Valsblaðið - 01.05.1959, Side 12
10
VALSBLAÐIÐ
Knattspyrnun nrið 2000
<s>----------------------------«>
Engin íþrótt um víða veröld
nýtur annarrar eins hylli meðal
þjóðanna og knattspyrnuíþróttin
og engin íþrótt er meira rædd
manna á milli en hún. Menn rök-
ræða leikskipulag, gera sér grein
fyrir mismunandi leikaðferðum,
vega og meta einstaka flokka og
leikmenn, leikni þeirra og við-
brögð, auk þess sem sjálfar leik-
reglurnar eru gagnrýndar. Um-
ræður þessar ganga svo aftur í
blöðum, útvarpi og sjónvarpi.
Leikreglurnar, vel á minnst.
Hvernig verður þessi vinsæla
íþrótt leikinn árið 2000. Að sama
hætti og nú er? Eða öðruvísi? Um
þetta var einn fyrrverandi meist-
araflokksmaður rússneskur nýlega
spurður, maður sem ekki aðeins
var frægur knattspyrnumaður á
sinni tíð, heldur er og sérfræðing-
ur í íþróttinni. Hann heitir And-
rej Starostin. Enginn getur gefið
nákvæmt svar við þessum spurn-
ingum, segir hann. En ef reglun-
um verður breytt, þá breytist og
eðli leiksins. Sjálfsagt er, bætir
hann við, að „breyta dálítið til“
hvað leikreglurnar snertir, og í
eftirfa'randi grein, sem er lauslega
þýdd og birtist í ritinu „Nyheter
frán Sovjet-unionen“ gerir hann
nánar grein fyrir skoðunum sín-
um. E.B.
<$.---- ----------------------------------
HVAÐ er það, sem öðru fremur
kemur áhorfendum að knatt-
spyrnukappleik í uppnám? Það er
þegar leikurinn nær hámarki, en
það er hverju sinni og mark er
skorað. Þess vegna er það, því
fleiri mörk sem gerð eru í leik,
þeim mun meira orkar hann á á-
horfendurna og sjálfa leikmenn-
ina. Þess vegna er það ekki álita-
mál, að leikur, þar sem skoruð eru
5 mörk gegn 4 eða 6 mörk gegn 5,
er ólíkt meira „spennandi" en
leikur, sem lýkur með 0 gegn 0,
1 gegn 1 eða með sigri 1 gegn 0.
Þó hins vegar megi til sanns veg-
ar færa, að leikir án marka geta
verið mjög skemmtilegir og fjör-
ugir. En slíkt er næsta sjaldgæft.
Vörnin er of „sterk“.
Oft hefir það hvarflað að mér
að álíta, að vörnin sé of „sterk“
eins og leikskipulaginu er nú hátt-
að, þar sem hin öfluga völdun og
hinn alræmdi tvöfaldi varnar-
veggur myndar einskonar „poka“
um markið.
Hefir hann kannske ekki nokk-
uð til síns máls, franski íþrótta-
blaðamaðurinn, sem hélt því fram,
að knattspyrnan hefði, með hinni
breyttu leikaðferð, þar sem mað-
ur er gegn manni, glatað uppruna
sínum? Þegar á knattspyrnuvell-
inum er um að ræða 10 „pör“ sem
hreyfast „í takt“ fram og aftur
um völlinn, í stað baráttuglaðra
einstaklinga, sem skapa frumlegar,
samslungnar sóknaraðgerðir, þá
er skipulagsgrundvellinum raskað
og hið sanna eðli knattspyrnunnar
hverfur í skuggann, og þá ekki
síður, er við bætist núgildandi
skipan rangstöðunnar, þar sem
leikmaður er sekur fundinn á vall-
arhelmingi mótherjanna, hafi
hann færri en tvo andstæðinga á
milli sín og endimarkanna í því
augnabliki og knettinum var leik-
ið til hans.
Það er orðið æ erfiðara og erf-
iðara fyrir framherjana að kom-
ast fram hjá þessum hindrunum.
Er því ekki kominn tími til að
gera t. d. rangstöðureglurnar ein-
faldari aftur — síðast var þeim
breytt árið 1926 — og fækka
,,millimótherjunum“ í einn?
Við fyrstu sýn kann þessi hug-
mynd að þykja fráleit og það er
vissulega á fullum rökum reist að
spyrja, með hvaða hætti megi
verjast því að „fá á sig“ tugi
marka?
Það gefur auga leið, að með
slíkri breytingu á rangstöðuregl-
unum, sem hér er talað um, gefst
framhJrjunum miklu meira svig-
rúm en áður var. En þrátt fyrir
það, er rangt að álykta svo, að
framhe'rjarnir geti skorað mörk
að vild sinni. Má í þessu sam-
bandi minna á varnaraðferð þá,
sem Jasjin hefir nýlega tekið upp
við markvörzluna, og verður þá
ljóst að breyting þessi leiðir ekki
til neins „hruns“ fyrir vörnina.
Auk þess eru líka framverðirnir
til aðstoðar.
IIiÖ nýja skipulag markvörzl-
unnar.
Hinir kunnu markverðir, þeir
Jasjins, Groscics, Rasinskij, Her-
kenrath, Remetter og margir aðr-
ir, gera sér fulla grein fyrir því
tvöfalda hlutverki, sem þeim ber
að inna af höndum í kappleik.
Vegna leikni sinnar og þess at-
hafnasvæðis, sem þeim er ákveðið,
ber að líta á þá sem almenna leik-
menn, er geti, auk þess að verja
markið, leikið þriðja bakvörð úti
á tsignum og það með ágætum og
öruggum árangri. Þeir hefja því
alls óhræddir löng úthlaup úr
markinu, þegar þeir telja þess
þörf, svo áhorfendunum hrýs hug-
ur við, og fullvíst er það, að á
meðal þeirra eru margir talsmenn
„gömlu aðferðarinnar", sem for-
dæma þessi nýju viðbrögð og
benda ótæpt á þá hættu, sem henni
er samfara, að hlaupa svo langt
út úr markinu, sem hér er gert.
En höndina á hjartastað. Myndi
nokkur hafa gaman af að horfa á
„áhættulausan“ kappleik? En
minnast ber þess, að sá mark-
vörður, sem hyggst leika eftir
þessari „nýju“ aðferð, verður að
vera góðum kostum búinn, og svo
vel þjálfaður, skipulagslega og
tæknilega sem framast er kostur.
Hins vegar geta einvígin við
markvörðinn uppi við mörkin auð-
vitað leitt til þess að mörkunum
fjölgi. En hvað um það, slíkt gef-