1. maí - Reykjavík - 01.05.1933, Blaðsíða 12

1. maí - Reykjavík - 01.05.1933, Blaðsíða 12
12 1. mai Alþýðuflokkurinn elur ekki á s>étta<- baráttu, en hann vill atnðm stéttamis- munar. > bömum að sjá, og lýsti vimiuveitaTidinn f>ví yfir, að þetta rúmlega 8 krónu kaup myndi vem nóg til pess að framfleyta fjölskyldunni með. Þótti enskum blöðum nokkuð á annan veg og réðust harðlega á niðinginn, sem blygðunarJaust lét fátæklingana præla fyrir sig að kalla kauplaust. Um þetta leyti var uppi rithöfundur í Lundúnum, sem hét Tho- mas Hood; var hann ritstjóri tímarits, sem hét „New Monthly" og var hvorki tímaritið né heldur rit hans í fremstu röð. Hafði ó- réttur sá, sem vesalings saumakonan var beitt, svo mikiil áhrif á hanin, að hann orkti um það kvæði — kvæðiö um skyrtuna — sem hér birtist nú í þýðingu Matthíasar Jochumssonar. Varð kvæðið þegar frægt um öll menningarlönd, og það lifiir enn og er í hávegum haft, en flest önnur ritverk Hoods eru gleymd að kaila. ! i | I Með angist og örmagna hönd, með augun bólgin og rauð, í rifnum lörfum hún saumandi sat við serkinn og kvöl og nauð. Nál — þráð — nál! Við hungur og háðung og gróm. Með „skyrtunnar söng“ og skjálfandi rödd hún skýrði sinn þunga dóm. f \ Hrjáð — þjáð — smáð! Hvað? Var það haninn, sem gól! og þráð — nál — þráð, þar til roðar um rifurnar sól. En að láta sig lifandi flá! Til Hund-Tyrkjans heiti ég för, fyrir sáiunni þar sem eí þörf er aö sjá, ef þetta’ eru guðs-barna kjör! i 1 i ■ ' i ! 1 Nál — þráð — nál! Þar til höfuðið hangir dautt, nál — þráð — nál, þó að augað sé aumt og rautt, bol og ermar og brjóst, og brjóst og ermar og fald, en hnappana set ég sofandi á, og svo fæ ég dagsins gjald'. Þið ríku með silfur og seim, með systur og mæður og víf, ég sver ykk'ur til, ég sel ekki lín, ég sel ykkur blóð og Hf! Hrjáð — þjáð — smáð ég vinn ykkur öbótaverk, því mig sjálfa kostar það hjúp og hel, já, hel, en þið fáið serk! Hel segi ég, horaða mynd. — Hvað er svo meira um það? Hví skyldi mér blöskra, beinag.rind þó berist mér vitum að? Ég skrölti með skinin bein, mig skelfir ei hrylling nein. Ö, Guð! Er brauðið svo blöskrandi dýrt, en blóðið svo neyðar-rýrt? 1 i ! Hrjáð — þjáð — srnáð óg hamast, unz hníg ég dauð. Og launin? Þau eru lyng og hey og leppar og hafra-brauð, mitt rakahólf, rnitt rifna gólf og ræfill úr stól og brík, og hráslaga-þil; — ég hlakka til, er hylur það nótt eða flík. /

x

1. maí - Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 1. maí - Reykjavík
https://timarit.is/publication/396

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.