1. maí - Reykjavík - 01.05.1933, Blaðsíða 11

1. maí - Reykjavík - 01.05.1933, Blaðsíða 11
l.'mai 11 Hér á Islan.di er einn slíkur flokkur í uppsiglingu. Hefir Gísli, sonur Guðrúnar í Ási, verið kostaður út til Þýzkalands nokkr- um sinnum til að nema hina nýju trú. Hefir honum þegar tekist að blekkja nokkra sendi- sveina til fylgis við sig. Öllum muin í fersku íxinni, þegar nefndur Gísli ætlaði að koma á fascistisku einnæði í verzlunarmannafélaginu „Merkúr“ og verða sjálfur einnæðisherra. En verziunarmenn landsins voru svo þroskaðir, að þeir létu ekki glæpast á „Litla-Hitler". Kommúnistar tala fögrum orðum um bylt- ingu. Telja þeir það eiinu leiðma til sigurs socialismans. Einhverjir raunu ef tii vill minnast orða Einars Olgeirssonar, er hann sagði við þingrofið 1931, að Islendingar gætu öruggir gert byltingu, þar eð þeir gætu fengið allar sínar nauðsynjar frá Rússlandi;, ef nágrannaþjóðirnar neituðu að skifta við Jslendmga. Nokkrum dögum síÖar sagði hann á fundi norður á Akureyri, að líkur væru til, að höfnum Rússlands yrði innan skamms lokað af orustuskipum auðvaldsþjóðanna'. Hvað hefði þá orðið um verzlunina við Rússland? Svona em allar hugsanir þessara angurgapa að eins bundnar við ástand hinn- ar líðandi stundar, en ekki með heiidarhag veikalýðsins fyrir augum. Kommúnistar telja, að allar réttarhætur alþýðunnar séu að eins til bölvunar. Þeiir berjast fyrir því að gera hag hennar sem verstan, svo þeir geti á neyðartímam æst hana upp til hermdarverka. Vill nokkur ís- lenzkur verkamaður styrkja þann flokk? Hin uppvaxajndi kynslóð, sem ajt byggist á, verð- ur að fylkja sér undir merki þess flokks, sem ávalt berst fyrir hagsmunum hennar. Vegna ósleitilegrar baráttu Alþýðufiokksins og Alþýðusambandsins hefir alþýÖa þessa lands orðið þess aðnjótandi að fá margar réttarbætur, s. s. togaravökulögin, slysa- AI|i(ðuSlokkurlnn er hvorki andvfgur kristindómi né kirkju, en hann er and< vigur þjóðkirkju, þvf að f hifndum auðvaidsstjórnar verður hún auð- valdsstofnun. tryggingar stórbættar, verkamannabústaði, viðunandi kaupsamninga í flestum bæjum og þorpum landsins o. m. fl. Fylkið ykkur því í dag í kröfugöngu undir fána verkalýðsféiaganna og styrkið eina sanna verkalýðssamband landsins, Al- þýðusamband Islands. Alþýðumenn og konur! ungir og gamlir! Gerist meðliimiír í þeim pólitíska félagsskap, sem stuðlar að framgangi og þróun social- ismans, þ. e. Alþýðuflokkinn og Samband ungra jafnaðarmanna. P. H. Kvæðið mn skjrlnna. 1 Lundúnum bar svo við kvöldið 25. októ- ber 1843, að lögneglan frá Lambeth-Iögreglu- stöðinni þar í borginni hremdi konu, sem Bidell hét, og var hún sökuð um að hafa veðsett ýmsa muni, sem vinnuveitandi henn- ar átti. Við rannsókn kom það á daginm, að konan hafði ofan af fyrir sér með því að sauma buxur fyrir vöruhúseiganda einn, sem greiddi henni 7 penoe — um 70 aura með þvi gengi, sem nú er á enskri mynt — fyrir hverjar brækur, og gat hún á þann \eg unnið fyrir 7 shillings — um 8 kr. 26 aur- um — á viku, með því að sitja yfir vinnu 13 stundir á dag. Konan átti fyrir tveiin

x

1. maí - Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 1. maí - Reykjavík
https://timarit.is/publication/396

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.