Kyndill - 01.03.1933, Page 46
Kyndill
Samfylkingarhugur kommúnista
brjótarnir, sem eiga að stjórna með kommúnistum
sjálfum, en hina, sem hafa skapað samtökin og byggt
pau upp, á að útiloka. Þannig er stefna R. F. O., hins
faglega félagsskapar kommúnista, og þó ekki sé opin-
berlega stofnuð hér á landi deild úr þessum félags-
skap, þá er bersýnilegt og vitanlegt að kommún-
istar reyna að starfa hér innan verklýðsfélaganna á
þessum heilbrigða grundvelliH
íslenzkur verkalýður mun afneita slíkum falsspá-
mönnum og hræsnurum og sýna þeim lítilsvirðingu, en
jafnframt meðaumkun sem einstaklingum vegna þess„
að þeir eru fórnardýr auðvaldsþjóðfélagsins.
íslenzk alþýðuæska til sjávar og sveita sameinast um
landssamtök sin, S. U. J. og Alþýðusamband íslands,.
sameinast til baráttu gegn erkifjendum sínum, ihalds-
arðræningjunum, og byggir upp sitt framtíðarríki. ís-
lenzk alþýðuæska þolir enga kúgun, en berst fyrir
réttlæti og jafnrétti, berst fyrir fjárhagslegri og menn-
ingarlegri þróun, berst fyrir afnámi þess þjóðskipulags.
sem hrindir börnum alþýðunnar út á kaldan klaka, svo
þau tapa von sinni, tapa trú sinni á lífið og lenda í
höndum ofstækisfullra ofbeldissinna, kommúnista eða
nazista.
Það er þjóðskipulagið, sem á sökina á allri örbirgð
og armæðu, sem hefir gert fjölda alþýðusona og dætra
að auðnuleysingjum og aukvisum.
En við ungir jafnaðarmenn berjumst gegn þessu
skipulagi, berjumst við hlið eldri stéttarsystkina innan
alþýðusamtakanna, berjumst fyrir jafnrétti, frelsi.
40