Valsblaðið - 24.12.1962, Blaðsíða 19

Valsblaðið - 24.12.1962, Blaðsíða 19
VALSBLAÐIÐ 17 Þegar búkurinn er oj „stór“, peysan oj jtröng, er jtjóbraö aö nota talkum. Þetta gafst vel í Mílanó. lengi var fyrirliði í ítalska landsliðinu, en við lékum saman í Mílan á sínum tíma. Aðalvandamálið í búningsklefanum var að finna skyrtu lianda okkur tveim, þær voru allar of litlar. Úr þessu rætt- ist þó að lokum. Leiðin út á völlinn liggur um jarð- göng úr búningsklefunum. Þetta voru gamlar slóðir, sem við tróðum „í gamla daga“. Það rifjuðust upp fyrir mér at- vik liðinna tíma. Það er erfitt að lýsa tilfinningum sínum þegar maður kom inn á þennan fagra grasvöll baðaðan í flóðljósum. Mann hafði aldrei dreymt um að fá að ganga þessa slóð aftur í knattspyrnuskóm, lieyra glöð fagnaðar- læti áhorfendanna, sama líflega tóninn óma allt um kring, alveg eins og áður. Þetta var æfintýri eða draumur, en ekki veruleiki. Þetta kom, eins og dásamleg svip- mynd, þar sem okkur var leyft raun- verulega að skjótast 15 ár aftur í tím- ann, og lifa upp aftur 2x45 mínútur í leik. Ég held að fáir þeirra, sem gengu þessa slóð, hafi klökknað. Og ég segi að það er eittlivað sein skeður í hug okkar, sem ekki þekkist hér. 1 lijarta okkar erum við innilega samstilltir, stoltir yfir því að vera í búningi félags- ins og hrífumst af lit hans og merkj- um. Nafn félagsins ómar, að mér virð- ist, öðru vísi í hug og á tungu, en ég verð var við hér. Það var Hka þægilegt að verða var við að áhorfendur fögnuðu mjög liin- um langt aðkomnu gestum, frá Norð- urlöndunum. Það virðist sem þeir hafi tekið sérstöku ástfóstri við þá. Mílan varð líka mjög sigursælt, með hina þrjá Svía í framlínunni, þá: Gre-No-Li. (Gunnar Gren, Gunnar Nordahl og Liedholm). Gunnar Gren kom til Milan rétt áður en ég fór þaðan, og má segja, að liann liafi „farið í mín föt“, þvf liann tók stöðu mína í liðinu, liann fékk íbúð mína, og liluta af liúsgögnum mín- um. Gunnar er mikill heiðursmaður og liefur lialdizt með okkur mikil vinátta síðan. „KÓRÓNA Á ÓYÆNTU ÆFINTÝRI“ Sjálfur leikurinn hefst með því, að við byrjum með knöttinn, og sendi ég liann til Gunnars Gren, fæ hann síðan aftur, sendi hann til miðframvarðar, .sem sendir svo aftur til Gunnars, og í jiriðja sinn fæ ég knöttinn, og er þá kominn það langt fram á völlinn, að markmaður er einn eftir, en þá voru það linén sem voru þannig komin, að þau þoldu ekki þungann og áreynsluna og bognuðu og ég valt um koll. Markmaðurinn var líka of seinn vit, en það gerði ekkert til fyrir liann, því ég lá! Ég þoldi einfaldlega ekki þenn- an byrjunarhraða. Þá tók ég það til bragðs, sem gamall refur, að taka mér stöðu þar sem ekki var liægt að „finna“ mig, og tók mér lireinlega hvíld, og eftir 5 mínútur liafði ég jafnað mig nokkuð, eftir þessa hröðu byrjun. Náð- um við Gunnar Gren oft vel saman, og nokkru eftir þess livíld mína, nær Gunn- ar góðum samleik við litherjann Car- appellse, sem er 'kominn upp að liorn- fána, og sendir þaðan fyrir markið og svolítið aftur. Ég fylgdi fast eftir, og kemur sendingin til mín, þar sem ég er á fleygiferð fram og næ því að skjóta ineð vinstra fæti í mjaðmarliæð, og í þeirri hæð þaut knötturinn beint í mark- ið, sem markmaður liafði ekki mögu- leika til að verja. Mílan-áhorfendur ætl- uðu að ærast af fögnuði. Þetta var dá- samleg stund, kóróna á óvæntu æfin- týri. Ég óskaði eftir að leika ekki með í síðari hálfleik, þar sem ég liefði ekki út-

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.