Kyndill - 01.03.1933, Side 45
Samfylkingarhugur kommúnista
KyndilL
var og á ad vera pólitískt herbragd, svindl eda agita-
tionsadferd á þeirra máli.
Sérstaklega reyndist erfitt fyrir Moskvahúsbændurna
að berja þessum vísdómsfulla lærdómi(M) inn) í skand-
inavisku kommúnistaflokkana, sem misskildu(i) þetta
herfilega, eins og ummæli eins fulltrúa (Smidt) frá
tússneska kommúnistaþinginu 1925 bera með sér. Verst
af öllum gekk þó dönskum kommúnistum að grípa
Þessa ákvörðun, og hefir það reynt mjög á þolrif EKKI
að útskýra fyrir þeim hvernig skipuleggja skuli og
framkvæma klofninginn í verklýðshreyfingunni undir
yfirskini samfylkingarinnar.
Einn gleggsti vottur um samfylkingarhug kommúnist-
anna eða brjóstheilindi eru samþykktir og ákvæði R. F.
O. (Revolutionær Fag-Opposition).
Þar er m. a. bannað að kjósa leiðandi menn fagfé-
laga, sem fylgja alþýðuflokkunum, í verkfallsnefndir,
úema því að eins að hægt sé að nota þá sem njósnara
eða slefbera um stjórnarsamþykktir, heldur skuli
..stimpla" þá sem verkfallsbrjóta, svikara o. s. frv.
(eins og við þekkjum hér af reynslunni að gert er)‘.
Og meðan verkföll standi yfir sé nauðsynlegt að „af-
hjúpa alþýðuflokksmenn, benda á svik þeirra o. s. frv.“,
Þ- e. á hreinni íslenzku = að ljúga um störf þeirra.
Þannig á að samfylkja verkalýðnum þegar mest reyn-
ir á, með því að rægja fulltrúa hans og kjörna leið-
ioga, en hins vegar er sjálfsagt að kjósa ófélagsbundna
verkamenn í verkfallsnefndir og önnur störf í verk-
iýðshreyfingunni. Það eru einmitt verkfalls- og taxta-
39