Valsblaðið - 24.12.1962, Blaðsíða 16
14
VALSBLAÐIÐ
„Það er allt hægt!
Bara gera pað, “ segir Ulfar
„Ég get það ekki, þa3 er ókleift“.
Svo talaði einn af herforingjum Alex-
anders mikla, er liann var lengi búinn
að sitja um kastala nokkurn, án þess
að gengi eða ræki. „Áfram!“ hrópaði
Alexander. „Þeim, sem vill reyna, er
ekkert ómáttugt“.
Hann tók kastalann.
„Ef eittlivað mislieppnast, þá er það
því að kenna að menn eiga ekki nema
liálfan vilja,“ sagði Suwarraw. Viljinn
var lionum allt. „Ég veit ekki, ég kann
það ekki, það er ókleift.“ Slíkar við-
bárur fvrirleit liann. „Þeim, sem kann
þá list að vilja, er ekkert ókleift,“ sagði
Mirabeau. „Er það nauðsynlegt? Þá er
að gera það. Þetta er eina lögmál keppn-
innar.“
Kunnur rithöfundur kemst svo að
orði: „Það eru til þrennskonar menn:
Þeir sem vilja, þeir sem ekki vilja og
þeir sem ekki geta. Hinir fyrstu fram-
kvæma allt, liinir aðrir vinna á móti
öllu og hinum þriðju misheppnast allt.“
Margar fleiri ívitnanir, sem þessar,
frægra manna væri hægt að koma með.
En þetta nægir að sinni, til að minna
á, að það er fyrst og fremst undir vilja-
orku mannsins komið, hvernig lionum
farnast, hvort heldur er í starfi eða leik.
Þeir, sem ekki eiga viljann, vinna gegn
öllu, en þeir sem eiga liann framkvæma
allt.
Keppendum vorum öllum, konum og
körlum, ungum og gömlum er því hollt
að minnast þess, við æfingar og í kapp-
leik, að viljinn gerir meira en draga
liálft hlass, hann er undirstaðan að öll-
um sigurmöguleikum vorum og félags-
legum framförum. Sá snjalli maður,
Victor Hugo, sagði eitt sinn: „Það er
viljinn, en ekki málturinn, sem vant-
ar.“ Látum það ekki á oss sannast Vals-
menn og konur, að oss skorti viljann.
Sýnum í verki viljans merki. Vilji er
allt sem þarf.
EB.
Sigmundur Tómasson, formaður SkíSadeildar.
Ungur leiótogi. Athugull og athafnasamur. Var
með í Noregsför Vals 1957.
SIGMUNDUR TÓMASSON
KOSINN FORMAÐUR
Skíðadeild Vals hélt aðalfund sinn
í nóvember, og flutti formaður, Stefán
Hallgrímsson, skýrslu deildarinnar, en
starfsemi hennar var með svipuðu sniði
og undanfarið.
í skýrslunni kom fram að þrátt fyrir
auglýsingar í félagsheimilinu hefði á-
liugi ekki verið fyrir skíðaferðum fram
undir páska.
Þá var einnig minni þátttaka í páska-
helginni en vant er og þó var allt með
AÐ EIGA AFMÆLI
Það er góður siður, að þegar menn
eiga afmæli bjóði þeir vinum sínum að
taka þátt í gleðinni, þ. e. a. s. vinirnir
heimsækja þá, og gerast kátir og hreif-
ir — og eru svo daufir daginn eftir.
Það er einmitt þetta sem kom fyrir
í starfsemi Skíðadeildar á s.l. ári —
menn voru daufir eftir afmælistilstand-
ið. Þá væri það synd að segja að starf-
semin liafi legið niðri. Farnar voru
nokkrar skíðaferðir og var þátttaka yf-
irleitt góð. Voru það einkum yngri fé-
lagarnir sem sóttu upp eftir, en hinir
eldri sátu dasaðir í bænum. Og það er
í framhaldi af þessu, að nú hafa ung-
ir, efnilegir menn valizt í stjórn deild-
arinnar, og er ekki að efa að þeir eiga
eftir að gera veg liennar mikinn. Þeirri
stjórn, er nú tekur við, bíða mörg verk-
efni, svo sem endurbætur á húsinu og
fleira.
Svo sem fyrr segir voru farnar nokkr-
ar ferðir upp eftir með sæmilegri þátt-
töku. Undu menn hag sínum hið bezta
uppfrá við kvöldvökur og útiveru. Væri
það athugandi fyrir liina nýkjörnu
stjórn, að efna til gönguferða um ná-
grenni skálans undir stjóm kunnugra
manna.
sama fyrirkomulagi og áður. Efnt var
til skíðamóts og voru þátttakendur að-
eins 4 og það merkilega var að 3 þeirra
voru þeir sömu og tóku þátt í fyrsta
skíðamóti félagsins 1945.
Formaður benti á í skýrslunni að
æskilegt væri að nota skálann meira
um helgar á sumrum, og fara þangað
með t. d. 5.—4. og 3. flokk. Gat hann
þess að möguleiki væri að setja þar
upp sumarbúðir.
Til mála hefði komið að stækka eld-
liús skálans, en meðan áhugi er ekki
meiri fyrir því að fara þangað er ekki
grundvöllur að ráðast í neinar breyt-
ingar.
Nokkrar umræður urðu á fundinum
og hvatti Guðmundur Ingimundarson
menn til að nota skála félagsins.
Stjórnarkjör fór þannig að formað-
ur var kjörinn Sigmundur Tómasson
og varaformaður Gunnsteinn Skúlason,
Guðmundur Guðjónsson gjaldkeri, Guð-
mundur Magnússon ritari og Jón
Ágústsson. Varastjóm: Stefán Hall-
grímsson og Sigurður Gunnarsson.
OG SVO KOMU PÁSKAR
Um páskana dvöldu þarna upp frá
um fjörutíu manns að staðaldri, fyrir
utan gestkomandi, sem voru alltaf
nokkrir. Hjónafólk var með minnsta
móti, og af eldri félögum dvaldi að-
eins einn alla páskana, okkar góðkunni
Pétur Antonsson, ásamt konu sinni og
tveim börnum þeirra lijóna.
Kvöldvökur og skemmtanir voru öll
kvöldin, en aðal hátíðin var sem fyrr,
laugardagskvöldið, og voru gestir þá
með mesta móti. Þessa kvöldvöku var
viðstaddur blaðamaður og Ijósmyndari
frá Vísi, og sögðu þeir frá vökunni
bæði í máli og myndum.
Fyrsta atriðið á kvvöldvökunni var
mælskukeppni. Voru þeir látnir
keppa, er mest gjömmuðu um nætur
þegar aðrir vildu hafa svefnfrið. En
svo fór, að þegar þeim liafði verið gef-
ið orðið urðu þeir þögulir og undu illa
hag sínum.
Næst voru eiginmenn látnir keppa í
matreiðslu í orði en ekki á borði, og
sátu konur þeirra í dómi. Voru þama
framreiddir liinir dýrustu réttir í töl-
uðu máli og losnaði mjög um munn-
vatn hjá mörgum. Er það sómasam-
leg lygi að segja, að út úr hafi runnið
Af sprundum og hölum í Sleggjubeinsdal