Valsblaðið - 24.12.1962, Page 11

Valsblaðið - 24.12.1962, Page 11
VALSBLAÐIÐ 9 1 Islandsmótinu skeðu þau sorglegu tíSindi að meistarflokkur féll niður í aðra deild eftir aukaleik við KR, sem við töpuðum 14—19. I Islandsmótinu skoraði flokkurinn 94 mörk gegn 144 og varð nr. 6. Annar flokkur karla: Reykjavíkurmótinu var skipt í riðla og lék annar flokkur í B-riðli. Valur og Víkingur voru jafnir að stigum og mörkum að leikjum loknum og þurfti því að leika aukaleik, sem svo Víking- ur vann með 6:3. 1 Islandsmótinu lék svo annar flokk- ur í B-riðli og vann þann riðil glæsi- lega. 1 úrslitaleik milli sigurvegaranna í A- og B-riðli tapaði svo Valur naumlega fyrir Víking með 10:9. Annar flokkur B: Valur tók þátt í Reykjavíkurmótinu í þessum flokki. 1 Islandsmótinu lenti flokkurinn í A-riðli og varð nr. tvö og skoraði 16 mörk gegn 15. ÞriSji flokkur A: 1 Reykjavíkurmótinu keppti flokkur- inn í A-riðli og varð nr. tvö, skoraði 21 mark gegn 20, hafði óhagstæðara marka- hlutfall en KR og lenti því í öðru sæti. 1 Islandsmótinu var Valur nú í B- riðli og vann þann riðil glæsilega, hlaut 10 stig, vann alla leiki sína. Þegar svo úrslitaleikurinn var leikinn milli A- og B-riðils sigraði Valur KR með 10 mörk- um gegn 9, og fékk Valur þar fyrstu meistara sína í þessu móti. íslandsmeistarar III. jlokks Vals 1962. Fremri röð frá vinstri: Gunnsteinn Skúlason, Finnbogi Pálsson, Jón Carlsson. Aftari röS frá vinstri. Birgir HarSarson, Bergsveinn Alfonsson, Ágúst Ögmundsson, Hermann Gunnarsson. ÞriSji flokkur B: Reykjavíkurmótið í þriðja flokki B fór fram í einum riðli og varð Valur þar í fimmta sæti, skoraði 35 mörk gegn 36, og fékk 3 stig. 1 íslandsmótinu lék flokkurinn í A-riðli og vann þann riðil á hagstæðari markatölu við Fram. 1 úr- slitaleik léku þeir svo við KR og töp- uðu með 7 mörkum gegn 8 eftir jafnan og spennandi leik. Á s.l. sumri fór fram svokallað sumar- mót í þriðja flokki karla samhliða Is- landsmótinu í karlaflokki utanhúss. Sigruðu Valspiltarnir þar í B-riðli. — Þegar til úrslitanna kom á milli sigur- vegaranna úr riðlunum, mættu Ármenn- ingar ekki til leiks. FjórSi flokkur: Engin opinber mót voru lialdin í þess- um flokki, en jólamót var haldið að HKðarenda, með þátttöku frá Reykja- víkurfélögunum öllum og FH og Hauk- um úr Hafnarfirði. Var þetta útsláttar- keppni og tapaði Valur fyrir lR 8:5. Fram sigraði í móti þessu. Mcistaraflokkur kvenna: 1 Reykjavíkurmóti kvenna náðu Vals- stúlkurnar góðum árangri, hlutu 7 stig og urðu nr. 2. 1 afmælismóti HKRR, sem var út- sláttarkeppni, sigraði Valur, vann Frarn í úrslitaleik 6:5. 1 Islandsmótinu sýndu Valsstúlkurn- ar þann baráttuvilja, sem leiddi til þess að þær náðu því langþráða takmarki að hljóta sæmdarheitið Islandsmeistar- ar 1962, öllum sönmirn Valsmönnum og konum til mikillar ánægju. Annar flokkur kvenna: Annar flokkur kvenna tók þátt í Reykjavíkurmótinu og var nr. 5, hlaut 2 stig, gerði 26 mörk gegn 21. 1 Islandsmótinu tók flokkurinn einn- ig þátt og keppti í B-riðli og varð þar nr. 4 og hlaut 2 stig.

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.