Valsblaðið - 01.05.1959, Side 15

Valsblaðið - 01.05.1959, Side 15
VALSBLAÐIÐ 13 Knattþrautir K.S.Í Framh. af síðu 15. að lagt er af stað og þar til knett- inum er skilað aftur á upphafs- punktinn. Reka verður knöttinn á milli allra stanganna, annars er prófið ekki gilt. Leikmaðurinn ,,græðir“ tíma, ef hann rekur svo hratt sem mögulegt er á milli stanganna. Aðeins veittar 2 til- raunir. Árangur: Bronz: 35 sekúndur. 5. þraut — Spretthlaup. Sprettur með standandi við- bragði, 25 m vegalengd. Hámarks- tími fyrir bronz, 4,5 sek. Aðeins 1 tilraun veitt. 6. þraut — Ristarspyrna. Nákvæm. ristarspyrna með jörðu, 5 spyrnur með hvorum fæti. Spyrna skal á mark, 1,5 m breitt bil milli 2 stanga, og færi 15 m. i * Knettinum verður að spyrna, hann má ekki rúlla eða velta áfram. Spyrnan verður að vera hrein rist- arspyrna. Veita má 2 tilraunir. Árangur: Silfur: 6 heppnaðar spyrnur. Gull: 8 heppnaðar spyrn- ur. 7. þraut — Skalla upp í körfu. Skalla skal knöttinn upp í körfu, sem er í 2 m hæð frá jörðu og þvermál hennar skal vera 50 cm. Knetti skal lyft með fæti af jörðu og halda á lofti með fótum eða höfði unz hann er skallaður upp í körfuna. Knötturinn má ekki koma við jörðu eftir að tilraun er hafin. Knötturinn verður að fara rakleitt í körfuna eða af umgjörð- inni, en ekki af súlu eða vegg, sem karfan er fest á. 5 tilraunir og er eitt stig gefið fyrir hverja tilraun. Þessa þraut má reyna tvisvar sinnum. Árangur: Silfur: 2 stig. Gull: 4 stig. 8 þraut — Knattrekstur og sprettur. Knötturinn er rekinn sömu braut og í 4. þraut, en bætt er inn í þessa. þraut spretti 26,16 m, sem hlaupinn er eftir að knettinum hefur verið skilað á upphafs- punktinn eins og í 4. þraut. Er hlaupið með marklínu inn að miðju marki (Sbr. mynd með 4. þraut). Hámarkstími fyrir silfur er 35 sek. en fyrir gull 32 sek. Aðeins má veita 2 tilraunir. .9. Þraut — Skalla knött viðstöðu- laust. Knötturinn er tekinn úr kyrr- stöðu upp með fæti, þaðan upp á höfuð og hann skallaður viðstöðu- laust. Þarf að skalla hann 5 sinn- um fyrir bronzmerki. 10 sinnum fyrir silfurmerki, og 25 sinnum fyrir gullmerki. Eftir það skal hann drepinn örugglega með sól- anum. 10. þraut — Skalla tiltekna vegalengd. Knettinum er varpað upp með höndunum og hann sendur með skalla svo að hann falli milli til- tekinna strika, sem dregin eru bogmyndað með miðju geisla á upphafsstað. Fyrir bronzmerki er vegalengdin 5—7 m, fyrir silfur 8—10 m og fyrir gullmerki 14— 16 m. Aðeins má veita 2 tilraunir. Fyrir bronzmerlci eru þessar þrautir :1 — 2 — 3 — 4 — 5 — 9 — 10. Fyrir silfurmerki eru þessar þrautir: 1 — 2 — 3 — 6 — 7 — 8 — 9 — 10. Fyrir gullmerki eru þessar þrautir: 1 — 2 — 3 — 6 — 7 — 8 — 9 — 10. Æfingatafla Vals sumarið 1959 KNATTSPYRNA Meistara- og 1. flokkur: Mánudaga . . kl. 9 - -10.30 e.h. Miðvikudaga kl. 9 - -10.30 e.h. Föstudaga . . kl. 7.30- - 9 e.h. 2. flokkur: Þriðjudaga kl. 8.30- -10 e.h. Fimmtudaga kl. 8.30- -10 e.h. Laugardaga kl. 2 - - 3 e.h. 3. flokkur: Mánudaga . . kl. 8 - - 9 e.h. Miðvikudaga kl. 8 - - 9 e.h. Föstudaga .. kl. 9 - -10 e.h. u. flokkur: Mánudaga . . kl. 6.30- - 7.30 e.h. Miðvikudaga kl. 6.30- - 7.30 e.h. Föstudaga . . kl. 6.30- - 7.30 e.h. 5. floklcur: Mánudaga . . kl. 5.30- - 6.30 e.h. Þriðjudaga kl. 6 - - 7 e.h. Fimmtudaga kl. 6 - - 7 e.h. Knattþrautir 3. og U. flokks: Þriðjudaga kl. 7 — 8.30 e.h. Eldri félagar (Old boys): Fimmtudaga kl. 7.30— 8.30 e.h. HANDKNATTLEIKUR Kvennaflokkur: Mánudaga . . kl. 7.30— 8.30 e.h. Miðvikudaga kl. 7.30— 8.30 e.h. Aðalfundur fulltrúaráðsins Aðalfundur fulltrúaráðs Vals var haldinn í félagsheimilinu 18. febrúar s.l. Stjórn ráðsins gaf skýrslu um störf þess á kjörtíma- bilinu. Umræður urðu allmiklar um störf ráðsins og önnur félags- mál er fram voru borin. Stjórnin var endurkjörin, en hana skipa: Ólafur Sigurðsson formaður, Frí- mann Helgason og Andreas Berg- mann. Annar fundur ráðsins á þessu ári var haldinn 3. maí s.l., þar sem m. a. var rætt um nauð- syn á auknu húsrými fyrir félags- heimilið.

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.