðsíða 38

Kyndill - 01.03.1933, Blaðsíða 38
Kyndill /■ Falskar ávísanir það er með mig, — mér heyrist alls staðar vera hvíslað morðingi. — Sigurjón hló. — Þú ættir að fara einn veiðitúr sem háseti. á togaranum þínum, þá gætir þú að' minnsta kosti orðið hundrað sinnum fiskmorðingi. — — Þú ert allt af sami bölvaður kommúnistinn, stundi Bernharð. En nú leita ég til þín sem sjúklingur til læknis, og þú hefir ekki leyfi til þess gagnvart stéttarbræðrum þínum, að taka mér svona. Ég er ekki sérfræðingur Bernharð minn, en ég get gefið þér ávísun á annan lækni. Bernharð varð fámáll. Kaffið var búið úr, könnunni og þeir gengu út. AJlt af öðru hvoru allan daginn hafði Bernharð fengið hinar sárustu morðkvalir i sálarskarnið sitt. — Stund- um fannst honum eins og öll veröldin væri risavaxinn stóðhestur, sem prjónaði og stæði á aftuirlöppunum og hneggjaði út úr sér orðinu —- morðingi. — Og stundum fannst honum bærinn vera skjöldótt belja, — grind- horuð, sem ýmist sleikti hann með grönunum, eða hún veifaði til hans halanum og skrifaði stórum stöfum J loftinu orðið — morðingi. — Einu sinni fannst honum hann sjá átta ungar og fagrar reykvískar stúlkur koma danzandi á móti sér, en á svipstundu breyttust þær allar í kolsvarta stafi og sú fremsta varð að emmi. — Hann var vitskertur, það var enginn efi, fannst honum. — .32

x

Kyndill

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kyndill
https://timarit.is/publication/386

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.