Kyndill - 01.03.1933, Side 48
Kyndill
Við
eldana
/ Heimdall 8. þ. m. skrifar ritstjórinn leiðara og segir
þar meðal annars:
„Æska Islands hefir nú hin síðustu árin áttað sig til fulls
á því, undir hvaða merki henni ber að fylkja sér. Sú tál-
beita rauðu flokkanna, að þeir hafi nýjar hugsjónir að
flytja, er nú orðin að athlægi að maklegleikum meðal ungra
manna.“
Mikil er trú vesalinganna. 1 vonleysinu reyna þeir að
skrökva að sjálfum sér.
Á öðrum stað stendur:
„Æskulýður nútímans aðhyllist því einstaklingshyggjuna
nýju, nýjustu og víðsýnustu stjórnmálastefnuna í heiminum-“
Jafnvel Moggi hefir aldrei leyft sér að halda því fram>
að íhaldsstefnan væri „nýjasta og víðsýnasta stjórnmála-
stefnan í heiminum." Heimdellingar jafnast ekki einu sinni
á við Mogga, og er þá mikið sagt.
Ihaldið hrekur sín eigin rökl Alþýðuflokkurinn hefir ár-
um saman barist fyrir þeim breytingum á stjórnarskrá
landsins, að kosningaréttur yrði rýmkaður á þrennan hátt-
1. að allir kjósendur hefðu fullkomið jafnrétti um áhrif á
fulltrúaval til alþingis, hvar sem þeir eru búsettir á landinu-
2. að kosningaréttur og kjörgengi sé miðað við 21 ár, og
3. að þeginn fátækrastyrkur svifti ekki réttindum. Eins og
öllum er kunnugt, þá hafa íhaldsflokkarnir í landinu barist
42