Kyndill - 01.03.1933, Síða 41
Falskar ávísanir
Kyndill
margar ávísanir, kaldur og samvizkusamur eins og
bankaritararnir, sem færa bækur og reikna milljónir. —
— Já, en falskar ávísanir, þær geta nú verið hættu-
legar, — segir Magnús.
— Pegiðu Maggi, — segir Ragnar. Pú ert enginn
business-maður. —
— Alveg rétt, segir Bernharð. Hann er enginn maður.
Eg gef út massa af ávísunum og tek bankastjórana
í nefið. —
Það er komið undir morgun. — Félagar Bernharðs
eru farnir, nema Ragnar. Hann sefur á legubekknum
með aðra löppina niðri á gólfi, og hefir selt upp. —
En Bernharð sefur fram á borðið með whisky-tappa í
hendinni. Á borðinu fyrir framan hann eru brotin glös.
Hann hefir skrifað með blákrýt, stórum stöfum, þvert
yfir Morgunblaðið frá deginum áður:
Falskar ávísanir. —
35