Valsblaðið - 24.12.1962, Blaðsíða 22
20
VALSBLAÐIÐ
Axel Tulinius, fyrsti forseti ÍSf.
Séra FriSrik FriSriksson hafSi miklar mætur á
Tuleniusi, og hann á FriSrik, enda voru þeir
félagar í „Skydeforeningen“ í Kaupmannahöfn
og æ síSan meSan báSir lifSu.
Á þessu ári átti íþróttasamband Is-
lands hálfrar aldar afmæli. Stofndag-
ur þess er 28. janúar 1912. Forgöngu-
maður að stofnun sambandsins var Sig-
urjón Pétursson, þáverandi glímukóng-
ur Islands, síðar stórvirkur iðnrekandi.
Sigurjón var einn af höfuðskörungum
íþróttahreyfingarinnar og víðkunnur
íþróttagarpur.
Stofnfundur ISl var háður í Báru-
húsinu (síðar íþróttahús KR), sátu
hann fulltrúar 7 íþróttafélaga, öll úr
Reykjavík, en auk þess 5 önnur félög,
þar af tvö úr Reykjavík og þrjú frá
Akureyri, sem tilkynntu þátttöku sína,
og teljast þau til stofnfélaganna, svo
þau urðu alls 12 félögin, sem stofn-
uðu ISl.
Fmidarstjóri var Axel Tulinius sýslu-
maður, en hann var síðan kjörinn fyrsti
forseti samhandsins. Auk annarra þjóð-
ktmnra manna, sem þama koma mjög
við sögu, var Ólafur Bjömsson ritstjóri
Isafoldar, Guðmundur Björnson land-
læknir, Halldór Hansen læknir, Jón
Ásbjörnsson hæstaréttarlögm., Tryggvi
Þórhallsson síðar forsætisráðherra og
margir fleiri. Má fullyrða að þarna var
valinn maður í hverju rúmi.
ISI 50 ára
Auk Axels Tulinius forseta, skipuðu
þessir fyrstu stjórnina: dr. Björn
Björnsson frá Viðfirði (sá sem ritaði
hina gagnmerku bók, Iþróttir forn-
manna, sem hann tileinkaði æsku Is-
lands), Guðmundur Björnson land-
læknir, Björn Jakohsson íþróttakenn-
ari og HaRdór Hansen læknir.
Axel Tulinius var forseti sambands-
ins frá 1912 til 1925, en þá tók Benedikt
G. Waage við, en hann var kosinn í
stjórnina 1915, og gegndi því mikils-
verða starfi til ársins 1962, en þá tók
við Gísli Halldórsson, og auk hans em
nú í stjórninni: Guðjón Einarsson, Axel
Jónsson, Sveinn Björnsson og Gunn-
laugur Briem.
Það er eftirtektarverk, að í hálfa öld
gegndu aðeins tveir menn embætti for-
setans, sýnir það betur en annað, hversu
heppnin hefur verið með í vali for-
ystumanna sambandsins, og það átt sinn
drjúga og góða þátt í að efla það og
treysta og forða því frá óþarfa flokka-
dráttum, sem auðveldlega hefðu getað
skapazt, því til óbætanlegs tjóns, með-
an það var að mótast og festa rætur.
Með stofnun ISÍ er loks komið það
afl, sem fært var að fylkja hinum
dreifðu íþróttafélögum til sameigin-
legra átaka, á sviði íþrótta, líkamsrækt-
ar og aukinnar almennrar þjóðmenn-
ingar. Þess vegna er 28. janúar einn af
heilladögum í sögu þjóðar vorrar.
Afmælisins var minnzt með miklum
glæsibrag. Út kom veglegt afmælisrit,
efnt til „sögusýningar“, þar sem sýndur
var einskonar þverskurður af íþrótta-
starfinu hér á landi, aRt frá landnáms-
tíð til vorra daga.
Þá var mikil veizla gjörð að Hótel
Borg, þar sem saman var komið flest
stórmenni þjóðarinnar með forseta lýð-
veldisins í broddi fylkingar, en hann
er verndari ISl. EB.
Benedikf G. Waage
kjörinn heiöursforseti
■þröttahreyfingarinnar
Á síðasta ársþingi Iþróttasambands
Islands baðst Benedikt G. Waage und-
an endurkosningu, sem forseti ISl, en
hann hefur verið forseti ISl í 36 ár og
átt sæti í stjórn sambandsins í 47 ár,
eða frá árinu 1915.
Munu fáir íþróttaleiðtogar hafa, af
annarri eins elju og áhuga, unnið svo
lengi að íþróttamálum sem Benedikt
hefur gert. Mun óhætt að fullyrða, að
enginn Islendingur hafi staðið svo lengi
í fremstu víglínu og hann.
Benedikt hefur imnið íþróttimiun af
heilum hug, og má segja að hann hafi
fórnað þeim ævistarfi sínu. Á yngri ár-
um var hann mjög alhliða íþróttamað-
ur og þó mun sund hafa verið sú grein,
sem hann mat mest. Hann var óþreyt-
andi á hvatningum sínum til ungs fólks,
að iðka íþróttir, fara í fjallgöngur, og
nota „sjóinn og sólskinið“, eins og hann
segir svo oft.
Sem verðugt þakklæti fyrir störf
hans fyrir íþróttahreyfinguna var hann
einróma kjörinn heiðursforseti Iþrótta-
sambands á þinginu, sá fyrsti í röðinni.
Fyrir hönd allra Valsmanna er Bene-
dikt þakkað starf hans í öll þessi ár.
F. H.