Valsblaðið - 24.12.1962, Síða 21

Valsblaðið - 24.12.1962, Síða 21
VALSBLAÐIÐ 19 GEIR GUÐMUNDSSON: „Fýlupokar eiga ekki heima í knattspyrnuliði“ Valsblaöið sneri sér til Geirs Guð- mundssonar, og bað hann að segja álit sitt á eldri og yngri leikmönnum Vals í dag, þar sem bann hefur fylgzt með báðum á liðnu sumri. Geir var á sínum tíma einn af mátt- arstólpum meistaraflokks, eða nánar til tekið frá 1939 til 1946, en meiddist þá og kom minna við sögu eftir það. Hann varð fimm sinnum Islands- meistari. Auk þess var liann á sömu ár- um mjög virkur handknattleiksmaður og Islandsmeistari í þeirri grein. Hann annaðist þjálfun annars flokks á s.l. sumri og mun gera það áfram næsta sumar, og er það vel að svo reynd- ir menn taka að sér þjálfun og tilsögn hjá ungum mönnum. Geir sagði m. a.: Ef við spjöllum fyrst um yngri mennina, vildi ég segja, að mér finnst koma of lítið út úr yngri flokkunum, of lítið af mönnum, sem ráða yfir nægri kunnáttu eftir að liafa farið í gegnum alla yngri flokkana. Ég held að ástæðan sé sú, að of lítil álierzla sé lögð á knattmeðferð í kennslunni í yngstu flokkunuin. Mér finnst, að þeg- ar þeir eru búnir að fara í gegnum fimmta, f jórða og þriðja flokk, ættu þeir að hafa það góða knattmeðferð, að úr því þyrfti ekki að leggja á hana eins mikla áherzlu, eða eyða í hana mjög miklum tíma. Það er eins og í þessum flokkum sé krafturinn látinn ráða, liinn sterki, sem getur brotizt í gegn af kröftum og stærð, sé sá sem dáðst er að, þó hann hafi ekki lægni eða verulega kunnáttu til að bera. Það er þó vitað, að aðeins hinn leikni maður getur orðið góður knattspymu- maður. Þess vegna álít ég, að það eigi að leggja verulega rækt við knattþrautir KSl, og það væri hægt að koma þeim einnig í keppnisform innbyrðis milli drengja. Það er líka áberandi hjá okkar leik- mönnum að raunar er það alinennt, að menn temja sér að standa kyrrir þeg- ar þeir taka á móti knetti í stað þess að jafnskjótt og hæfnin leyfir, að taka liann með sér og vinna á þann hátt tíma á meðan mótherjinn veit ekki livað liann ætlar að gera, það eru dýr- mæt augnablik. Framtíðin byggist á því, að hugsað sé vel um ungu strákana. Þá vil ég benda á eitt atriði, sem mér finnst áberandi í knattspyrnunni í Val, og það er eins og menn vanti svo mikið leikgleði, það er eins og þeir skemmti sér ekki neitt og séu tilbúnir að fara í fýlu, ef ekki er allt eftir þeirra höfði! Hins vegar er ég bjartsýnn með fram- tíðina, því það eru ekki síður efni hjá Val en í öðrum félögum, og aðstaðan er orðin góð. Ég vil þó leggja áherzlu á, að það þarf að hugsa vel um drengina þegar þeir flytjast á milli flokkanna, sérstaklega er þeir fara úr þriðja og í annan og úr öðrum í fyrsta aldursflokk. „Þd8 þarf aS hreinsa til í meistara- flokki, ef---------■“ Satt að segja virðist mér, að það þyrfti að hreinsa verulega til í meist- araflokknum, og þá að gefa þeim yngri tækifæri. Það virðist að marga þeirra vanti sjálfsagða leikgleði og þá stemn- ingu sem þarf til þess að ná skemmti- legum leik. Mér finnst þetta raunar vera í flestum liðunum. Það er líka eins og að þeir treysti ekki liverjir öðrum, og sendi knöttinn ekki til þeirra, sem eru bezt staðsettir, vegna þess að þeir búast við að sá tapi lionum. Að treysta hverjum öðrum skapar siðferðilegan styrk, því það örf- ar að finna traustið og skapar meiri samheldni. Þá má benda á, livað Valsliðið notar lítið útlierjana, en að mínu viti er það frumskilyrði til þess að brjóta niður vörn mótherjanna. Þegar ég lék í liði Vals, var okkur ,,innprentað“ að treysta samlierjunum, það forðaði þeim frá því að fá vanmáttarkennd. Mér finnst líka, að liðsmenn Vals í ineistaraflokki leggi sig ekki verulega fram. Hafa þeir þroskamöguleika ? Því ekki það, en því aðeins að þeir Geir GuSmundsson. Gamalrcyndur leikma'öur og meistari segir m. a.: „Þeir leggja sig ekki jram í meistaraflokki“. æfi betur en þeir hafa gert, já, og allir, svo ekki verði veikur hlekkur í keðj- unni. Ef þeir ná samstillingu, leikgleði og sýni vilja, leggi niður alla fýlu í leikjum sínum, kemur árangurinn fljótt í ljós. Ég álít að fýlupokar eigi ekki heima í knattspyrnuliði, sama hvaða flokkur er. Sannleikurinn er sá, að það eðlilega er, að þeir sem eru góðir eiga að lijálpa liinum með því að „spila þá upp“ eins og það er kallað, og örfa þá en ekki að drepa niður leiðgleði þeirra, og stemningu. Þeir verða einnig að sýna meiri bar- áttuvilja þegar illa gengur. Áður var það hamrað inn í okkur að gefast ekki upp, berjast og þá ekki sízt ef illa gekk. Sannleikurinn er og sá, að baráttan er líka það skemmtilega við leikinn og keppnina, og þegar illa gengur reynir fyrst og fremst á kappann, hvað hann getur og hvers virði liann er fyrir lið sitt og félag. Þá vildi ég segja að lokum, að það er ljóður á leik Valsmanna og raunar flestra annarra íslenzkra knattspyrnu- manna, hvað þeir búa illa í liaginn fyr- ir samherja sína, í sendingum, og á þann liátt tefja leikinn og gera þeim oft erfitt fyrir í leiknum. En þessi atriði, sem liér eru nefnd, ættu Valsmenn að geta tileinkað sér í framtíðinni. Annars er ég yfirleitt bjartsýnn með framtíð knattspyrnunn- ar í Va'l. F. H.

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.