Valsblaðið - 01.05.1959, Blaðsíða 14

Valsblaðið - 01.05.1959, Blaðsíða 14
12 VALSBLAÐIÐ að gera enn róttækari aðgerðir, sem sé að dæma vítaspyrnu, ef lið eyðileggur sóknarleik, með því að spyrna þrisvar í horn. Aukaspyrna í sta'ö innvarps. 1 þessu sambandi skal minnst á innvarpið. Að spy'rna út fyrir hliðarmörk, er einnig alltof auð- veld, að ég ekki segi auðvirðileg aðferð, til þess að brjóta velskipu- lagða sókn. Hvernig er nú því liði, sem af mikilli elju og lipurð hefir tekist að ná góðri sóknarstöðu og skapa sér markfæri, bættur skað- inn? Einn af leikmönnum þess fær að varpa knettinum inn á völl- inn með höndunum, sem þýðir, að hann lendir ekki langt frá þeim stað, þaðan sem honum var spyrnt útaf, en samherjamir eru í verri aðstöðu en áður, þar sem mótherj- arnir hafa, á meðan þetta gerðist, getað skipað vörnum sínum. Því væri réttlátara að dæma auka- spyrnu frá hliðarmörkum í stað innvarps. Þá mundu bakverðirnir og aðrir varnarleikmenn hugsa sig um tvisvar, áður en þeir spyrntu útaf. Þeir mundu þá frekar ráðast gegn mótherjanum og stöðva hann þannig og reyna að ná frá honum knettinum og svo senda hann með góðri sendingu á ákveðinn stað, ef þeir ættu það á hættu, að spyrna eitthvað út í bláinn, leiddi til auka- spymu, sem gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir lið þeirra. Allar þessar aðgerðir neyða þá, sem eru þannig skapi farnir að vilja „hafa sem minnst fyrir líf- inu“ í kappleik, til að reyna að gera sér ljósan tilgang knatt- spyrnunnar, kryfja hana til mergjar sem leik og uppeldismeð- al og þegar það lægi opið fyrir, mundu þeir hætta að leika hana á þann hátt, sem hvorki á skylt við eðli hennar eða tilgang. Nýr stigareilcningur. Svo að lokum nokkur orð um stigareikninginn. Það hefir oft verið um það rætt, að núgildandi stigareikningur gefi ekki sanna mynd af því, sem hann á í raun og veru að sýna. Nú er þetta þann- ig, að lið sem sigrað hefir með 1—0 eða 10—0 hlýtur aðeins tvö stig, hvoi'ki meira né minna. Sem sé, það er ekkert, sem örvar fram- herjana til að skora eins mörg mörk og þeim frekast er unnt. Þá er sú kenning meira en vafa- söm, sem haldið er fram, að það útaf fyrir sig, að hindra að of mörg mörk séu skoruð, jafngildi hálfum sigri, sama gildir og um allar þær fyrirfram gerðu varnar- áætlanir, sem gera ráð fyrir að margir framherjanna séu sífellt á þönum vörninni til aðstoðar og verða þannig meira þátttakendur í vörn en sókn. En orðið fram- herji, sem komið er af enska orð- inu „forward", merkir mann sem sækir fram. En hvaða hugmyndir eru þá uppi um breytingar á stigareikn- ingnum? I þessu sambandi skal þess getið, að til er nú þegar ná- kvæmt kerfi um þetta. Þar sem tekið er fullt tillit til gerðra marka. Höfundur þessa nýja kerf- is er rússneskur verkfræðingur að nafni Alexej Semjonov. 1 stórum dráttum er kerfi þetta hugsað þannig: Fyrir unnin leik með 1:0 tvö stig, fyrir unnin leik með 2:0 2.1 stig, fyrir unnin leik með 3:0 2.2 stig o. s. frv. Með slíkum stigareikningi sem þessum myndi hvert lið reyna að gera eins mörg mörk og það frek- ast gæti, og leggja sig allt fram þær 90 mínútur, sem leikur- inn stendur, með það í huga að ná sem hagfelldastri útkomu, að því er til stiganna tekur. Hið al- ræmda „þóf“ sem svo oft á sér stað, mundi hverfa af sjálfu sér. Framherjunum mundi verða það ljósara en nú virðist oft vera, hvert hlutverk þeirra raunverulega er, nefnilega að skora mörk og það sem flest. Þá sigrar að lokum sá, sem flest mörkin skorar, en ekki sá sem fæst gerir. Ég held að þessi stigareikning- ur, ef upp verður tekinn, muni hafa mikil og margvísleg áhi'if á leikmennina, í jákvæða átt, á leikni þeira og getu, þar sem slík- ur útreikningur gerir aukna kröfu til þeirra. Til þess að geta, í sjón- hending, sótt á frá einu marki til annars, þurfa til að koma vel framkvæmdar langspyrnur, sem hafna nákvæmlega þar, sem mót- herjinn er veikastur fyrir, uppi við markið, og hjá þeim samherj- anum, sem bezt er staðsettur hverju sinni, bæði að því er tekur til völdunar af hálfu mótherja og skotaðstöðu. Og það því fremur, sem hinar nýju rangstöðu-reglur væru þeim framherjanum hag- stæðari, sem staðsettur væri langt inná vallarhelmingi mótherjanna og í nálægð við mark þeirra. Hafi famherjarnir náð góðri staðsetn- ingu, þá er það algjör óþarfi að glata henni í eltingarleik við knöttinn. Miðherjinn á hér að starfa eins og áttavitanál, sem stefnir í eina átt og ákveðna — fram gegn marki mótherjans. Hans hugur á aðeins að vera bundinn við það eitt að skjóta fastar og af meira öryggi en framherjar andstæðinganna. Þá mun hvern stórviðburinn í leiknum reka annan, þ. e. hvert markið af öðru mun dynja yfir og leikurinn allur verða fjörugri og blæbrigðaríkari en ella, áhorfend- um öllum til aukinnar gleði og á- nægju og knattspyrnan í heild tekið stórt skref fram á við. Ferðahappdrœtti Vals Efnt hefir verið til happdrættis til tekjuöflunar fyrir starfsemi Vals. Stjórnin hefir haft allan undirbúning happdrættisins með höndum og eru miðarnir að koma í umferð. í happdrættinu eru 12 vinningar, allir hljóðandi upp á ferðalög, utanlands og inn- an, þar sem ýmist er ferðast í lofti, á legi eða landi. Stærsti vinn- ingurinn er ferð til Kaupmanna- hafnar fyrir tvo, heiman og heim. Miðinn kostar kr. 10.00. Þess er vænst að félagarnir sýni dugnað og snerpu við sölu miðanna, en dráttur á að fara fram 29. júní og verður ekki frestað. Valsmenn, yngri og eldri, liggið ekki á liði ykkar. Takmarkið er: Allir miðar seljist.

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.