Valsblaðið - 24.12.1962, Blaðsíða 10

Valsblaðið - 24.12.1962, Blaðsíða 10
8 VALSBLAÐIÐ og aflienti bikar sem unninn var í sam- bandi við innanhússmót í knattspyrnu og annar flokkur stóð að. Rætt var um viðurkenningu til leik- manna fyrir langan leiktíma eða til manna, sem leikið liafa tiltekna tölu leikja. Margt fleira var rætt á fundinum, sem var fjölmennur. Fundarstjóri var Valgeir Ársælsson og fundarritari Einar Björnsson. F. H. Úr skýrslu handknattleiksdeildar íslandsmeistrar Vals 1962. TaliS frá vinstri: Dóra Gunnarsdóttir, Sigrún Geirsdóttir, Svanhildur SigurSardóttir, Bára GuSjónsdóttir, GuSbjörg Árnadóttir, SigríSur SigurSardóttir, Vnnur Her- mannsdóttir, Malla Magnúsdóttir, Hrefna Pétursdóttir, Erla Magnúsdóttir, Elín Eymundsdóttir. Á aðalfundi Handknattleiksdeildar- innar, sem haldinn var að Hlíðarenda 12. okt. s.L, lagði stjórnin fram ágæta skýrslu um starfsemi deildarinnar á liðnu starfsári, og ber hún með sér að vel hefur verið unnið og markvisst og margir lagt þar hönd að verki. Verður hér stuttlega sagt frá því helzta. Stjórnin hélt 27 bókaða fundi á ár- inu, sem verið hafa mjög vel sóttir. Þjálfun handknattleiksfólksins hafa félagsmenn annast, en það voru: Árni Njálsson annaðist þjálfun meist- ara- og annars flokks kvenna. Þórður Þorkelsson og Sigurhans Hjartarson sáu um meistara- og annan flokk karla. Pétur Antonsson þjálfaði þriðja flokk. Stefán Ó Árnason og Þórarinn Ey- þórsson þjálfuðu fjórða flokk. Stjórnin gerði tilraun til þess að fá danskan handknattleiksþjálfara fyrir keppnistímabilið sem nú er að byrja, en af því gat ekki orðið á þessu hausti, en formaður deildarinnar kynntist þjálfara í Danmörku, sem ef til vill lief- ur áhuga á því að koma hingað næsta haust. Á liðnu starfsári átti Valur kost á því að senda mann á þjálfaranámskeið í Danmörku og ákvað stjórn deildar- innar að velja Þórarin Eyþórsson til fararinnar, en hann er kunnur fyrir á- huga sinn og starfsvilja. Á miðju sumri ákvað stjórnin að at- huga livort ekki væri athugandi að reyna að byrja æfingar innanhúss dá- lítið fyrr en venjulega. Æfingar þessar voru illa sóttar af karlaflokkunum, en betur af stúlkunum. 11. flokkur 1962. Aftari röS frá vinstri: Ingi Eyvinds formaSur, Þórir Jónsson, Harry SigurSsson, SigurSur GuSmundsson, Stefán Sandholt, ÞórSur Þorkelsson þjálfari. — Fremri röð frá vinstri: SigurSur Dagsson, Jón B. Ólafsson, Gylfi Jónsson. MÓT OG LEIKIR FLOKKANNA Meistaraflokkur karla: 1 Reykjavíkurmótinu urðum við nr. 4—5 ásamt KR, skoruðum 66 mörk gegn 74 og hlutum 6 stig.

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.