Valsblaðið - 01.05.1959, Blaðsíða 10

Valsblaðið - 01.05.1959, Blaðsíða 10
8 VALSBLAÐIÐ Frá kvöldvöku í Skíðaskálanum. SKÍÐANEFNDIN lofaði því í haust, að sVo framarlega sem ein- hver snjór yrði í vetur mundi hún láta til sín heyra. Nú fór það svo að snjórinn brást okkur að veru- legu leyti, en við reyndum samt að láta að okkur kveða í félagslífi Vals. Farið hefur ve'rið í skálann, svo að segja um hverja helgi síðan 14. janúar. Þátttaka hefur verið mis- jöfn, en þó framar öllum vonum. Páskavikan tókst með afbrigðum vel, fullskipað var í skálanum, gleðskapur og góður félagsandi réði þar húsum svo sem vera ber. Kvöldvöku'r voru haldnar undir öruggri stjórn Sigurðar Marels- sonar og aðstoðarmanna hans. Við í skíðanefndinni þökkum þeim af alhug, fyrir hve vel þeir unnu það vandasama verk að skemmta skálafélögum sínum. Það er mikils um vert fyrir allan félagsskap að hafa á að skipa mönnum, sem vilja leggja f'ram krafta sína til að efla félagslífið, það eru þeir sem leggja hornsteininn að góðu skálalífi. Við óskuðum í upphafi eftir því að félagamir sýndu prúðmennsku í allri umgengni um skálann og það er okkur mikil gleði að geta sagt f’rá því hér, að við höfum ekki orðið fyrir vonb’rigðum hvað það snertir. Sem dæmi um þann hug, sem þeir, er sækja skálann, bera til hans, getum við sagt frá því að fjórar ungar stúlkur, sem mikið hafa sótt hann, færðu honum að gjöf nokkur búsáhöld sem vantaði. Það er einmitt á þennan veg sem við þurfum sem flest að hugsa. Ef við í sameiningu reynum að hlú að skálanum okkar, verður hann okk- ur enn kærari og við munum eign- ast fleiri og ánægjulegri endur- minningar, bæði úr leik og starfi með góðum félögum. Einnig óskum við, að allt hið unga fólk í Val geri meira að því að stunda skálann og skíðaíþrótt- ina. Því sannið til, ef þið aðeins drífið ykkur í að byrja, þá komist þið að raun um að hvergi annars staðar viljið þið eyða ykkar frí- tímum yfir veturinn. Við skulum setja okkur það mark, að á næstu innanfélagsmótum, þu'rfi Stefán & Co. að gæta sín fyrir hinum ungu upprennandi skíðaköppum Vals. Stefán, Finnbogi, Jón, Pét- ur og Einar, allt eru þetta nöfn sem ykkur eru kunnug úr skíða- sögu Vals. Ef við rennum hugan- um aðeins aftur í tímann, sjáum við þá sem unga pilta sem eru að hefja skíðaferði'r. Þeir stóðu þá í sömu sporum og þið standið nú, en þeir tóku slíku ástfóstri við þessa fallegu og skemmtilegu íþrótt, að þeir enn í dag, þrátt fyr- ir 'að þeir hafi stofnað heimili, og þurfi því fyrst og fremst að hugsa um daglegt brauð, gleðjast og ve'rða sem strákar aftur, þegar þeir hafa klifið brekkurnar með skíði um öxl, og geta síðan brun- að í ótal sveigjum alveg niður í brekkurætur. Því segjum við í skíðanefndinni: Komið og reynið þetta af eigin raun. Við vitum að þessir fyrrnefndu félagar okka'r munu fúsir til að segja ykkur til enda þótt það komi til með að kosta þá sæmdarheitið, skíðameisf- ari Vals. Já, og gerið meira, komið strax í sumar og hjálpið okkur við að lagfæra skálann og hlynna að hon- um, með vinnu (og smágjöfum ef ykkur langa'r til) og gleði ykkar verður enn meiri, þegar þið næsta vetur dveljið í skála, sem þið vitið, aÖ þið eigið sjálf og ykkur þykir vænt um. Valsskálinn hefur átt marga og framúrskarandi starfs- menn á liðnum árum, það ætti því aö vera metnaður ykkar að sýna þeim, að við getum og viljum gera nonum eins vel, já, og jafnvel betur. Sjáumst heil í Valsskálanum. GuSmundur Ingimundarson. PÁSKADVÖL Valsmanna í skála sínum, tókst sem við var að búast með ágætum. Flestir fó’ru uppeftir á miðvikudagskvöld en allstór hópur kom á skírdag. Nokkrir komu svo eftir það, en aðrir urðu að fara í bæinn vinnu sinnar vegna, svo tala dvalargesta var um fimmtíu alla dagana. Kvöldvökur vo'ru öll kvöldin og tókust þær vel. Menn sungu, spil- uðu á spil, fóru í ýmsa leiki, les- ið var upp, fluttir leikþættir, gefið út sikálablað og dans stiginn. Á páskadag fór skíðamót Vals fram í Innstadal. Færi var gott en nokkuð hart. Keppendur voru tíu, en fimm luku aðeins keppni. Sig- urvegari varð Stefán Hallgríms- son, ar.nar Finnbogi Guðmunds- son, þriðji Jón Guðmundsson, fjórði Hilmar Magnússon og fimmti Ægir Ferdinandsson. Á annan fóru svo allir í bæinn. J. 0. O.

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.