Valsblaðið - 01.05.1959, Page 18
16
VALSBLAÐIÐ
Jk
ver er
\Ja lórvia ^nrinn ?
Það virðist vera óþarft að kynna
Sigurð Ólafsson í Vaisblaðinu.
Hann þekkja allir, sem þetta blað
lesa og allir vita að hann er í Val.
Tilgangur þessa greinaflokks er
heldur ekki sá, að kynna nýja eða
óþekkta Valsmenn, heldur fyrst
og fremst að þakka unnin stö'rf
og minna Valsmenn á, að þeir eigi
þessum mönnum nokkuð upp að
unna. Hver verður fyrir valinu
hverju sinni, fer eftir ýmsum að-
stæðum og röð þeirra því ekki mat
á framlagi þeirra til félagsins.
Valur á því láni að fagna, að eiga
marga slíka menn, svo helzt þyrfti
að geta margra í hverju blaði, en
Valsblaðið er aldrei nógu stórt
fyrir það efni sem í það þarf að
komast og fyrir hendi er.
Knattspyrnuferill Sigu’rðar er
orðinn æði langur. Hann var upp
á sitt bezta á styrjaldarárunum
og hann er enn liðtækur í lands-
lið okkar, eins og landsliðaleikur
árganganna 1948 og 1958 í fyrra,
sýndi svo áþreifanlega. Hann va'r
um langt skeið viðurkenndur ein-
hver traustasti varnarleikmaðui'
Reykvíkinga og ,,skalla“ hans var
viðbrugðið. Hann væri manna oft-
ast búinn að vera í landsliði, ef
landsleikir hefðu tíðkast á öllu
hans knattspyrnuskeiði, svo þétt
sem nú. Margan handknattleiks-
sigurinn var Sigurður og með að
færa félaginu, er það var hvað
sigursælast í þeirri grein.
Þó að Sigurður hafi unnið Val
vel og lengi á keppnisvelli, þá er
Valsmaðurinn Sigurður Ólafsson
annað og meira en íþróttakappi.
Hann hefur setið í stjórn fé-
lagsins um árabil og gerþekkir
rekstur þess, síðustu tvo áratug-
ina, betur en nokkur annar. Það
er og táknrænt fyrir Sigurð og
störf hans fyrir Val, að hann hef-
ur aðeins eitt ár verið formaður
félagsins, þó lagt hafi verið oftar
að honum en nokkrum öðrum
manni að taka að sér formennsk-
una. Hann vissi sem var, að ef
hann tæki að sér formennsku, þá
kæmist hann ekki yfir að vinna
hin ýmsu ,,smáverk“, sem hann
vinnur í kyrnþey, en myndu baka
félaginu hinn mesta skaða, færust
þau fyrir.
Þó allir leiti til Sigurðar, ef
þeim vantar að finna eitthvað frá
fyrri árum, þá verðu’r hinum sömu
vart hugsað til þess, að það hafi
einhverntíma þurft natni, hirðu-
semi og vinnu, að halda þessu til
haga og finna því stað, venjulega
í geymslulausu húsnæði.
Það hafa heldur ekki margir
fekið eftir því, að þessi sami mað-
ur er að dreyfa áburði á grasvöll-
inn, meðan tugir ungra manna eru
allt í kring að æfa og leika sér.
Þeim finnst bara sjálfsagt að völl-
urinn sé vel gróinn, fallegur og
nýsleginn. Þeir, sem sjá áttu um
áburðardreyfinguna, ætluðu sjálf-
sagt að sjá um að þetta yrði gert
og eins að völlurinn yrði sleginn,
en það drógst svolítið of lengi
vegna þessa eða hins. Drátturinn
hefur sjálfsagt haft eðlilegar or-
sakir, en hefði getað orðið af-
drifaríku'r. Til að fyrra slíkum
vandræðum greip Sigurður inn í.
Hann hrópaði ekki né baðaði út
höndum, eða hneykslaðist á
,,trassaskap“ eða „vanrækslu“ eða
heimtaði aðgerðir í málinu. Hann
bara vann verkið. Ofur einfalt og
látlaust.
Látleysi, prúðmennska, þraut-
seigja og stöðugt sta'rf, einkenna
Valsmanninn Sigurð Ólafsson.
Það væri hægt að skrifa margar
síður í Valsblaðið um störf Sig-
urðar í þágu Vals, en það verður
Jón Guðmundsson
minningarorð
7. janúar s.l. lézt hér í bæ einn al'
el/.tu félögum okkar í Val, Jón Guð-
mundsson verzlunarstjóri Verzlunar
Jes Zimsen.
Þegar á unga aldri tók Jón
virkan þátt í starfi KFUM og varð
því fljótlega, eins og aðrir tápmiklir
æskumenn þess félagsskapar, þátt-
takandi í hinu nýstofnaða fótbolta-
félagi innan KFUM, Knattspyrnufé-
laginu Val. Var hann með beztu
knattspymumönnum félagsins og
keppti fyrir það meðan „eldri Val-
ur“ var við líði. Jafnframt var hann
í stjórn félagsins og formaður Vals
árin 1916—1918.
Aðal félagsstarf sitt vann Jón
þó í Karlakór K F U M, síðar
Karlakórinn Fóstbræður. Var hann
um áratugi ein styrkasta stoð kórs-
ins, svo músíkalskur sem hann var,
drengur góður og traustur félagi.
Um leið og Valur hugsar með þakk-
læti til starfa Jóns í Val, vottar hann
eftirlifandi konu hans, frú Kristínu
Pálmadóttur og sonum þeirra, sína
innilegustu samúð.
Ó. S.
að bíða sérstaks tækifæris. Hann
er öllum Valsmönnum kær, og
vissulega er hann einhve'r hinn
dýrmætasti maður er Valur hef-
ur eignast.
Sigurður Ólafsson er fæddur í
Reykjavík. Kvæntur er hann Gyðu
Ingólfsdóttur, ágætri konu, er átt
'hefur með honum tvö mannvæn-
leg bö'rn.
Ó. S.