1. maí - Reykjavík - 01.05.1933, Blaðsíða 2

1. maí - Reykjavík - 01.05.1933, Blaðsíða 2
m I. mai KARL MARX 1818 - 1883 - 1933. ; i., ; ■ ' ) í : . : | : Á þessu ári, 14. marz, var merkisdagur. Þaun dag voiru liðin 50 ár frá atndláti Karls Marx, mannsins, sem fann lögmálin fyrir jrróan og breytingu þjóðfélagsins og kannaði [rroskalög auðvaldsframleiðslunnar betiir en nokkur heíir gert fyr eða síðar. Þessi voldugi jöfur andans og ódeigi bar- dagamaður umsteypti hagfræðinni frð rótum. Hann barðist og látlaust fyrir því, að gerð væri bylting til þess að koma á lýðveldi og lýðnæði og til pess að ná völdunum, í hendur alþýðunnar. Og hann barðist fyrir j)ví, að alpýðan pjálfaðist til jress að reisa nýja framleiðsluhætti af rústum auðvaldsskipu- lagsins, sem gætu búið öllum mönnum irjálsnæði og velgengni. A!j)ýðuflokkurinn er flokkur, sem jjró- ast bezt jiar, sem aðstæðurnar skapa fjöldanum mest skilyrði til sjálfstæðr- ar hugsunar um félagsmál og stjórnmál og áhuga fyrir jreim. Og svo var aöstæðunum varið fyrir ófriðinn mikla. En ófriðurinn og afleiðingar hans hafa gerbreytt lifi og starfs- háttum fjöldans. Annars vegar hefir ófrið- urjnn valdið svo átakanlegri eymd og vol- æði, að fyrir því er mjög erfitt eða jafnvel ómögulegt að athuga og rannsaka ástandið í pví næði, sem p>arf. Hins vegar hefir ófriður- inn og afleiðingar han,s skapað váldadýrkun, ekki eingöngu meðal þeirra, sem arðinum ræna, heldur og meðail hinna, sem rændir eru, eins og flokkastraumhvörfin, scm nú hafa orðið á Þýzkalandi, sýna svo glögglega. Það fer eins fyrir ofbeldismönnunum eins og hinum pjökuðu, að hvorugur heyrir rödd skynseminnar, rödd Marxstefnunnar, f>ví að hana skilja peir einir, sem vilja hugsa af gætni og skynisemi. Heimurinn er orðinn að vitfirringahæli, og á slíkum stofnunum eru jæir menn, sem eru heilir á sinni, alt af í minni hluta. Flestir jjeirra manna eru Klepp- tækir og tugthúshæfir, sem í dag trúa á almætti hnefans og kúgunarinnar, og vilja ekki skeyta þeim lögum, sem ráða jtroska og viðgangi jjjóðfélagsins, en þau eru mátt- ugri en löggjöf ríkisvaldsins — þau eru voldug eins og náttúruöfl. Ofbeldi, sem ekki lætur stjórnast af skiin- ingi á þjóðféiagsmálum og fjármálum, getur að vísu rifið niður, en aldrei byggt upp. Hnefa kann að vísu að mega nota til góðs, en jrví að eins að honum sé stjórnað af skýrum heila og velvildarhug. Hver sú J)jóð, jjar sem ofbeldisflokkar að staðaldri fá kné- sett skilninginn á félagsmálunum, er bráð- feig. Aljjýðuflokkarnir — socialdemokratar — eru nú einu flokkarnir, sem láta stjórraast af skilningi Karls Marx á þeim lögum, sem jjjóðfélagið lifir og þroskast eftir. Sá flokk- ur verður að bera sigur af hólmi. , 1 kirkjugarðinum í Highgate í Lundúnum er leiði Karls Marx, og liggur lítilfjörlegstein- flís á. Á leiðunum/ t' kring gnæfa hnarreiistir marmaravarðar yfir grafir svo steindauðra níanna, að enginn veit annað um þá en það, sem lesa má á steinunum, og á gröfum þessara dauðu manna spretta ails konar grös, sem kreist eru upp af lagtækum gras- garðsmönnum með ærinni fyrirhöfn, cg runnar og tre haglega skorin og tilsett. En á leiði hins ódauðlega manns sprettur gras og illgresi frjálst og ókúgað eftir þeim lög- um sem náttúrain sjálf hefir peim sett. Það er eins og geti ekki sprottið annað en frjálsræði og jafnræði upp af moldum jiessa mikla manns.

x

1. maí - Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 1. maí - Reykjavík
https://timarit.is/publication/396

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.