Valsblaðið - 01.05.1959, Page 13

Valsblaðið - 01.05.1959, Page 13
VALSBLAÐIÐ 11 ur leiknum aðeins aukið líf og lit og hvetur til aukinnar baráttufyr- ir því að greiða í sömu mynt. Markatalan breytist frá 4—3 í 5—4 eða 5—5, sem myndi verða allvenjulegt. Hins vegar eru mörk- in alltaf jafn mikils virði. Þess vegna erum við oft vitni að því, hvernig góður flokkur getur átt í erfiðleikum í viðureigninni við mun lakari flokk, sem af tilviljun hefir jafnað metin eða náð yfir- höndinni með einu eða öðru móti. Þar sem ekki aðeins varnarleik- menn lélegra liðsins, bæði bakverð- ir og framverðir, fylkja sér í vörnina, heldur koma og fram- herjarnir til liðs við þá, minnsta kosti sumir hverjir. Svo er barizt og varizt með útafspyrnum og knötturinn jafnvel sendur upp á áhorfendapallana eða yfir þá, út fyrir endamörkin og yfir eigið mark. I síðara tilfellinu er dæmd hornspyrna. En er hornspyrna í raun og veru svo hættuleg? Ég held ekki. I staö horns'pyrnu. .... Snjallir framherjar hefja sókn. Þeir sækja skipulega á, skapa eyður, sem eru nýttar af skilningi, samræma aðgerðir sínar af snilld, leggja sig alla fram. Þeir leika af lífi og sál, gagnteknir af hinum sanna anda leiksins, sem í þessari íþrótt er dýrmætara en allt annað. Þeir brjótast af leik- andi lipurð gegnum vörn mótherj- anna. Þessar samslungnu sóknar- aðgerðir reyna á framherjana, skangerð þeirra og þol. Leiðin að marki mótherjanna styttist óðum. Vörn þeirra hörfar til nýrra stöðva, nær markinu. Skyndilega er einn sóknarframherjanna kom- inn í skotfæri úr ákjósanlegri stöðu og nú skal endahnúturinn rekinn á hina glæsilegu sókn, en einmitt í því augnabliki, sem knettinum skal skotið tekst einum varnarleikmannanna að krækja í hann og senda hann yfir enda- mörkin. Glæsileg sóknaraðgerð, sköpuð af snilli og samvinnu hug- ar og fóta er að engu gerð með einu vísvitandi bellibragði. Hvern- ig er svo slíku hegnt? Hvaðan skal aukaspyrnunni spyrnt ? Mörg- um stikum frá þeim stað, sem brotið var framið. eða frá horn- fánanum. Úr því duga vart góðar staðsetningar eða önnur viðbrögð. Það er ætlað að aðeins 30. hverri hornspyrnu ljúki með marki. Svifi knattarins er fylgt af nákvæmni af vörninni, sem við öllu er búin, og ef í nauðirnar rekur, er aftur hægt að senda hann út fyrir enda- mörkin. Þannig má endurtaka þetta, hvað eftir annað, ef þörf gerist. Þess vegna má spyrja, er ekki meira réttlæti í því að dæma hornspyrnu frá þeim stað þar sem knettinum var spyrnt út af. Ha-fi honum verið spyrnt útaf við horn- fánann, þá sé honum spyrnt það- an, en hafi honum hins vegar ver- ið spyrnt út af um 10 stikur frá markinu, þá sé spyrnan fram- kvæmd þaðan o. s. frv. Þetta mun neyða hina „stórkarlalegu" vörn til að skipa málum sínum með öðrum hætti. Borgar það sig þá að leika varnarleik á þenna hátt, er ekki sigurstranglegra að reyna á hugkvæmnina og gera til- raun til að skapa eðlilegan og raunhæfan leik? Mér er kunnugt um það, að inn- an knattspyrnuhreyfingarinnar hefir þeirri hugmynd skotið upp, Knattspyrnumenn á vetraræfingu.

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.