Valsblaðið - 01.05.1960, Page 11

Valsblaðið - 01.05.1960, Page 11
VALSBLAÐIÐ 11 f---------- ----------^ Ræílur þú vib knöttinn? v__________ ___________________' Hverju mundu þið ungu knatt- spyrnumenn í Val svara, ef þið væruð spurðir að því hver og einn, hvort þið ráðið við knöttinn? Sennilega yrðu svörin mörg, og nokkuð mismunandi. Sumir mundu brosa góðlátlega og hugsa með sér: Sá spyr kjánalega! Aðrir mundu draga svarið við sig og segja eða hugsa með sér: Ég kann dálítið eða ræð dálítið við hann. Enn aðr- ir mundu segja, eftir langa og sam- vizkusamlega athugun: Ég ræð ekki nóg við hann. Ef þið væruð nú enn spurðir að því, hvað ykkur finndist vera að- alatriðið í knattspyrnunni, hverju mundu þið þá svara? Enn mundu sjálfsagt mörg mis- munandi sjónarmið koma fram. Sumir mundu sennilega segja að það væri að leika saman. Aðrir mundu segja að geta skotið vel á markið. Enn aðrir mundu segja að úthald væri nauðsynlegast. Ymsir mundu álíta að hraði sé þýðingar- mestur og svona mundu ýmsar skoðanir verða á því hvað væri aðal-atriði eða undirstaða knatt- spyrnunnar. Knattleilcnin undirstaðan. Sennilega mundu sumir ykkar álíta að knattleiknin sé undirstað- an, og þeir eru á sama máli og allir beztu knattspyrnumenn sem uppi hafa verið. Hin atriðin sem nefnd voru eru líka nauðsynlegir þættir í knatt- spyrnunni, en enginn getur skotið vel nema hann hafi tileinkað sér þá leikni að geta skotið. Úthald er Úrslit leikja þriðja flokks: Þriðji fl. A: Valur—Haukar 6:6, Valur—Fram 6:3, Valur—Vík- ingur 6 : 11, Valur—K.R. 13: 5. Þriðji fl. B: Valur—Víkingur 8:7, Valur—Ármann 15:3, Valur— K.R. 19: 6, Valur—Fram 9: 11. Sveinn Kristjánsson var beðinn að segja nokkur orð um þriðja flokk- inn, og fer að hér þá eftir: ,,Ég get ekki annað sagt en að piltarnir hafi staðið sig vel, og þá sérstaklega B-sveitin, og vil ég þá geta leiksins við Víking, og þar sem og í hinum leikjunum átti Hermann góðan leik. A-liðið hefur líka staðið sig yfirleitt vel nema á móti Víking, og var það að sumu leyti óheppni um að kenna. Það er trú mín að sumir þessara pilta komi fljótlega inn í meistara- flokk og það fyrr en mann grunar. Samstarfið milli mín og þeirra hefur verið mjög gott, það er gaman að starfa með þeim. Þeir eru hlýðnir og fullir áhuga. Ég vil að lokum víkja að því að í mér er svolítill uggur um það að of margir hverfi og týnist af þessum ágæta hóp þegar þeir ganga upp í annan flokk. Mér fyndist því rétt að athuga það hvort ekki væri rétt að safna þeim saman a. m. k. einu sinni í viku, þar sem kennslu önnuðust góðir kennarar og þá fengju þeir líka að vera saman og þá er meiri von að þeir haldi hópinn“. Ungur forustumaður á velli og utan. Þeir sem fylgst hafa með þriðja flokki Vals tvö undanfarin ár munu hafa veitt athygli háum og föngulegum pilti, sem yfirleitt hefur borið af á leikvelli fyrir góðan og prúðan leik. Ef betur er að gætt kemur það í ljós að þessi ungi piltur er líka forustumaður utan vallar, eða leikvangs. Þeg- ar vinna þarf að verkefnum, sem til falla í sam- bandi við hin félagslegu störf, er hann einnig fyrsti maður til þess að leggja gjörfa hönd á plóginn. Þessi ungi maður er Gylfi Hjálmarsson, og þó í þriðja flokki séu margir ungir menn sem lofa góðu, mun engum gert órétt til að geta hans hér aðeins. — Hvað ert þú búinn að vera lengi í Val, og þykir þér gaman að handknattleik? — Aðeins tvö ár, var þar áður í Ármanni. Mér finnst leikurinn mjög skemmtilegur og gaman að vera með í honum. — Hver er staða þín, og í hvaða flokkum leikur þú? — Ég er bakvörður og þykir gaman að leika þar, það er mesta fjörið þar. Ég leik í öðrum og þriðja, og í fyrra lék ég í öðrum flokki B. Skemmtilegasti leikurinn, sem ég hef leikið var við Hauka í fyrra. I þeim leilc endaði fyrri hálfleikur 5:1 fyrir Hauka, en við unnum leikinn 8:6! — Ætlar þú að halda áfram og þá að komast í meistaraflokk ? — Já, auðvitað held ég áfram og þarf ekki að spyrja að því, og maður vonast til að komast í meistaraflokk, alla stráka dreymir sjálf- sagt um það. — Ert þú ánægður með 3. flokkinn? — Já, yfirleitt er ég það, og ekki vantar áhugann hjá strákunum. Mér finnst þó að þeir leggi ekki að sér á æfingunum sem skyldi. Ann- ars er „stemningin" ágæt í flokknum, en þetta kemur. — Þykir þér gaman að félagsstörfum? — Já, ég hugsa það, en mér finnst það aðalatriðið, ef eitthvað þarf að gera, eða er um að vera fyrir utan leik og æfingar, að þá komi allir og séu með og taki á sig þessi nauðsynlegu störf líka. Mér finnst gaman að vera með í þessu öllu saman, sagði Gylfi að lokum.

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.