Valsblaðið - 01.05.1990, Blaðsíða 3

Valsblaðið - 01.05.1990, Blaðsíða 3
Sólhvörfin miklu Senn eru liðin þúsund ár síðan íslendingar játuðust Kristi. Engin tímamót í sögu þeirra eru um gildi samþærileg við það. Með kristn- inni þárust áhrifin frá háþróaðri, alþjóðlegri menningu hingað í landið. í meðförum ís- lenskra manna, sem sóttu sér menntun til bestu skóla álfunnar, varð sú menning þjóð- leg, ekki ytra snið eða fárra manna eign, hún varð samgróin þjóðaranda. Engin hugverk eru íslenskari en Lilja Eysteins, Passíusálmar Hallgríms og postilla Vidalíns, eða ljóð og sálmar séra Friðriks Friðrikssonar. Ekkert var ort á íslandi, sem yrði þjóðlegri arfur og nánari séreign hvers barns en jólasálmarnir okkar. Já, jólin komu hingað og námu hér land fyrir nær þúsund árum. Það er að segja KRISTIN JÓL. Orðið jól er heiðið. Enginn veit hvað það þýðir. Jól voru haldin í heiðni um það leyti sem dagur er skemmstur. Menn höfðu beyg af myrkrinu. Hvað olli því, að sól- in var í felum, á flótta? Hvað var hún að flýja? Var víst að hún sneri við? Var hún kannski farin alveg? Var Fenrisúlfur eða ann- að ferlegt skrímsli að stökkva henni á flótta, sigra hana, éta hana upp? Þessi uggur var djúpstæður. Menn vissu eða þóttust vita, að goðin væru mislynd, það var auðvelt að styggja þau. Og þau áttu í erj- um sín á milli. í heimi þeirra öfundaði hver annan. Ef manni tókst að vinna hylli eins, var eins líklegt, að maður felldi á sig misþokka og óvild annars. Og svo var allt fullt af vættum. Sumar voru hollar en fljótar að skipta skapi. Aðrar voru meinfýsnar. Og ofar öllum rökkv- uðum sviðum goða og vætta var myrkvað svið þeirra örlaga, sem þrumdu yfir allri til- veru og enginn gat séð við, hvorki guðir né menn. Almennt einkenni á öllum frumstæð- um heiðindómi er tortryggni gagnvart tilver- unni, uggur, ótti. I einu orði sagt: Myrkfælni. Heiðið jólahald miðaði að því að blíðka ill máttarvöld og styrkja hin betri, seiða sólina upp á við að nýju, hrekja myrkrið og kuldann á flótta. Þetta gerðu menn með blótum, með því að slátra dýrum og mönnum og bera slátr- ið á borð fyrir goðmögnin. En svo barst hingað norður endurskin af atburðum, af persónu, lífsferli og boðskap manns, sem fæddist í dimmu hreysi langt í burtu, lifði skamma og stríða ævi og var tek- inn af lífi með smánarlegum og grimmilegum hætti. En var svo sterkur í allri sinni hógværð og ytra vanmætti, svo voldugur eftir dauða sinn, að innan skamms var hann tilbeðinn um víða veröld sem „lávarður heims”, „konung- ur lífc vors og ljóss”, ímynd hins eina sanna Guðs, frelsari allra manna. Enginn veit, á hvaða degi Jesús fæddist. En að hann fæddist og lifði hér á jörð, það voru hin miklu sólhvörf, aldahvörfin í sögu mann- kyns. Það var vissa kirkjunnar og boðskapur hennar. Þess vegna þótti henni svo vel til fall- ið að minnast fæðingar hans á þessum tíma, nálægt vetrarsólhvörfum. Og j ólin fornu end- urfæddust í ljómanum frá jötunni hans. Hann er valdið, sem stýrir sól, ræður nótt sem degi. Hann og fylkingar ljóssins, sem fylgja honum, eru sterkari en allt, sem í myrkrinu hylst: VERIÐ ÓHRÆDDIR, ÉG BOÐA MIKINN FÖGNUÐ, þér er sá frelsari fæddur, sem leysir alla fjötra. Kærleikur, miskunn, mildi, friður, sigur á öllu, sem er skuggalegt og grimmt — þetta eru jólin HANS. Þetta er auðkennið á konungsvaldi hans. Þetta er tilboðið, sem hann lætur berast með hverri hátíð. Það þýðir að með honum máttu TREYSTA tilverunni, svo margræð sem hún er. Hún lýtur þrátt fyrir allt því valdi, sem birtist í hjartalagi Jesú og vann i honum sigur á grimmd og dauða. Þetta var lausnar- orð til forna og er það enn og verður alla tíð. Miklu hefur verið hlaðið að jólunum i nú- tímanum. Látum ekki heiðnina færa þau í kaf. Þrátt fyrir allt ríkir meiri góðvild manna í milli í grennd við jólin og á jólum en endra- nær. Það léttir upp og birtir og hugboðið leit- ar á um heim fyrir handan rökkur og ský, sem er góður, bjartur, sannur, um veröld, sem geymir allt hið góða, fagra og fullkomna og þar sem helgustu vonir rætast. Það er veröld Jesú Krists, ríki hans. í nánd hans er friður og eilíf von. Gleðilegt ár í ljósi hans. Sigurbjörn Einarsson VALSBLAÐIÐ 42. árgangur 1990 Útgefandi: Knattspyrnufélagið Valur. Félagsheimiii, iþróttahús og leikvellir að Hliðarenda við Laufásveg. Ritstjóri: Þorgrimur Þráinsson. Prentun: Prenttækni hf. Valsblaðið vill þakka þeim ljósmyndurum sem Ijáð hafa blaðinu lið með myndum sinum. Sérstaklega Halldóri Halldórssyni en hann á margar Ijósmyndir f Valsblaðinu. Halldór er ávallt boðinn og búinn til að leggja Vaisblaðinu lið. 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.