Valsblaðið - 01.05.1959, Page 11

Valsblaðið - 01.05.1959, Page 11
VALSBLAÐIÐ 9 Þeg'ar þú kemur út úr skálan- um sérð þú að yfir hjarnið, sem í gær gerði þér margan óleikinn, er komin mjöll og í mjöllinni held- ur þú þig nokkuð öruggan. Þú brosir í dulúð sem Mona Lisa fo'rð- um þegar þú spennir á þig skíðin og hið innra með þér skorar þú karlmennskuna á hólm. Samferðamenn þínir hanga í brekku'rótum, utan þeir sem hafa svolítinn snefii af karlmennsku, þeir eru í miðri brekku, ásamt Stefáni Hallgrímssyni sem er að miðla þeim af sinni fótamermt og gengur ekki að því gruflandi að í tóman poka er að troða. En hvað varðar þig um Stefán Hallgrímsson, sem ekkert kann á skíðum, þig, manninn, sem þjóð- in hefur beðið eftir í þúsund ár. Þú heldur því hiklaust áfram upp b'rekkuna með þitt dulúðarbros. Þegar þú kemur á brekkubrúnin virðir þú fyrir þér vígvöllinn, það er brekkuna. Og í stað þess að þakka guði, skapara þínum, fyrir að brekkan er ekki b'rattari, hærri, grýttari, snjóminni og lengra frá mannabyggðum, þá bölvar þú hátt og í hljóði fyrir að hún er ekki brattari, hærri, miklu snjóminni, grýttari og lengra frá manna- byggðum. Karlmennsku þinni eru engin takmörk sett. Að neðan heyrir þú til Stefáns Hallgrímssonar, sem útlistar fyrir hinum hugdeigu, hvernig geí'a eigi þetta og hi.tt. Hvernig gera eigi þetta. Eins og sumi'r geti ekki gert það sem Stefán getur ekki? (Ha, var einhver að segja eitthvað?). Nú þenur þú út brjóstkassann — sem sumir segja að sé þín eigin hugdetta — gleypir svo mikið af lofti sem þér er frekast mögu- legt og ferð með nokkrar ættjarð- arstöku'r eftir Sigui-ð Marelsson, 1 Valsskálann nú vantar prest. Nú er stundin runnin upp, hægt skríða skíði þína yfir hvíta mjöll- ina. Hraðinn er hæfilegur þinni getu, en þú vilt meiri hraða, meiri en geta þín leyfir. (Stráka'r, spil- ið stutt, þið ráðið ekki við stórar spyrnur, segir Frímann). Þú eyk- ur því hraðann með stöfunum og nærð gífurlegri ferð. Þei'r í brekkunni hafa séð flug- vél hefja sig til flugs, Árna Njáls- son taka viðbragð, Einar Björns- son hlaupa, en svona hafa þeir aldrei séð áður. Þú nýtur þess hve hraðinn er mikill og veröldin er þín og þig langar að syngja. Svo kemur þú að þeim stað í brekkunni, sem þú hefu’r hugsað þér að beygja. Kenning Stefáns hljómar þér fyrir eyrum: Þegar þið ætlið að taka beygju til vinstri dragið þið . . . En hvað nú? Hefur kenning Stefáns enga stoð í veruleikanum? Hví beygja skíðin ekki til vinstri? Þú hefur gert heiða’rlega tilraun til að ráða ferðum þínum niður af fjallinu, en sú tilraun hefur mistekizt og eftir þetta eru það skíðin sem ferðinni ráða. Þú brun- ar eitthvað inn í eilífðina og fyr- ir þé'r rennur allt saman, snjór- inn, óhagstæður greiðslujöfnuður við útlönd, himininn, gamalt æv- intýr, kenning Darwins, óp hinna ofsahræddu í hlíðinni og að lok- um verður allt svart og þú ert staddur fyrir utan tíma og rúm. Ú'r fjarlægð berst þér rödd yfir- skálastjóra Guðmundar Ingimund- arsonar, sem spyr: Ætli hann sé mikið brotinn ? Þá renna upp fyrir þér ýmsar myndir: Fossvogskap- ella, fallegur söngur (Valskvart- ettinn?) og þú e'rt með vængi, læknar, sem leika sér að spýtu- kubbum. Jæja, þú erjt þá dauður og heyrir fo'rtíðinni til. En undarlega kalt er þarna hinum megin? En mitt í þessum hugleiðingum sækir á þig jarðnesk löngun, þig langar að hnerra, og þú hnerrar. Þá heyr- ir þú að Guðmundur Ásmundsson segir: Hann lifir, ég heyrði að hann ropaði. Þú lyftir höfðinu upp úr snjónum og mörg andlit horfa á þig spurulum augum. Þú segir: Hvar e'ru skíðin? Andlitin segja: Þau eru brotin. Þú segir: Hver braut þau? Andlitin: Það gerðir þú sjálfur Þú: Er ég lifandi? Þá hlæja öll andlitin eins og þú hefðir verið að segja Skotasögu. Þú: Ríst á fætur og týnir saman brotin úr skíðum þínum og labbar brjóstkassalaus heim með höfuðið milli axlanna. Hálftíma seinna situr þú við eldinn og sérð logana leika um þau einu skíði sem þú hefur eign- ast. J. 0. 0. Áning.

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.