1. maí - Reykjavík - 01.05.1933, Blaðsíða 14

1. maí - Reykjavík - 01.05.1933, Blaðsíða 14
14 i. mai x'öggiurmi lil gnafarinnar. Börnin eru ekki gcrnul, þegar þau skilja a& alt veltur á því, aö pabbi eða mamma — hvort þeirra, sem fyrir heimiliinu vinnur — hafi „atvinnu". „At- vmna“ þýðir mjólk að drekka og kjöt á s'unnudögunum, nýja skó og nýja húfu og bíl á jólunum; þá liggur lík alt af ve! á pabba og þá grætur mamma aldrei, og þá er svo gaman a"ð vakna á morgnana. En svo kemur timinn þegar „atvinnan“ er engin, mjólkin minkar, kjötið hverfur og ekki er hægt að vera úti fyrir skóleysi og manni verður ilt í. augunum og hálsinum og stund- um í brjóstinu. Veröld barnanna breytist, skilningurinn á hiutskifti fátæklingsins kem- ur — gagntakandi og hræðilegur. Og eftir að hafa eignast þann skilning verða börn- in ekki lengur börn. Þau vaxa líka upp, verða feður og mæður og ganga undir ok lífsbaráttunnar og þaö venjulega sniemma æfidagsins. Þá byrjar baráttan við öryggisleysið í nýjum myndum. Hvað margir verkamenn og verkakonur mega við því að verða veik? Hvað mörg verkamannsheimili þola nokkurra vikna eöa niánaða veikindi heimilisföður eða móður, án þess að liða stórkostlega við það eða jafn- vel fiana í rústir. Enda er það ekki nema daglegt brauð, að verkamenn og konurkvelji sig til að vera veik á fótum og vinna, þangað til þau detta niður við vinnuna cg öil von um bata er útilokuð. Veikindin sitja ekki eins um neinn eins og venkalýðinn og börn hans, en hitt — að liggja rólegur og áhyggjulítill í rúmi.nu, njóta góðrar hjúkr- unar og hugsa bara um að láta sér batna — það er „luksus" yfirstéttanna. En jafnvel þó verkamannsfjöiskyldan verði ekki sjúkdómunum að bráð, þá er afkoman ekki trygð fýrir það. Langsam- lega mestur hluti verkalýðsins á stöðugai slysahættu yfir höfði sínu, og það er ekki svo óalgengt, að heimilisfaðirinn sé borinn heim bnotinn og kraminn, óvinnufær um lengri eða skemmri tíma eða örkum'.aður æfilangt. Og stór er hann árlega, sjómanna- og verkamaninia-hópurinn, sem að heiman fer og — aldrei kemur aftur. En dánarbætuniar eru enn svo sorglega lágar — á móts við það gildi, sem maninslífið hefir. Og þegar svoina er komið, er fokið í öll skjói fyrir þeim, sem eftir standa; þá er ekkert eftir nema að kanna bölvun öryggis- leysisins til fullnustu. Eti jafnvel þó að verkamaðurinn og konan komist hjá slysunum á sjó og iandi, eða verði sem svo er kallað „jafngóð" eftir þau, þá er þó eitt, sem ekki verður umflúið, það er ellin. Og þá befst einn ömurlegasti þáttur öryggisleysisins. Því gamalmennin hafa eins konar sérstöðu. Allar vonir þeirra eru dauðar. Allar þrár þeirrá og langaniir eru horfnar. Harkan, sem erfiðleikar lífsbaráttuinnar sköpuðu í hug- ann, er horfin; þau eru orðin bljúg í skapi og ístöðulaus eins og böm. Landi sínu og þjóðfélagi hafa þau gefið a,lt, andlega cg líkamlega starfskrafta, unnið' baki brotnu, rpiskunnarlaust og hvíildarlaust, þegar þau — fengu að vinna. Og nú langar þau ekki til neins nema að „verða ekki ma!nnaþurfar“, þurfa ekki að eta eftirtaldar ölmusur í ellinni. Viðnámsþrótturinn móti. áhyggjum og kvíða er orðinn s;vo lítiill, en á sinn hátt, sem ekkert á skylt við baráttuvilja æsk- unnar skynja þau ranglæti þjóðfélagsins, sem lét þau þræla, þegar atvinnurekendum var nógu mikill hagur í því, tók frá þeim krafta þeirra, tók frá þeim börnin þeirra, veitti þeim ekld meira en þaö miinsta, sem þurfti til þess að.draga fram lifið, og veitir

x

1. maí - Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 1. maí - Reykjavík
https://timarit.is/publication/396

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.