Valsblaðið - 01.05.1959, Page 4

Valsblaðið - 01.05.1959, Page 4
2 VALSBLAÐIÐ samvinnu og fór að grennslast fyrir um kaup á hentugum stað þar sem reisa mætti fram- tíðarheimkynni Vals. Öll vel- seitt opin svæði voru athuguð og borin undir skipulagsstjóra bæj- ar og ríkis, til þess að tryggja, að endanlega valinn staður yrði ekki síðar tekinn af félaginu vegna skipulagsbreytinga, eða annarra þarfa hins opinbera. Af þeim svæðum sem uppfylltu þessi skilyrði, var Hlíðarendinn langsamlega bezt staðsettur. Hann var tiltölulega stutt frá bænum og miðja vegu frá miðbæ að væní- anlegum íþróttaleikvang, sunnan Eskihlíðar. Eigandinn hélt hins vega'r eigninni í svo háu verði, að ekki var viðlit að hugsa til kaupa. Vorið eftir bauð þó frú Jóney Guðmundsdóttir félaginu eignina til kaups fyrir kr. 30.000,00. Út- borgun skyldi vera 5 þús. kr., en eftirstöðvar með mjög aðgengileg- um kjörum. Hafði félagsstjórnin þó aðeins tveggja daga ákvörð- unarfrest, þar eð annar kaupandi gelck mjög hart eftir að komast inn í kaupin. Hafði frú Jóney tek- ið ástfóstri við staðinn þau ár er hún bjó þar með manni sínum, fyrrver. alþingismanni Guðjóni Guðlaugssyni, og fjölskyldu. Vildi hún því heldur selja Val eignina, í þeirri trú, að Valur myndi hlú að staðnum, rækta hann og prýða, frekar en eigandi er ræki þar bú. Skuldum vér Valsmenn minningu þessarar mætu konu að koma þess- ari hugsjón hennar í framkvæmd hið fyrsta. Þó aðeins væru nokkur hundruð krónur til í félagssjóði og miklum erfiðleikum bundið að afla 5 þús. kr. láns, ákvað stjórnin þegar að gera kaupin og treysta á, að fé fengist til svo mikilsvarðandi máls. Tókst það blessunarlega, þó svo tæpt, að ekki var hægt að greiða stimpilgjöld fyrr en nokkru seinna. Ekki var hægt að hefjast handa um framkvæmdir þá þegar, þar sem auk venjulegs fjárskorts íþróttafélaganna á þeim tímum, var þegar hafinn undirbúningur að mikilli utanferð, til Þýzkalands, og ennf'remur búið að ráða til Vals dýran en fullkominn enskan þjálf- ara, Mr. Joe Devine. Hvorttveggja um sig var í þá daga ærið við- fangsefni, fjárhagslega og félags- lega séð. Va'r eignin því leigð til næstu fimm ára, en undanskilinn einn ha. lands, af sléttasta túninu, til æfinga fyrir félagsmenn. Þó eignin væri þannig bundin um næstu 5 ár, dvínaði ekki hug- sjón sú er að baki lá kaupunum, eins og sjá má af eftirfa'randi kafla úr 3. tbl. Valsblaðsins 3941. Þar segir Ólafur Sigurðsson, eftir að hafa lýst aðdragandanum að kaupunum: Þó að kaupin hafi verið gerð, er takmarkinu ekki náð. Þau eru að- eins upphafið. Upphaf þess starfs, sem á að tryggja félaginu fag'ran og fullkominn samastað, þar sem unnt verði að einbeita allri orku félagsins að hinum eiginlegu verk- efnum þess, íþróttaiðkunum, sak- ir fullkominna ytri skilyrða og efnalegs sjálfstæðis. Upphaf þess starfs, sem svo á að fegra staðinn, að ekki aðeins hver Valsungi, held- ur hver einasti anna'r Reykvíking- ur hafi yndi af að dvelja að Hlíð- arenda í tómstundum sínum. Hugsjónir okkar um fullkomn- un staðarins í framtíðinni verða að vera háleitar og miklar. Við verðum að gera til hans meiri k’röfur en nokkurntíma hafa ver- ið gerðar hér á landi í þessum efn- um, svo miklar, að þær standizt kröfur tímans um næstu 100 ár a. m. k. Með það fyrir augum og í samræmi við það verður hvert handtak að vinnast og hver hugs- un að miðast. Að Hlíða'renda verðum við að byggja upp grasvöll af fullkomn- ustu gerð, malarvelli honum til hlífðar, handboltavöll og tennis- velli, en á milli þeirra og allt í kring séu hinir fjölskrúðugustu og fegu’rstu gróðui-reitir, sem ger: hvort tveggja, að girða hvern reit og prýða og fegra staðinn. Þá verður að koma upp fimleikahúsi, búnings- og baðklefum, ásamt öllu tilheyrandi, skrifstofu, setu- og lesstofum, billiardstofum o. fl., auk íbúðar fyrir væntanlegan framkvæmda'rstjóra og kennara félagsins o. fl. Allt þetta verður að vera svo vandað og vel frá gengið, að breytingar og viðhald verði aldrei teljandi. Ég er sannfærður um, að allir, sem eitthvað hugsa um framtíð og framtíðarþarfir félagsins eru sam- mála um, að þetta sé það, sem vinna beri að. Ég er jafn sann- færður um, að þetta megi takast, ef áhugi og fórnfýsi félagsmanna nær að beinast í þessa átt. Verk- efnið er ærið og fjárþörfin mikil, en hvort tveggja er yfirstíganlegt með samtaka hug og sta'rfi. Vitanlega verður slíkt stórvirki ekki unnið á fáum árum, af fá- tæku og tiltölulega fámennu fé- lagi, enda er Hlíðarendinn ekki aðeins keyptur fyrir yfirstand- andi nútíð, heldur fyrir alla fyrir- sjáanlega framtíð. Hér er mikil- fengleg hugsjón til að vinna að, sem sameina á alla Valsunga, eldri og yngri, virka og óvirka, til sam- eiginlegra átaka og öflugs félags- lífs. í þeim efnum þarf tæplega að örvænta, því jafnan hefur vinnu- kraftur verið fyrir hendi, ef eitt- hverf sérstakt verkefni beið út- lausnar. Enda þótt nú finnist vart nokk- ur Valsmaður sem farga vildi Hlíðarenda, ollu kaupin á honum hatrömum deilum innan félagsins og ádeilum útí frá. I tveim dag- blöðum bæjarins var m. a. skorað á bæjarstjórn að taka 1000 kr. ár- lega styrk af félaginu, er færi svo gálauslega með fé sitt. Var mei’ra að segja annar greinarhöfundur einn af mætustu mönnum Vals. Aðrir félagsmenn vildu enn, tveimur árum síðar, selja eignina sem fyrst, til að losa félagið úr þeirri áhættu sem það væri komið í vegna kaupanna. Þögnuðu þessar óánægju'raddir ekki fyrr en 1944, er Hlíðarendanefnd skilaði af sér tæplega 100 þús. króna hagnaði af bílhappdrætti og hlutaveltu. Sýnir þessi andstaða gegn kaup- unum glögglega, að ekki var svo sjálfsagt að ráðast í kaupin á Hlíðarenda, sem flestum mun nú finnast, þrátt fyrir hið lága verð og hagkvæmu afborganir. Ég hef dvalizt svo lengi við þenna þáitt í sögu Hlíðarendans, af því hann mun mjög fáum kunn- u'r. Hins vegar eru framkvæmdir

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.