Valsblaðið - 01.05.1959, Blaðsíða 6

Valsblaðið - 01.05.1959, Blaðsíða 6
4 VALSBLAÐIÐ TlÐINDAMAÐUR Valsblaðsins lagði fyrir skemmstu leið sína á fund knattspyrnunefndarinnar, til að fá frá fyrstu hendi, upplýsingar um hvernig útlitið væri með knatt- spyrnuna í sumar hjá félaginu, og þá einkum hjá meistaraflokki, sem kalla má ,,andlit“ félagsins að því er tekur til íþróttanna. Þeir, sem skipa knattspyrnu- nefnd félagsins nú eru: örn Ing- kímdu um leið. „Hitt er svo annað mál, að upp á ýmsu hefur verið brotið og að ýmsu unnið í til- raunaskyni, til eflingar þessari að- alíþrótt félags vors, sem ekki er hægt að neita með rökum, að hefir verið í öldudal undanfarið, saman- ber það sem „þeir reyndu“ sögðu og áður er tilvitnað“. ,,Nú,en hvað hafið þið þá gert?“ spyr tíðindamaðurinn meðáherzlu. Knattspyrnan ólfsson, formaður, Frímann Helga- son og Guðmundur Ólafsson, allt þrautreyndir félagar, í þessa orðs beztu merkingu. Það stóð yfir hörku-æfing þegar tíðindamaðurinn kom suður á Hlíðarenda, og engin von til þess að ná tali af neinum nefndar- manna, fyrr en æfingin væri búin. Örn og Frímann stjórnuðu æfing- unni, og stundum lék Örn meira að segja með, þegar einvher leik- mannanna gerði stutt hlé á æfingu sinni, en Guðmundur fylgdist vel með, að allt færi fram að þeim hætti, sem nefndin hafði ákveðið. Tíðindamaðu'rinn, er komið hafði labbandi á staðinn, var feginn að fá tækifæri til að tylla sér á hita- veitustokkinn, vegmóður eftir gönguna, og horfa þaðan á leik hinna ungu og vösku pilta, um leið og hann kastaði mæðinni. Þjálfun- inni er heldur ekki fyrir að fara hjá honum. Loks var þá æfingunni lokið að þessu sinni og tækifæri gafst til að ná tali af hinni áhugasömu knattspyrnunefnd áður en hún stakk sér kófsveitt, ekki síður en leikmennirnir, í baðið. „Hvernig er útlitið í knatt- spyrnumálum Vals?“ spurði tíð- indamaðurinn formálalaust. Það stóð heldur ekki á svarinu: „Þeir sem lesið hafa jólablað Vals, og kynnt sér þar umsagnir og álit hinna ,,reyndu“ munu varla geta búist við því, að neitt kraftaverk hafi gerst í þeim málum, enn sem komið er að minnsta kosti“ svör- uðu nefndarmenn einum rómi og „Það er þá fyrst til að taka“, segir Frímann, „að einn af yngri félögum Vals hefir tekið að sér formennsku knattspyrnunefndar- innar, og í allan vetur, eða frá því að hið ágæta íþróttahús félagsins tók til starfa hinn 9. nóvember í haust, hefir hann stjórnað innan- hússæfingunum, enda lærður íþróttakennari. Leikur ekki á tveim tungum hversu allar aðstæð- ur hafa batnað við tilkomu íþrótta- hússins og þeirrar heppni að fá jafn áhugasaman fonnann í knatt- spyrnunefndina og hér er um að ræða, enda hafa æfingar verið mjög vel sóttar. Þá hafa útiæfing- ar hafist fyrir nokkru, bætti Frí- mann við, hér skaut Örn inn í, að síðari hluta vetrar og eftir að úti- æfingar hófust, hafi Frímann sinnt að mestu hinni tæknilegu hlið þjálfunarinnar, og hafi sam- vinnan við hann verið með ágæt- um, og nefndin öll verið samhent í störfum". „Þetta er ánægjulegt”, sagði tíðindamaðurinn, „en mætti ég fá fleira að heyra“, bætti hann við. „Eitt af fyrstu verkum nefnd- arinnar", héldu þeir áfram, „var að efna til reglulegra funda með piltunum. Hafa slíkir fundir síðan verið haldnir annan hvern föstu- dag, í félagsheimilinu. Þar er rabbað saman um knattspyrnuna og æfingarnar aftur og fram, skipst á skoðunum um málin, sem fyrir liggja hverju sinni, athugað- ar leikstöður (taktik) og sjónar- miðin samræmd og stundum flutt erindi eða frásagnir viðkomandi knattspymunni, og ekki má gleyma að geta þess, að allar þess- ar umræður fara fram undir sam- eiginlegri kaffidrykkju, þar sem piltarnir sjálfir skiftast á um að leggja fram veitingarnar, og til sanns vegar má færa að stórveizl- ur séu hverju sinni“. „Það er skoðun okkar“, bæta nefndarmenn við, „að þessir fund- ir hafi eflt mjög áhugann fyrir æfingunum, og þeim sanna félags- anda, sem þarf að vera fyrir hendi ef einhver árangur á að nást. Kemur það m. a. fram í því, að piltarnir eru ætíð reiðubúnir til að vinna að því með oddi og egg, sem nefndin óskar eftir og þjálfararn- ir fara fram á“. Það lá við að tíðindamaðurinn sypi hveljur þegar þessi demba um fundahöld og félagsþroska skall á honum. Guð láti gott á vita hugsaði hann, en sagði upphátt: „Það má þá vænta stórtíðinda frá Valsmönnum „á vellinum" í sum- ar“. Þá greip „ábyrgðartilfinning- in og varkárnin í taumana hjá nefndarmönnunum, að láta ekki „hánka sig“ og þeir sögðu: „Þrátt fyrir það að hér hefir, að því er virðist, margt vel tekist, ótvíræð- ur og vaxandi áhugi fyrir gengi Vals á knattspyrnusviðinu, er ekki Knatt- spyrnu- nefndin.

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.